The R&A - Working for Golf
Takmarkanir á notkun tiltekins útbúnaðar
Verklag nefnda
Fara í hluta
G-1
G-2
G-3
G-4
G-5
G-6
G-7
G-8
G-9
Skoða fleira

Hluti 8F
Hluti 8H
8G
Takmarkanir á notkun tiltekins útbúnaðar
G-1
Skrá yfir samþykkta hausa teigtrjáa

Tilgangur. Til að eyða öllum vafa um að teigtré sem notuð eru í keppni séu í samræmi við reglurnar:

 • Má nefndin krefjast þess að leikmenn noti einungis teigtré sem hafa verið metin og staðfest hefur verið að uppfylli kröfur útbúnaðarreglnanna.
 • Lista yfir staðfesta hausa teigtrjáa má finna á vefsíðu R&A, randa.org.

Mælt er með að þessi staðarregla sé einungis notuð í keppni mjög leikinna kylfinga (þ.e. í keppni atvinnumanna og í keppni bestu áhugamanna).

Fyrirmynd staðarreglu G-1

„Sérhvert teigtré sem leikmaður notar til að slá högg verður að vera með kylfuhaus, auðkenndum með gerð og fláa, sem er á gildandi lista R&A yfir samþykkta kylfuhausa.

Listinn er uppfærður reglulega og má finna á vefsíðunni RandA.org.

Undantekning - Teigtré frá því fyrir 1999: Teigtré með kylfuhaus sem var framleiddur fyrir 1999 eru undanþegin þessari staðarreglu.

Víti fyrir að slá högg með kylfu í andstöðu við þessa staðarreglu: Frávísun.

Það er vítalaust samkvæmt þessari staðarreglu að bera kylfu með ósamþykktum kylfuhaus, án þess að slá högg með henni.“

G-2
Kröfur til grópa og doppa

Tilgangur. Þann 1. janúar árið 2010 voru útbúnaðarreglurnar endurskoðaðar og nýjar kröfur gerðar um grópir og doppur á öllum kylfum öðrum en teigtrjám og pútterum. Fram til a.m.k. ársins 2024 þurfa kylfur sem framleiddar voru fyrir 2010 ekki að uppfylla þessar kröfur.

Þó getur nefndin kosið að setja staðarreglu sem skyldar leikmenn til að nota einungis kylfur sem uppfylla allar kröfurnar í gildandi útbúnaðarreglum. Mælt er með að slíkri staðarreglu sé einungis beitt í keppni mjög leikinna kylfinga (þ.e. í keppni atvinnumanna og í keppni bestu áhugamanna).

Á vefsíðunni RandA.org má finna gagnagrunn sem aðstoðar við að ákvarða hvaða kylfur megi nota.

Fyrirmynd staðarreglu G-2

„Við að slá högg verður leikmaðurinn að nota kylfur sem uppfylla kröfur útbúnaðarreglnanna frá 1. janúar 2010 um grópir og doppur.

Á vefsíðunni RandA.org má finna gagnagrunn um brautartré, blendingskylfur, fleygjárn og aðrar járnakylfur sem hafa verið prófaðar með tilliti til gildandi útbúnaðarreglna.

Víti fyrir að slá högg með kylfu í andstöðu við þessa staðarreglu: Frávísun.

Það er vítalaust samkvæmt þessari staðarreglu að bera kylfu sem uppfyllir ekki þessar kröfur um grópir og doppur, án þess að slá högg með henni.“

G-3
Listi samþykktra golfbolta

Tilgangur. Til að eyða öllum vafa um að boltar sem notaðir eru í keppni séu samþykktir getur nefndin krafist þess að leikmenn noti einungis bolta sem hafa verið metnir og staðfest hefur verið að uppfylli kröfur útbúnaðarreglnanna.

Lista yfir staðfesta golfbolta má finna á vefsíðunni RandA.org og er hann uppfærður mánaðarlega.

Jafnvel þótt þessi staðarregla sé ekki í gildi verða allir boltar að uppfylla kröfur útbúnaðarreglnanna.

Fyrirmynd staðarreglu G-3

„Allir boltar sem notaðir eru við að slá högg verða að vera skráðir á lista R&A yfir samþykkta golfbolta.

