The R&A - Working for Golf
Ræsing
Verklag nefnda
Skoða fleira

Hluti 6
Hluti 6B
6A
Ræsing

Áður en leikmenn hefja umferð ætti að veita þeim allar þær upplýsingar sem þeir þurfa til að leika völlinn samkvæmt reglunum.

Í höggleik ætti hver leikmaður að fá skorkort og í forgjafarkeppnum, svo sem Stableford, hámarksskori og fjórleik, ættu leikmenn að hafa aðgang að töflu um röð forgjafarhögga.

Þegar nefndin hefur útbúið viðbótargögn ættu þau að vera aðgengileg leikmönnum áður en þeir hefja leik og ef mögulegt er áður en þeir mæta á fyrsta teig, svo þeir hafi eðlilegan tíma til að kynna sér þau. Þetta getur m.a. verið:

  • Staðarreglur.
  • Leikhraðareglur.
  • Hegðunarreglur.
  • Rýmingaráætlun.

Í sumum tilvikum getur þetta falist í að birta skjölin á tilteknum stað, svo sem á tilkynningatöflu eða á vefsíðu. Í öðrum tilvikum getur þetta falist í að afhenda hverjum leikmanni þessar upplýsingar áður en þeir hefja umferðina.

Ef mögulegt er ætti nefndin að hafa ræsi á upphafsteigum til að tryggja að leikmenn hafi allar nauðsynlegar upplýsingar og að þeir hefji leik á réttum tíma.

Þegar kemur að því að ræsa ráshóp ætti ræsirinn að ræsa fyrsta leikmanninn á uppgefnum tíma. Ef þetta er ekki hægt þar sem ráshópurinn á undan er enn í færi (til dæmis vegna tafa við leit að bolta) ætti að skrá raunverulegan rástíma svo nefndin geti framfylgt leikhraðareglum.

Nefndin ætti að setja vinnureglur um hvernig bregðast á við ef stefnir í að leikmaður mæti seint á fyrsta teig. Þetta getur falist í að meðlimur nefndarinnar eða einhver annar reyni að finna leikmanninn eða telji upphátt niður tímann fyrir framan hina leikmennina svo öllum sé ljóst hvenær leikmaðurinn er of seinn. Það er góð venja að hafa klukku sem sýnir opinberan tíma nærri teignum og að allir starfsmenn stilli úr sín á þann tíma.