The R&A - Working for Golf
Leikhraðareglur
Verklag nefnda
Fara í hluta
K-1
K-2
K-3
K-4
K-5
Skoða fleira

Hluti 8J
Hluti 8L
8K
Leikhraðareglur

Eftirfarandi fyrirmyndir staðarreglna eru dæmi um hvernig nefndin getur ákveðið að takast á við leikhraðavandamál. Nefndin getur sett aðrar staðarreglur sem taka mið af fáanlegum aðföngum og því eru þessi dæmi ekki tæmandi.

Önnur dæmi um mögulegar leikhraðareglur má sjá á vefsíðunni RandA.org.

K-1
Hámarkstími til að leika alla umferðina eða hluta hennar

Tilgangur. Í keppnum þar sem fáir eða engir dómarar eru á vellinum getur verið æskilegt að setja einfalda staðarreglu þar sem nefndin setur tímamörk sem hún telur viðeigandi fyrir keppendur til að ljúka umferðinni og/eða tilteknum fjölda hola. Þessi tímamörk geta verið breytileg eftir fjölda í ráshópi og leikformi. Ef ráshópur fer fram yfir tímamörkin og er úr stöðu á vellinum geta allir leikmenn í ráshópnum fengið víti.

Fyrirmynd staðarreglu K-1

„Ef ráshópur lýkur umferðinni [eða tilgreinið fjölda hola] meira en einu rástímabili á eftir ráshópnum á undan og á meira en [tilgreinið tíma, til dæmis 3 klukkustundum og 45 mínútum] frá rástíma [eða tilgreinið eftir þörfum], fá allir leikmenn í ráshópnum eitt högg í víti [eða tilgreinið eftir þörfum].”

K-2
Leikhraðareglur fyrir hverja holu og hvert högg

Tilgangur. Í keppnum þar sem nægilegur fjöldi starfsmanna er á vellinum getur nefndin sett leikhraðareglur sem leyfa ákveðinn tíma til að ljúka hverri holu og ef leikmenn fara fram yfir þann tíma, hámarkstíma fyrir hvert högg.

Fyrirmynd staðarreglunnar hér á eftir er dæmi um leikhraðareglu fyrir höggleikskeppni þar sem hver leikmaður er tímamældur ef ráshópurinn er úr stöðu.

Aðra uppbyggingu víta sem nota má í leikhraðareglum má sjá í fyrirmynd staðarreglu K-5.

Úr stöðu

Ráshópur er úr stöðu þegar leiktími hans er yfir þeim tíma sem hefur verið úthlutað fyrir holurnar sem hafa verið leiknar og er ekki í stöðu gagnvart ráshópnum á undan. Þegar skilgreint er hvenær ráshópur er úr stöðu ættu leikhraðareglurnar að tilgreina hvenær ráshópur er úr stöðu með tilliti til ráshópsins á undan. Eftirfarandi eru nokkur dæmi:

 • Ráshópurinn er meira en sem nemur einu rástímabili á eftir ráshópnum á undan honum.
 • Par 4 eða par 5 hola er auð þegar ráshópurinn fer á teig þeirrar holu.

Tími til að slá högg

Þegar ráshópur er tímamældur verður hver leikmaður að slá högg sitt innan tilgreinds tíma. Nefndin getur sett þá kröfu að öll högg séu slegin innan sama tíma eða getur notað annað orðalag, samanber hér á eftir, sem leyfir viðbótartíma fyrir fyrsta leikmann til að slá frá tilteknum svæðum, svo sem af teignum eða á flötinni.

Fyrirmynd staðarreglu K-2

„Hámarks leyfilegur tími

Hámarks leyfilegur tími er hámarkstími sem nefndin telur nauðsynlegan fyrir ráshópa að ljúka umferðinni. Þessum tíma er lýst sem tíma fyrir hverja holu og uppsöfnuðum tíma og felur í sér allan tíma sem það tekur að leika, til dæmis vegna úrskurða og göngu á milli hola.

Hámarkstími sem úthlutað er til að ljúka 18 holum á [tilgreinið nafn vallar] er [tilgreinið hámarkstímann, til dæmis 4 klst. og 5 mínútur]. Eftirfarandi ferli á einungis við þegar ráshópur er „úr stöðu”.

Skilgreining á „úr stöðu“

Fyrsti ráshópur telst vera „úr stöðu“ ef samtals leiktími hans, einhvern tíma á meðan umferðin er leikin, er meiri en leyft er fyrir holurnar sem hann hefur leikið. Aðrir ráshópar á eftir teljast úr stöðu ef þeir eru [tilgreinið hvenær ráshópur er úr stöðu með tilliti til ráshópsins á undan (sjá dæmi hér að framan)] og hefur leikið lengur en leyft er fyrir holurnar sem hann hefur leikið.

