The R&A - Working for Golf
Staðarreglur fyrir almennan leik
Verklag nefnda
Skoða fleira

Hluti 2
Hluti 4
3
Staðarreglur fyrir almennan leik

Staðarregla er frávik frá golfreglu eða viðbótarregla sem nefndin setur vegna almenns leiks eða tiltekinnar keppni. Nefndin ber ábyrgð á að ákveða hvort setja eigi staðarreglur og að tryggja að þær séu í samræmi við grundvallaratriðin í hluta 8. Nefndin verður að tryggja að allar staðarreglur séu aðgengilegar leikmönnum, hvort sem er á skorkorti, sérstöku blaði, tilkynningatöflu eða á vefsíðu vallarins.

Staðarreglur sem setja má fyrir almennan leik flokkast þannig:

  • Að skilgreina vallarmörk og önnur svæði vallarins (hlutar 8A-8D).
  • Að skilgreina sérstakar eða breyttar lausnaraðferðir (hluti 8E).
  • Að skilgreina óeðlilegar vallaraðstæður og hluta vallar (hluti 8F.

Nefndin ætti einnig að taka mið af hluta 8L – Óheimilar staðarreglur.

Tæmandi lista yfir fyrirmyndir staðarreglna má finna fremst í hluta 8.

Sjá hluta 5C varðandi aðrar gerðir staðarreglna sem eiga frekar við keppnir en almennan leik.