Listinn er uppfærður reglulega og má finna á vefsíðunni RandA.org. Víti fyrir að slá högg að bolta sem ekki er á gildandi lista, í andstöðu við þessa staðarreglu: Frávísun.

G-4
Regla um einn bolta

Tilgangur. Til að koma í veg fyrir að leikmaður noti bolta með ólíka leikeiginleika, eftir eðli hverrar holu eða höggs sem leikið er í umferðinni, getur nefndin krafist þess að leikmaður noti einungis eina tegund bolta sem er á lista yfir samþykkta golfbolta.

Litið er á hverja einstaka skráningu á listanum yfir samþykkta golfbolta sem ólíkan bolta. Litið er á bolta í ólíkum lit en með sömu merkingum sem ólíka bolta.

Mælt er með að þessi staðarregla sé einungis notuð í keppni mjög leikinna kylfinga (þ.e. í keppni atvinnumanna og í keppni bestu áhugamanna).

Fyrirmynd staðarreglu G-4

„Á meðan umferð er leikin verður leikmaðurinn að slá öll högg að bolta af sömu tegund og gerð, eins og hún er skráð í einni færslu í gildandi skrá yfir samþykkta golfbolta.

Sé bolti af annarri tegund og/eða gerð látinn falla, lagður eða lagður aftur, en ekki enn verið leikið, má leikmaðurinn leiðrétta mistökin með því að hætta notkun þess bolta, vítalaust samkvæmt reglu 14.5. Leikmaðurinn verður að nota bolta af sömu tegund og gerð og hann hóf umferðina með þegar hann lætur bolta falla, leggur bolta eða leggur bolta aftur.

Ef leikmaðurinn uppgötvar að hann hafi leikið bolta sem brýtur í bága við þessa staðarreglu verður hann að hætta notkun boltans áður en hann leikur frá næsta teig og ljúka umferðinni með bolta af sömu tegund og gerð og hann notaði við upphaf umferðarinnar. Annars hlýtur leikmaðurinn frávísun.

Ef þetta uppgötvast við leik á holu má leikmaðurinn ljúka þeirri holu með boltanum sem leikið er í andstöðu við þessa reglu eða leggja bolta af réttri tegund og gerð á staðinn þaðan sem boltanum sem brýtur í bága við staðarregluna var lyft.

Víti fyrir að slá högg að bolta í andstöðu við staðarreglu:

Leikmaðurinn fær almenna vítið, sem beitt er á hverja holu þar sem leikmaðurinn brýtur þessa staðarreglu.“

G-5
Bann við notkun fjarlægðarmæla

Tilgangur. Þótt regla 4.3 heimili leikmönnum að nota útbúnað til fjarlægðarmælinga (með ákveðnum takmörkunum) getur nefndin valið að banna notkun rafeindatækja til fjarlægðarmælinga.

Fyrirmynd staðarreglu G-5

Reglu 4.3a(1) er breytt þannig:

Á meðan umferð er leikin má leikmaður ekki öðlast upplýsingar um fjarlægðir með notkun rafeindatækja til fjarlægðarmælinga.

Víti fyrir brot á staðarreglunni - Sjá reglu 4.3.

G-6
Bann við notkun vélknúinna ökutækja

Tilgangur. Nefndin getur valið að banna leikmönnum að ferðast á vélknúnu ökutæki, svo sem golfbílum, á meðan umferð er leikin. Þetta er viðeigandi þegar nefndin telur göngu vera óaðskiljanlegan hluta þess að leika í keppninni eða þegar hún telur að notkun vélknúinna ökutækja kynni að valda hættu eða gæti skemmt völlinn.

Við beitingu þessarar staðarreglu getur nefndin leyft takmarkaða notkun vélknúinna ökutækja, til dæmis til að ferja leikmenn frá einni holu til annarrar þegar langt er á milli holanna eða leyft meðlimum nefndarinnar að skutla leikmanni þegar hann þarf að taka eða hefur tekið fjarlægðarvíti.

Ef leikmaður þiggur far án leyfis nefndarinnar getur nefndin fellt vítið niður ef hún hefði leyft leikmanninum að þiggja far undir þessum kringumstæðum. Til dæmis, ef leikmaður sem týndi bolta sínum og þarf að fara aftur á teiginn þiggur far frá sjálfboðaliða þegar enginn fulltrúi nefndarinnar var tiltækur gæti nefndin fellt vítið niður ef hún hefði leyft leikmanninum að þiggja farið.