Ferli þegar ráshópur er úr stöðu

 1. Dómarar munu fylgjast með leikhraða og ákveða hvort ráshópur sem er „úr stöðu“ skuli tímamældur. Metið verður hvort einhverjar nýlegar kringumstæður réttlæti töfina, svo sem tímafrekur úrskurður, týndur bolti, ósláanlegur bolti o.s.frv.
  Ef ákveðið er að tímamæla leikmennina geta allir leikmenn í ráshópnum átt von á að vera tímamældir. Dómari mun upplýsa leikmennina um að þeir séu „úr stöðu“ og að verið sé að tímamæla þá.
  Í sérstökum undantekningartilvikum kann að vera að einn eða tveir leikmenn af þremur séu tímamældir, í stað alls ráshópsins.
 2. Hámarkstími fyrir hvert högg er [tilgreinið hámarkið, til dæmis 40 sekúndur]. [Tíu sekúndur til viðbótar eru heimilaðar fyrir fyrsta leikmann til að leika: a) teighögg á par 3 holu, b) innáhögg á flöt og c) vipp eða pútt.] Tímamæling mun hefjast þegar leikmanninum hefur gefist nægur tími til að komast að bolta sínum, komið er að leikmanninum að leika og hann er fær um að leika án truflana. Tími til að ákvarða fjarlægðir og að velja kylfu er innifalinn í tímanum fyrir næsta högg. Á flötinni mun tímamæling hefjast þegar leikmaðurinn hefur fengið eðlilegan tíma til að lyfta bolta sínum, hreinsa hann og leggja hann aftur, lagfæra skemmdir sem trufla leiklínu hans og að fjarlægja lausung í leiklínunni. Tími við að skoða leiklínuna aftan við holuna og/eða aftan við boltann telst hluti tímans fyrir næsta högg. Hver tímamæling hefst þegar dómari ákveður að komið sé að leikmanni að leika og hann getur leikið án truflana. Tímamælingum lýkur þegar ráshópur er aftur í stöðu og leikmönnum verður tilkynnt um það.

Víti fyrir brot á staðarreglu:

 • Víti fyrir fyrsta brot: Eitt vítahögg.
 • Víti fyrir annað brot: Almennt víti sem beitt er til viðbótar víti fyrir fyrsta brot.
 • Víti fyrir þriðja brot: Frávísun.

Þar til leikmanni hefur verið tilkynnt að hann hafi fallið á tímamælingu telst hann ekki hafa brotið regluna aftur.

Ferli þegar ráshópur er aftur úr stöðu í sömu umferð

Ef ráshópur er „úr stöðu“ oftar en einu sinni í sömu umferð mun framangreint ferli eiga sér stað í hvert sinn. Fall á tímamælingu og beiting víta í sömu umferð heldur áfram þar til umferðinni lýkur. Leikmaður verður ekki víttur ef hann fellur aftur á tímamælingu áður en honum hefur verið tilkynnt um fyrra tilvikið.“

K-3
Leikhraðareglur fyrir hverja holu og hvert högg í Stableford keppnum

Tilgangur. Í Stableford keppnum getur nefndin breytt víti fyrir brot á fyrirmynd staðarreglu K-2 til að tryggja að vítið hafi áhrif á skor leikmannsins. Nefndin getur einnig bætt við munnlegri aðvörun fyrir fyrsta brot.

Fyrirmynd staðarreglu K-3

„Vítasetningu í fyrirmynd staðarreglu K-2 er breytt þannig:

Víti fyrir brot á staðarreglu:

 • Víti fyrir fyrsta brot: Dreginn er einn punktur frá heildarfjölda punkta í umferðinni.
 • Víti fyrir annað brot: Dregnir eru tveir punktar frá heildarfjölda punkta í umferðinni.
 • Víti fyrir þriðja brot: Frávísun.
K-4
Leikhraðareglur fyrir hverja holu og hvert högg í par/skolla keppnum

Tilgangur. Í par/skolla keppnum getur nefndin breytt víti fyrir brot á fyrirmynd staðarreglu K-2 til að tryggja að vítið hafi áhrif á skor leikmannsins. Nefndin getur einnig bætt við munnlegri aðvörun fyrir fyrsta brot.

