The R&A - Working for Golf
Upplýsingar til leikmanna og dómara
Verklag nefnda
Fara í hluta
(1)
(2)
(3)
(4)
(5)
(6)
Skoða fleira

Hluti 5H
Hluti 6
5I
Upplýsingar til leikmanna og dómara
(1)
Staðarreglur

Nefndin ætti að tryggja að allar staðarreglur séu aðgengilegar leikmönnum, hvort sem er á sérstöku blaði á fyrsta teig (stundum kallað „ábendingar til leikmanna“), á skorkorti, tilkynningatöflu eða á vefsíðu vallarins.

Ýmsir aðilar sem halda margar keppnir útbúa skjal sem inniheldur staðarreglur sem gilda í öllum þeirra keppnum. Venjan er að slíkt skjal sé prentað á þykkan pappír og er þekkt sem „Staðlaðar staðarreglur“.

Ef leikmenn eiga að leika með boltum sem eru á lista yfir samþykkta bolta (sjá fyrirmynd staðarreglu G-3) eða nota kylfur sem eru á lista yfir samþykkt teigtré (sjá fyrirmynd staðarreglu G-1) eða sem uppfylla kröfur um grópir og rákir (sjá fyrirmynd staðarreglu G-2) ætti nefndin að íhuga að hafa þessa lista aðgengilega fyrir leikmenn eða að veita leikmönnum aðgang að viðeigandi gagnagrunnum.

(2)
Ráshópar og rástímablöð

Útbúa ætti rástímablöð sem sýna ráshópa og rástíma þeirra og setja upp þar sem leikmenn geta séð þau. Þótt leikmönnum séu oft sendar rástímaupplýsingar á rafrænu formi, eða þeir geta séð þær á vefsíðu, ættu upplýsingarnar einnig birtar á vellinum svo leikmenn geti staðfest rástíma sinn.

(3)
Holustaðsetningablöð

Nefndin kann að vilja afhenda leikmönnum blöð sem sýnir staðsetningar holanna á flötunum. Blöðin geta sýnt einfalda hringi með fjarlægð holunnar frá fremri brún flatarinnar og nálægri hlið, einfaldan lista með tölunum einum eða nákvæmari mynd af flötinni og umhverfi hennar, ásamt staðsetningu holunnar.

(4)
Skorkort með úthlutun forgjafarhögga

Nefndin ber ábyrgð á að birta á skorkortinu eða annars staðar (t.d. við fyrsta teig) röð holanna þar sem forgjafarhögg eru veitt eða þegin. Þessi röð er notuð í holukeppni með forgjöf og í sumum formum forgjafarkeppna höggleiks, svo sem fjórleik, Stableford, hámarksskori (þar sem hámarksskorið er tengt nettó skori leikmannsins) og par/skolla keppnum. Varðandi leiðbeiningar um hvernig eigi að ákvarða röð holanna, sjá reglur eða leiðbeiningar forgjafarkerfisins.

Holukeppni - Í holukeppni með forgjöf ætti nefndin að skýra eftirfarandi í keppnisskilmálum:

  • Hvort notaður verði fullur munur milli forgjafa eða tiltekið hlutfall munarins.
  • Taflan með úthlutun forgjafarhögga sem notuð verður til að ákvarða röð holanna þar sem leikmenn munu gefa eða þiggja forgjafarhögg.

Ef nefndin hefur heimilað að leikir hefjist annars staðar en á 1. holu getur hún breytt töflunni fyrir úthlutun forgjafarhögga í slíkum leikjum.

Höggleikur - Í keppnum með forgjöf ætti nefndin að ákvarða úthlutun forgjafarhögga í samræmi við reglur eða leiðbeiningar forgjafarkerfisins. Til dæmis hvort fullri forgjöf verður beitt eða tilteknu hlutfalli forgjafarinnar.

(5)
Leikhraðareglur og hegðunarreglur

Eintök af leikhraðareglum og hegðunarreglum ættu að vera tiltæk fyrir leikmenn áður en keppnin hefst. Ef leikmenn þekkja ekki til þessara reglna kann nefndin að vilja fara yfir þær með leikmönnum fyrir keppnina.

Þjálfa ætti dómara og aðra sem munu framfylgja þessum reglum og afhenda þeim viðbótarefni svo sem tímamælingarblöð eða handrit með tilteknu orðalagi sem þeir ættu að nota þegar þeir aðvara leikmenn eða tilkynna þeim um hugsanleg brot.

(6)
Rýmingaráætlun

Allar nefndir ættu að hugleiða hvernig völlurinn verður rýmdur ef þess þarf vegna mjög slæms veðurs eða annars neyðarástands. Ef þörf er talin á því er hægt að útbúa rýmingaráætlun og dreifa henni til keppenda. Frekari upplýsingar má finna í fyrirmynd staðarreglu J-1.