Hins vegar, þegar staðarreglan bannar að ferðast sé á vélknúnu ökutæki er það kjarni staðarreglunnar að leikmenn skuli ganga allan völlinn. Því ætti ekki að heimila akstur ef leikmaðurinn hefur fengið far áfram völlinn og hann hefur ekki þegar gengið þá vegalengd. Til dæmis, ef leikmaður stoppar til að kaupa sér nesti eftir að hafa slegið teighögg og þiggur síðan far frá sjálfboðaliða áfram að bolta sínum ætti ekki að fella vítið niður.

Fyrirmynd staðarreglu G-6

„Á meðan umferð er leikin má leikmaður eða kylfuberi ekki ferðast á neinu vélknúnu ökutæki nema eins og leyft er, eða síðar staðfest, af nefndinni.

[Leikmanni sem mun taka, eða hefur tekið, fjarlægðarlausn gegn víti er alltaf heimilt að ferðast á vélknúnu ökutæki.]

[Leikmenn og kylfuberar mega ferðast á skutlum milli hola [tilgreinið númer holu] og [tilgreinið númer holu].]

Víti fyrir brot á staðarreglunni: Leikmaðurinn fær almenna vítið fyrir hverja holu þar sem staðarreglan er brotin. Ef brotið á sér stað á milli hola er vítinu beitt á næstu holu.

G-7
Bann við notkun tiltekinna skótegunda

Tilgangur. Til að verja völlinn fyrir skemmdum getur nefndin bannað notkun skóbúnaðar með málmgöddum eða hefðbundnum göddum.

Nefndin getur einnig bannað notkun annars skóbúnaðar sem getur valdið óæskilegum skemmdum.

Fyrirmynd staðarreglu G-7

Reglu 4.3a er breytt þannig:

Á meðan umferð er leikin má leikmaður ekki klæðast skóm með:

 • Hefðbundnum göddum – þ.e. göddum með einum eða fleiri broddum sem hannaðir eru til að stingast djúpt í yfirborð jarðarinnar (hvort sem gaddarnir eru úr járni, keramiki, plasti eða öðrum efnum); eða
 • Göddum sem eru eingöngu eða að hluta gerðir úr málmi, ef málmurinn getur komist í snertingu við völlinn.

Víti fyrir brot á staðarreglunni - Sjá reglu 4.3.

G-8
Bann eða takmörkun á notkun hljóð og myndbandstækja

Tilgangur. Regla 4.3(4) heimilar leikmanni að nota útbúnað til að hlusta á hljóð eða horfa á myndefni, ótengdu keppninni sem er í gangi. Þó getur nefndin sett staðarreglu sem alfarið bannar notkun hljóð- eða myndbandstækja á meðan umferð er leikin.

Fyrirmynd staðarreglu G-8

Reglu 4.3a(4) er breytt þannig: „Á meðan umferð er leikin má leikmaður ekki hlusta eða horfa á neitt efni á eigin hljóð eða myndbandstæki.

Víti fyrir brot á staðarreglunni - Sjá reglu 4.3.

G-9
Skýring: Staðarregla G-9 um skipti á kylfu sem er brotin eða umtalsvert skemmd

(Skýringu bætt við 4/2019)

Fyrirmynd staðarreglu G-9

Reglu 16.3 er breytt þannig:

Ef kylfa leikmanns „brotnar eða skemmist umtalsvert“ af leikmanninum eða kylfubera hans á meðan á umferð stendur, af öðrum orsökum en misbeitingu, má leikmaðurinn skipta um kylfu í samræmi við reglu 4.1b(4).

Þegar leikmaðurinn skiptir um kylfu verður hann að taka brotnu eða umtalsvert skemmdu kylfuna samstundis úr leik, í samræmi við ferlið í reglu 4.1c(1).

Með tilliti til þessarar staðarreglu:

 • Er kylfa „brotin eða umtalsvert skemmd“ þegar:
  • skaftið brotnar í sundur, flísast úr því eða það bognar (en ekki ef það hefur einungis dældast)
  • höggflöturinn er sýnilega aflagaður (en ekki ef hann er einungis rispaður)
  • kylfuhausinn er sýnilega og umtalsvert aflagaður
  • kylfuhausinn er aðskilinn frá skaftinu eða laus, eða
  • gripið er laust.

