The R&A - Working for Golf
Leikhraðareglur
Verklag nefnda
Skoða fleira

Hluti 5F
Hluti 5H
5G
Leikhraðareglur

Nefndin getur sett eigin leikhraðareglur í formi staðarreglu (regla 5.6b). Eðli slíkra reglna þarf að ráðast af hversu margir meðlima nefndarinnar eru tiltækir til að framfylgja þeim (sjá hluta 8K).

Leikhraðareglur geta m.a. innihaldið:

 • Hámarkstíma til að ljúka umferð, holu, tilteknum fjölda hola eða höggi.
 • Skilgreiningu á hvenær fyrsti ráshópurinn er úr stöðu og hvenær aðrir ráshópar eru úr stöðu með tilliti til ráshópsins á undan.
 • Hvenær og hvernig ráshópur eða einstakur leikmaður kann að vera undir eftirliti eða í tímamælingu.
 • Hvort og hvenær leikmenn séu aðvaraðir um að þeir séu tímamældir eða hafi fallið á tímamælingu.
 • Uppbyggingu víta fyrir brot á reglunum.

Nefndin er ábyrg fyrir að tryggja að keppnin sé leikin á góðum hraða. Hvað telst góður hraði getur verið breytilegt eftir völlum, heildarfjölda leikmanna og fjölda leikmanna í ráshópi. Til að sinna þessari ábyrgð:

 • Ætti nefndin að setja staðarreglu um leikhraða (sjá reglu 5.6b).
 • Slíkar reglur ættu að minnsta kosti að ákvarða hámarkstíma til að ljúka umferðinni eða hlutum umferðarinnar.
 • Reglurnar ættu að ákvarða víti ef leikmaður fylgir ekki reglunum.
 • Nefndin ætti einnig að gera sér ljóst hvað annað hún getur gert til að hafa jákvæð áhrif á leikhraða. Þar á meðal:
  • Skipulag, svo sem að fækka í ráshópum, auka bil á milli ráshópa og innleiða ræsisbil.
  • Hugleiða grundvallarbreytingar á uppsetningu vallarins, svo sem með breikkun brauta, lækkun og minni þéttleika karga eða minnka hraða flata. Þegar slíkar breytingar eru gerðar ætti nefndin að huga að reglum eða leiðbeiningum í forgjafarkerfinu til að meta áhrif breytinganna á vallarmat og fylgja ferlum forgjafarkerfisins við nauðsynlegar breytingar.