The R&A - Working for Golf
Önnur atriði sem huga þarf að í almennum leik
Verklag nefnda
Fara í hluta
A
(1)
(2)
B
C
Skoða fleira

Hluti 3
Hluti 5
4
Önnur atriði sem huga þarf að í almennum leik
A
Leikhraði og hegðunarreglur

Í þeim tilgangi að leikmenn njóti leiksins betur í almennum leik getur nefndin gripið til ýmissa ráða til að hraða leik og hvetja til góðrar hegðunar leikmanna, svo sem:

  • Fækka í ráshópum, lengja bil á milli ráshópa, innleiða auða rástíma (ræsisbil).
  • Hugleiða grundvallarbreytingar á uppsetningu vallarins, svo sem með breikkun brauta, lækkun og minni þéttleika karga eða minnka hraða flata.
  • Hvetja leikmenn til að leika af teigum sem henta þeirra getu.
  • Innleiða leikhraðareglur og hegðunarreglur.

Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði sem nefndin ætti að hafa til hliðsjónar þegar leikhraðareglur og hegðunarreglur eru settar.

(1)
Leikhraðareglur
  • Eðli slíkra reglna þarf oft að ráðast af aðföngum sem eru fyrir hendi til að framfylgja reglunum á viðkomandi velli.
  • Til dæmis getur völlur með takmörkuðum fjölda starfsmanna einfaldlega gefið út að ætlast sé til að ráshópar haldi í við næsta ráshóp á undan eða að ætlast sé til að ráshópar leiki á innan við tilteknum tíma, en annar völlur kann að hafa einn eða fleiri starfsmenn til að vakta leikhraða og ræða við ráshópa sem hafa dregist aftur úr.
  • Að jafnaði er best að framfylgja slíkum reglum með agaviðurlögum. Slík viðurlög eru ótengd golfreglunum og það er á verksviði nefndarinnar að ákveða og framfylgja viðurlögunum.
(2)
Hegðunarreglur
  • Í almennum leik gæti nefndin sett upp auglýsingu í golfskálanum þar sem fram kemur hvers konar hegðun eða klæðaburður sé óásættanlegur á vellinum, þar á meðal á tilteknum svæðum hans.
  • Að jafnaði er best að framfylgja slíkum reglum með agaviðurlögum. Slík viðurlög eru ótengd golfreglunum og það er á verksviði nefndarinnar að ákveða og framfylgja viðurlögunum.
B
Að fresta leik

Nefndin ætti að hugleiða hvernig hún myndi fresta leik ef talið er þess þurfi vegna veðurs. Frestun leiks er hægt að framkvæma á marga vegu, eftir því hversu margir starfsmenn eru til reiðu á vellinum, svo sem með merkjagjöf með lúðrum eða með tilkynningum til leikmanna.

C
Að veita aðstoð vegna reglnanna
Spurningar geta vaknað hjá leikmönnum í almennum leik um hvernig eigi að leysa úr álitamálum um reglurnar. Allir vellir ættu að tilnefna einstakling eða einstaklinga sem svara slíkum spurningum. Í mörgum tilvikum getur þar verið um að ræða kennara eða framkvæmdastjóra. Ef viðkomandi er óviss um rétta niðurstöðu getur hann borið málið undir viðkomandi yfirvöld reglumála.