Undantekning: Höggflöturinn eða kylfuhausinn eru ekki „brotin eða umtalsvert skemmd“ eingöngu vegna þess að sprunga hefur myndast.

Víti fyrir brot á staðarreglunni - Sjá reglu 4.1b.

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til þess að hitta boltann.

Þó hefur högg ekki verið slegið ef leikmaðurinn:

 • Ákveður í framsveiflunni að hitta ekki boltann og nær að koma í veg fyrir það með því að stöðva kylfuhausinn vísvitandi áður en hann nær að boltanum, eða, nái leikmaðurinn ekki að stöðva kylfuhausinn, með því að sveigja kylfuhausinn vísvitandi frá boltanum.
 • Hittir boltann af slysni í æfingasveiflu eða við undirbúning fyrir höggið.

Hugtakið „að leika boltanum“ í reglunum hefur sömu merkingu og að slá högg.

Skori leikmannsins á holu eða í umferð er lýst sem fjölda „högga“ eða „leikin högg“, sem merkir bæði högg sem leikmaðurinn slær og öll vítahögg sem hann kann að hafa fengið (sjá reglu 3.1c).

 

Túlkun Högg/1 - Að ákvarða hvort högg var slegið

Ef leikmaður byrjar framsveifluna með kylfu í þeim tilgangi að hitta boltann telst það högg, jafnvel þegar:

 • Kylfuhausinn er sveigður úr leið eða stöðvaður af utanaðkomandi áhrifum (svo sem trjágrein), hvort sem kylfuhausinn lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni og leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu, hvort sem skaftið lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni, leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu og kylfuhausinn fellur niður og lendir á boltanum.

Athafnir leikmannsins teljast ekki högg í eftirfarandi tilvikum:

 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni. Leikmaðurinn stöðvar framsveifluna áður en hann kemur að boltanum en kylfuhausinn fellur niður, lendir á boltanum og hreyfir hann.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í aftursveiflunni. Leikmaðurinn lýkur framsveiflunni með skaftinu en hittir ekki boltann.
 • Bolti er fastur í trjágrein hærra en hægt er að ná með kylfu. Ef leikmaðurinn veldur því að boltinn hreyfist með því að slá í grein neðar í trénu í stað boltans á regla 9.4 (Bolta lyft eða hann hreyfður af leikmanni) við.
Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til þess að hitta boltann.

Þó hefur högg ekki verið slegið ef leikmaðurinn:

 • Ákveður í framsveiflunni að hitta ekki boltann og nær að koma í veg fyrir það með því að stöðva kylfuhausinn vísvitandi áður en hann nær að boltanum, eða, nái leikmaðurinn ekki að stöðva kylfuhausinn, með því að sveigja kylfuhausinn vísvitandi frá boltanum.
 • Hittir boltann af slysni í æfingasveiflu eða við undirbúning fyrir höggið.

Hugtakið „að leika boltanum“ í reglunum hefur sömu merkingu og að slá högg.

Skori leikmannsins á holu eða í umferð er lýst sem fjölda „högga“ eða „leikin högg“, sem merkir bæði högg sem leikmaðurinn slær og öll vítahögg sem hann kann að hafa fengið (sjá reglu 3.1c).

 

Túlkun Högg/1 - Að ákvarða hvort högg var slegið

Ef leikmaður byrjar framsveifluna með kylfu í þeim tilgangi að hitta boltann telst það högg, jafnvel þegar:

 • Kylfuhausinn er sveigður úr leið eða stöðvaður af utanaðkomandi áhrifum (svo sem trjágrein), hvort sem kylfuhausinn lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni og leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu, hvort sem skaftið lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni, leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu og kylfuhausinn fellur niður og lendir á boltanum.

Athafnir leikmannsins teljast ekki högg í eftirfarandi tilvikum:

 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni. Leikmaðurinn stöðvar framsveifluna áður en hann kemur að boltanum en kylfuhausinn fellur niður, lendir á boltanum og hreyfir hann.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í aftursveiflunni. Leikmaðurinn lýkur framsveiflunni með skaftinu en hittir ekki boltann.
 • Bolti er fastur í trjágrein hærra en hægt er að ná með kylfu. Ef leikmaðurinn veldur því að boltinn hreyfist með því að slá í grein neðar í trénu í stað boltans á regla 9.4 (Bolta lyft eða hann hreyfður af leikmanni) við.
Útbúnaðarreglur

Forskriftir og aðrar reglur um kylfur, bolta og annan útbúnað sem leikmönnum er heimilt að nota á meðan umferð er leikin. Útbúnaðarreglurnar má finna á vefslóðinni RandA.org/EquipmentStandards.

