The R&A - Working for Golf
Skor
Verklag nefnda
Fara í hluta
(1)
(2)
Skoða fleira

Hluti 6E
Hluti 6G
6F
Skor
(1)
Holukeppni

Í holukeppni er það almennt ábyrgð leikmannsins að tilkynna úrslit leiks á tiltekinn stað sem nefndin hefur ákveðið. Ef dómari hefur verið tilnefndur til að fylgja leiknum er hægt að færa þessa ábyrgð á hann.

Ef leikmaður óskar eftir úrskurði á meðan leikurinn er í gangi og álitamálið hefur ekki verið útkljáð ætti nefndin að ákvarða hvort óskin uppfylli skilyrði reglu 20.1b(2) og úrskurða. Þetta getur leitt til þess að leikmennirnir þurfi að fara aftur út á völl og halda leiknum áfram.

Eftir að úrslit hafa verið tilkynnt teljast þau endanleg og ekki er hægt að samþykkja óskir um úrskurð nema þær uppfylli skilyrði reglu 20.1b(3).

(2)
Höggleikur

Í höggleik ætti að gefa leikmönnum kost á að afgreiða álitaefni sem greiða þarf úr með nefndinni (sjá reglur 14.7b og 20.1c(4)), fara yfir skorkort þeirra og láta leiðrétta hugsanleg mistök. Ef eitthvað er rangt á skorkortinu getur leikmaður óskað eftir að ritarinn eða nefndin leiðrétti skorkortið eða samþykki leiðréttingu (sjá reglu 3.3b(2)), allt þar til skorkortinu hefur verið skilað.

Eftir að skorkortinu hefur verið skilað ætti nefndin að yfirfara það og staðfesta að það innihaldi nafn leikmannsins, forgjöf (ef í forgjafarkeppni), nauðsynlegar undirskriftir og rétt skor á hverri holu. Nefndin ætti að leggja skorin saman og beita forgjöfinni, ef við á.

Í öðrum formum höggleiks, svo sem Stableford eða par/skolla, eða í fjórleikskeppnum, ætti nefndin að ákvarða lokaniðurstöðu leikmannsins eða liðsins. Til dæmis, í Stableford keppnum, ber nefndin ábyrgð á að ákvarða fjölda punkta sem leikmaðurinn hlýtur á hverri holu og samtals í umferðinni.