The R&A - Working for Golf
Staðarreglur (þar á meðal breyttar golfreglur vegna fatlaðra leikmanna)
Verklag nefnda
Skoða fleira

Hluti 5B
Hluti 5D
5C
Staðarreglur (þar á meðal breyttar golfreglur vegna fatlaðra leikmanna)

Nefndin ber ábyrgð á að ákveða hvort setja eigi staðarreglur og að tryggja að þær séu í samræmi við grundvallaratriðin í hluta 8. Staðarregla er frávik frá golfreglu eða viðbótarregla sem nefndin setur vegna almenns leiks eða tiltekinnar keppni. Nefndin verður að tryggja að allar staðarreglur séu aðgengilegar leikmönnum, hvort sem er á skorkorti, sérstöku blaði, tilkynningatöflu eða á vefsíðu vallarins.

Við mat á því hvort setja eigi staðarreglu ætti nefndin að hafa eftirfarandi í huga:

  • Staðarreglur hafa sömu stöðu og golfreglurnar fyrir viðkomandi keppni eða völl.
  • Takmarka ætti notkun staðarreglna eins og hægt er og eingöngu nota staðarreglur til að fást við aðstæður og viðmið sem lýst er í hluta 8.

Tæmandi lista yfir fyrirmyndir leyfilegra staðarreglna má finna fremst í hluta 8.

Staðarreglur sem setja má fyrir keppnir flokkast þannig:

  • Að skilgreina vallarmörk og önnur svæði vallarins (hlutar 8A-8D).
  • Að skilgreina sérstakar lausnaraðferðir (hluti 8E).
  • Að skilgreina óeðlilegar vallaraðstæður og hluta vallar (hluti 8F).
  • Notkun sérstaks útbúnaðar (hluti 8G).
  • Hver má gefa leikmönnum ráð (hluti 8H).
  • Hvenær og hvar leikmenn mega æfa (hluti 8I).
  • Ferli við frestun leiks (hluti 8J).
  • Leikhraðareglur (hluti 8K).

Nefndin ætti einnig að taka mið af hluta 8L – Óheimilar staðarreglur.

Breyttar golfreglur fyrir fatlaða leikmenn

Fatlaðir leikmenn geta leikið samkvæmt breyttum golfreglum. Breyttu reglurnar eiga því aðeins við ef þær eru settar af nefndinni og eru ekki sjálfkrafa í gildi í öllum keppnum sem fatlaðir leikmenn taka þátt í.

Það er hverrar nefndar að ákveða hvort fatlaðir leikmenn sem taka þátt í keppni skuli leika samkvæmt einhverjum breyttu golfreglnanna.

Markmið breyttu golfreglnanna er að gefa fötluðum leikmönnum kost á að leika á jafnréttisgrundvelli við ófatlaða leikmenn og leikmenn með sömu eða ólíka fötlun.

Sjá nánar breyttar golfreglur fyrir fatlaða leikmenn.