Útbúnaðarreglur

Forskriftir og aðrar reglur um kylfur, bolta og annan útbúnað sem leikmönnum er heimilt að nota á meðan umferð er leikin. Útbúnaðarreglurnar má finna á vefslóðinni RandA.org/EquipmentStandards.

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til þess að hitta boltann.

Þó hefur högg ekki verið slegið ef leikmaðurinn:

 • Ákveður í framsveiflunni að hitta ekki boltann og nær að koma í veg fyrir það með því að stöðva kylfuhausinn vísvitandi áður en hann nær að boltanum, eða, nái leikmaðurinn ekki að stöðva kylfuhausinn, með því að sveigja kylfuhausinn vísvitandi frá boltanum.
 • Hittir boltann af slysni í æfingasveiflu eða við undirbúning fyrir höggið.

Hugtakið „að leika boltanum“ í reglunum hefur sömu merkingu og að slá högg.

Skori leikmannsins á holu eða í umferð er lýst sem fjölda „högga“ eða „leikin högg“, sem merkir bæði högg sem leikmaðurinn slær og öll vítahögg sem hann kann að hafa fengið (sjá reglu 3.1c).

 

Túlkun Högg/1 - Að ákvarða hvort högg var slegið

Ef leikmaður byrjar framsveifluna með kylfu í þeim tilgangi að hitta boltann telst það högg, jafnvel þegar:

 • Kylfuhausinn er sveigður úr leið eða stöðvaður af utanaðkomandi áhrifum (svo sem trjágrein), hvort sem kylfuhausinn lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni og leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu, hvort sem skaftið lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni, leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu og kylfuhausinn fellur niður og lendir á boltanum.

Athafnir leikmannsins teljast ekki högg í eftirfarandi tilvikum:

 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni. Leikmaðurinn stöðvar framsveifluna áður en hann kemur að boltanum en kylfuhausinn fellur niður, lendir á boltanum og hreyfir hann.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í aftursveiflunni. Leikmaðurinn lýkur framsveiflunni með skaftinu en hittir ekki boltann.
 • Bolti er fastur í trjágrein hærra en hægt er að ná með kylfu. Ef leikmaðurinn veldur því að boltinn hreyfist með því að slá í grein neðar í trénu í stað boltans á regla 9.4 (Bolta lyft eða hann hreyfður af leikmanni) við.
Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til þess að hitta boltann.

Þó hefur högg ekki verið slegið ef leikmaðurinn:

 • Ákveður í framsveiflunni að hitta ekki boltann og nær að koma í veg fyrir það með því að stöðva kylfuhausinn vísvitandi áður en hann nær að boltanum, eða, nái leikmaðurinn ekki að stöðva kylfuhausinn, með því að sveigja kylfuhausinn vísvitandi frá boltanum.
 • Hittir boltann af slysni í æfingasveiflu eða við undirbúning fyrir höggið.

Hugtakið „að leika boltanum“ í reglunum hefur sömu merkingu og að slá högg.

Skori leikmannsins á holu eða í umferð er lýst sem fjölda „högga“ eða „leikin högg“, sem merkir bæði högg sem leikmaðurinn slær og öll vítahögg sem hann kann að hafa fengið (sjá reglu 3.1c).

 

Túlkun Högg/1 - Að ákvarða hvort högg var slegið

Ef leikmaður byrjar framsveifluna með kylfu í þeim tilgangi að hitta boltann telst það högg, jafnvel þegar:

 • Kylfuhausinn er sveigður úr leið eða stöðvaður af utanaðkomandi áhrifum (svo sem trjágrein), hvort sem kylfuhausinn lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni og leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu, hvort sem skaftið lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni, leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu og kylfuhausinn fellur niður og lendir á boltanum.

