The R&A - Working for Golf
Teigar og holustaðsetningar
Verklag nefnda
Fara í hluta
(1)
(2)
Skoða fleira

Hluti 5D
Hluti 5F
5E
Teigar og holustaðsetningar
(1)
Að velja teiga

Þegar velja á af hvaða teigum skuli leikið í keppninni ætti nefndin að vega hönnunareinkenni vallarins við styrkleika keppendanna. Til dæmis væri ekki skynsamlegt og myndi hafa mikil áhrif á leikhraða að velja teiga sem krefðust þess að boltinn flygi svo langt yfir karga að margir keppendanna réðu ekki við það nema með mjög góðum höggum.

Nefndin getur ákveðið að nota ólíka teiga í keppnum en notaðir eru í almennum leik. Sé þetta gert ætti nefndin að taka mið af reglum eða leiðbeiningum forgjafarkerfisins varðandi hvaða áhrif þetta getur haft á vallarmat. Annars kunna skorin ekki að vera hæf til forgjafar.

Færa má teiga milli umferða, þar á meðal þegar tvær umferðir eru leiknar sama dag.

Góð venja er að setja lítið merki, t.d. málningarpunkt, aftan við eða undir teigmerkin til að tryggja að hægt sé að setja þau aftur á sinn stað, væru þau hreyfð. Þegar leiknar eru margar umferðir er hægt að nota ólíkan fjölda punkta fyrir hverja umferð.

Ef keppni er haldin á velli þar sem engin skilti auðkenna holurnar eða ef nefndin hefur ákveðið að leika völlinn í óhefðbundinni röð ætti að setja upp skilti til að auðkenna holurnar.

(2)
Að velja holustaðsetningar

Holustaðsetningar hafa umtalsverð áhrif á skor og leikhraða í keppnum. Mörg atriði koma til skoðunar þegar holustaðsetningar eru valdar. Áhersla er lögð á eftirfarandi:

  • Hafa ætti getu leikmannanna í huga þegar holustaðsetningar eru valdar, þannig að holustaðsetning sé ekki svo erfið að hún hægi verulega á leik eða svo auðveld að hún sé ekki áskorun fyrir betri leikmennina.
  • Hraði flatanna er mikilvægur þáttur við val holustaðsetninga. Tiltekin holustaðsetning getur verið góð á hægri flöt en verið of erfið þegar hraði flatanna eykst.
  • Nefndin ætti að forðast að skera holu í miklum halla þar sem boltinn getur ekki stöðvast. Þegar landslag flatarinnar leyfir ætti holan að vera staðsett þannig að tveggja til þriggja feta svæði umhverfis holuna sé tiltölulega lárétt svo að pútt sem eru af réttum hraða stöðvist við holuna.

Því til viðbótar er vert að:

  • Staðsetja holur þar sem nægt svæði er til að pútta milli holunnar og fremri hluta og hliða flatarinnar, með tilliti til innáhöggs á flötina. Til dæmis er almennt ekki mælt með því að setja holuna rétt aftan við stóra glompu þegar flestir leikmenn þurfa langt innáhögg á flötina.
  • Hafa jafnvægi í holustaðsetningum á vellinum, þ.e. á vinstri og hægri hlið, miðju, framarlega og aftarlega.