The R&A - Working for Golf
Að skilgreina æfingasvæði
Verklag nefnda
Skoða fleira

Hluti 5C
Hluti 5E
5D
Að skilgreina æfingasvæði

Á mörgum völlum eru sérstök æfingasvæði, svo sem æfingabásar og æfingaflatir fyrir pútt, vipp og leik úr glompu. Æfing er leyfð á þessum svæðum, hvort sem þau eru innan eða utan marka vallarins. Mælt er með því að öll æfingasvæði sem eru innan vallarins séu tilgreind í staðarreglum til að skýra hvort leikmenn megi æfa þar fyrir og eftir umferð. Nefndin kann að þurfa að skilgreina mörk þessara svæða til að takmarka hvar leikmenn mega æfa.

Nefndin getur einnig breytt heimildunum um hvenær og hvar æfing er leyfð:

  • Staðarregla getur heimilað æfingu á afmörkuðum og skilgreindum hlutum vallarins, til dæmis þegar völlurinn býr ekki yfir varanlegu æfingasvæði. Í þessum tilvikum er þó mælt gegn því að leikmönnum sé heimilað að æfa á flötum eða í glompum vallarins.
  • Staðarregla getur heimilað almenna æfingu á vellinum, til dæmis:
    • Ef keppnin hefst síðla dags og nefndin vill ekki takmarka möguleika leikmanna á að leika völlinn fyrr um daginn.
    • Ef leik hefur verið frestað og það væri hagkvæmara að leyfa leikmönnunum að slá nokkur högg á vellinum, frekar en að ferja þá til baka á æfingasvæðið.
  • Regla 5.2 fjallar um hvenær æfing er leyfð eða bönnuð fyrir eða á milli umferða í keppni. Nefndin getur þó sett staðarreglu til að breyta þessu (sjá fyrirmynd staðarreglu I-1).
  • Regla 5.5 heimilar nefndinni að setja staðarreglu til að banna æfingu á eða nærri flöt síðustu holu (sjá fyrirmynd staðarreglu I-2).