Athafnir leikmannsins teljast ekki högg í eftirfarandi tilvikum:

 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni. Leikmaðurinn stöðvar framsveifluna áður en hann kemur að boltanum en kylfuhausinn fellur niður, lendir á boltanum og hreyfir hann.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í aftursveiflunni. Leikmaðurinn lýkur framsveiflunni með skaftinu en hittir ekki boltann.
 • Bolti er fastur í trjágrein hærra en hægt er að ná með kylfu. Ef leikmaðurinn veldur því að boltinn hreyfist með því að slá í grein neðar í trénu í stað boltans á regla 9.4 (Bolta lyft eða hann hreyfður af leikmanni) við.
Falla

Að halda á bolta og sleppa honum þannig að hann falli í loftinu, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik.

Sleppi leikmaðurinn bolta án þess að ætla að setja hann í leik hefur boltinn ekki verið látinn falla og er ekki í leik (sjá reglu 14.4).

Í sérhverri lausnarreglu er vísað til ákveðins lausnarsvæðis þar sem láta verður boltann falla og þar sem hann verður að stöðvast.

Við að taka lausn verður leikmaðurinn að sleppa boltanum úr hnéhæð þannig að boltinn:

 • Falli beint niður, án þess að leikmaðurinn kasti boltanum, snúi honum eða noti einhverja aðra hreyfingu sem gæti haft áhrif á hvar boltinn muni stöðvast, og
 • Snerti ekki líkama leikmannsins eða útbúnað hans áður en boltinn lendir á jörðinni (sjá reglu 14.3b).
Leggja aftur

Að leggja bolta með því að setja hann niður og sleppa honum, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik.

Setji leikmaðurinn boltann niður án þess að ætla boltanum að verða í leik hefur boltinn ekki verið lagður aftur og er ekki í leik (sjá reglu 14.4).

Þegar regla krefst þess að bolti sé lagður aftur ákvarðar reglan tiltekinn stað þar sem verður að leggja boltann aftur.

 

Túlkun Leggja aftur/1 – Ekki er hægt að leggja bolta aftur með kylfu

Til að bolti sé lagður aftur á réttan hátt verður að setja hann niður og sleppa honum. Þetta merkir að leikmaðurinn verður að nota hönd til að setja boltann aftur í leik á staðinn þaðan sem honum var lyft eða hann hreyfður.

Til dæmis, ef leikmaður lyftir bolta sínum af flötinni og leggur hann frá sér má leikmaðurinn ekki leggja boltann aftur með því að rúlla honum á réttan stað með kylfu. Geri hann það var boltinn ekki lagður aftur á réttan hátt og leikmaðurinn fær eitt högg í víti samkvæmt reglu 14.2b(2) (Hvernig leggja á bolta aftur) ef mistökin eru ekki leiðrétt áður en höggið er slegið.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Falla

Að halda á bolta og sleppa honum þannig að hann falli í loftinu, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik.

Sleppi leikmaðurinn bolta án þess að ætla að setja hann í leik hefur boltinn ekki verið látinn falla og er ekki í leik (sjá reglu 14.4).

Í sérhverri lausnarreglu er vísað til ákveðins lausnarsvæðis þar sem láta verður boltann falla og þar sem hann verður að stöðvast.

Við að taka lausn verður leikmaðurinn að sleppa boltanum úr hnéhæð þannig að boltinn:

 • Falli beint niður, án þess að leikmaðurinn kasti boltanum, snúi honum eða noti einhverja aðra hreyfingu sem gæti haft áhrif á hvar boltinn muni stöðvast, og
 • Snerti ekki líkama leikmannsins eða útbúnað hans áður en boltinn lendir á jörðinni (sjá reglu 14.3b).
Leggja aftur

Að leggja bolta með því að setja hann niður og sleppa honum, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik.

Setji leikmaðurinn boltann niður án þess að ætla boltanum að verða í leik hefur boltinn ekki verið lagður aftur og er ekki í leik (sjá reglu 14.4).

Þegar regla krefst þess að bolti sé lagður aftur ákvarðar reglan tiltekinn stað þar sem verður að leggja boltann aftur.

 

Túlkun Leggja aftur/1 – Ekki er hægt að leggja bolta aftur með kylfu

Til að bolti sé lagður aftur á réttan hátt verður að setja hann niður og sleppa honum. Þetta merkir að leikmaðurinn verður að nota hönd til að setja boltann aftur í leik á staðinn þaðan sem honum var lyft eða hann hreyfður.

Til dæmis, ef leikmaður lyftir bolta sínum af flötinni og leggur hann frá sér má leikmaðurinn ekki leggja boltann aftur með því að rúlla honum á réttan stað með kylfu. Geri hann það var boltinn ekki lagður aftur á réttan hátt og leikmaðurinn fær eitt högg í víti samkvæmt reglu 14.2b(2) (Hvernig leggja á bolta aftur) ef mistökin eru ekki leiðrétt áður en höggið er slegið.

Teigur

Svæðið þaðan sem leikmaðurinn verður að leika til að hefja leik á holunni sem hann er að leika.

Teigurinn er ferhyrnt svæði sem er tveggja kylfulengda djúpt og:

 • Að framan afmarkast svæðið af línunni á milli fremstu brúna tveggja teigmerkja, eins og þau eru staðsett af nefndinni.
 • Til hliðanna afmarkast svæðið af línum aftur frá ystu brúnum teigmerkjanna.

Teigurinn er eitt fimm skilgreindra svæða vallarins.

Öll önnur teigstæði á vellinum (hvort sem er á sömu holu eða á öðrum holum) eru hluti almenna svæðisins.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Almennt víti

Holutap í holukeppni eða tvö vítahögg í höggleik.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Kylfuberi

Sá sem aðstoðar leikmann á meðan umferð er leikin, þar á meðal á eftirfarandi hátt:

 • Heldur á, flytur eða sér um kylfur: Einstaklingur sem heldur á, flytur (svo sem á golfbíl eða golfkerru) eða annast um kylfur leikmanns á meðan á leik stendur er kylfuberi leikmannsins, jafnvel þótt hann sé ekki tilnefndur sem slíkur af leikmanninum, nema þegar kylfur leikmannsins, golfpoki eða golfbíll eru færð úr vegi einhvers eða sem tilfallandi aðstoð (svo sem að sækja kylfu sem leikmaðurinn gleymdi).
 • Ráðleggur: Kylfuberi leikmannsins er sá eini (annar en samherji eða kylfuberi samherja) sem leikmaðurinn má biðja um ráðleggingu.

Kylfuberi má einnig aðstoða leikmanninn á annan hátt eins og leyft er í reglunum (sjá reglu 10.3b).

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Sjá Verklag nefnda, hluta 1 (þar sem hlutverk nefndarinnar er útskýrt).

Fjarlægðarlausn

Aðferðin og vítið þegar leikmaður tekur lausn samkvæmt reglum 17, 18 eða 19 með því að leika bolta þaðan sem hann sló síðasta högg sitt (sjá reglu 14.6).

Hugtakið fjarlægðarlausn merkir að leikmaðurinn bæði:

 • Hlýtur eitt vítahögg, og
 • Tapar ávinningnum af vegalengdinni sem hann hefur nálgast holuna frá staðnum þar sem síðasta höggið var slegið.
Kylfuberi

Sá sem aðstoðar leikmann á meðan umferð er leikin, þar á meðal á eftirfarandi hátt:

 • Heldur á, flytur eða sér um kylfur: Einstaklingur sem heldur á, flytur (svo sem á golfbíl eða golfkerru) eða annast um kylfur leikmanns á meðan á leik stendur er kylfuberi leikmannsins, jafnvel þótt hann sé ekki tilnefndur sem slíkur af leikmanninum, nema þegar kylfur leikmannsins, golfpoki eða golfbíll eru færð úr vegi einhvers eða sem tilfallandi aðstoð (svo sem að sækja kylfu sem leikmaðurinn gleymdi).
 • Ráðleggur: Kylfuberi leikmannsins er sá eini (annar en samherji eða kylfuberi samherja) sem leikmaðurinn má biðja um ráðleggingu.

Kylfuberi má einnig aðstoða leikmanninn á annan hátt eins og leyft er í reglunum (sjá reglu 10.3b).

Almennt víti

Holutap í holukeppni eða tvö vítahögg í höggleik.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Völlur

Allt leiksvæðið innan marka sem sett eru af nefndinni:

 • Öll svæði innan jaðars vallarmarka eru innan vallar og hluti vallarins.
 • Öll svæði utan jaðars vallarmarka eru út af og ekki hluti vallarins.
 • Vallarmörk framlengjast bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.

Völlurinn samanstendur af fimm skilgreindum svæðum vallarins.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.