Fyrirmynd staðarreglu K-4

„Vítasetningu í fyrirmynd staðarreglu K-2 er breytt þannig:

Víti fyrir brot á staðarreglu:

 • Víti fyrir fyrsta brot: Dregin er ein hola frá heildarfjölda hola í umferðinni.
 • Víti fyrir annað brot: Dregin er önnur hola frá heildarfjölda hola í umferðinni.
 • Víti fyrir þriðja brot: Frávísun.
K-5
Breytt vítaákvæði í leikhraðareglum

Tilgangur. Nefndin getur breytt vítum fyrir brot á leikhraðareglum þannig að refsing fyrir fyrsta brot á reglunum felist í munnlegri aðvörun dómara. Dæmið hér á eftir sýnir hvernig vítum er breytt í höggleikskeppni og vítum fyrir holukeppni, Stableford og par/skolla keppnir má breyta á samsvarandi hátt.

Fyrirmynd staðarreglu K-5

„Víti fyrir brot á staðarreglu:

 • Víti fyrir fyrsta brot: Munnleg aðvörun dómara.
 • Víti fyrir annað brot: Eitt vítahögg.
 • Víti fyrir þriðja brot: Almennt víti sem beitt er til viðbótar víti fyrir annað brot.
 • Víti fyrir fjórða brot: Frávísun.
Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Sjá Verklag nefnda, hluta 1 (þar sem hlutverk nefndarinnar er útskýrt).

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Dómari

Starfsmaður sem nefndin hefur tilnefnt til að úrskurða um staðreyndir og framfylgja reglunum.

Sjá Verklag nefnda, hluta 6C (þar sem hlutverk og vald dómara eru útskýrð).

Týndur

Staða bolta sem hefur ekki fundist innan þriggja mínútna frá því að leikmaðurinn eða kylfuberi hans (eða samherji leikmannsins eða kylfuberi samherjans) hófu leitað honum.

Ef leit hefst og er síðan stöðvuð tímabundið af gildum ástæðum (til dæmis þegar leikmaður stöðvar leit þegar leik er frestað eða þarf að víkja til hliðar til að annar leikmaður geti leikið) eða þegar leikmaðurinn hefur fyrir slysni talið sig þekkja rangan bolta:

 • Er tíminn frá því truflunin varð og þar til leit hefst að nýju ekki talinn með, og
 • Heimill leitartími er samtals þrjár mínútur, þar með talið tíminn áður en truflunin varð og eftir að leit hefst að nýju.

 

Túlkun Týndur/1 – Ekki er hægt að lýsa bolta týndan

Leikmaður getur ekki lýst því yfir að bolti hans sé týndur. Bolti er því aðeins týndur að hann hafi ekki fundist innan þriggja mínútna frá því leikmaðurinn, kylfuberi hans eða samherji hófu leit að boltanum.

Til dæmis leitar leikmaður að bolta sínum í tvær mínútur, lýsir hann týndan og gengur til baka til að leika öðrum bolta. Áður en leikmaðurinn setur annan bolta í leik finnst upphaflegi boltinn innan þriggja mínútna leitartímans. Þar sem leikmaðurinn getur ekki lýst bolta sinn týndan er upphaflegi boltinn enn í leik.

Túlkun Týndur/2 – Leikmaður má ekki bíða með leit til að hagnast á því

Þriggja mínútna leitartíminn að bolta hefst þegar leikmaðurinn eða kylfuberi hans (eða samherji leikmannsins eða kylfuberi samherjans) hefja leit að boltanum. Leikmaðurinn má ekki bíða með að hefja leit til að hagnast á því með því að fleira fólk komi til að leita með honum.

Til dæmis ef leikmaður gengur í átt að bolta sínum og áhorfendur eru þegar byrjaðir að leita að boltanum má leikmaðurinn ekki vísvitandi bíða með að fara á svæðið þannig að þriggja mínútna leitartíminn hefjist ekki. Undir slíkum kringumstæðum hefst leitartíminn þegar leikmaðurinn hefði verið í aðstöðu til að leita, hefði hann ekki beðið með að fara á svæðið.

Túlkun Týndur/3 – Leitartíminn heldur áfram þótt leikmaðurinn fari til baka til að leika varabolta

Ef leikmaðurinn hefur byrjað leit að bolta sínum og fer til baka þaðan sem hann sló síðasta högg til að leika varabolta heldur þriggja mínútna leitartíminn áfram að líða hvort sem einhver heldur leit áfram eða ekki.

Túlkun Týndur/4 – Leitartími þegar leitað er að tveimur boltum

Þegar leikmaður hefur leikið tveimur boltum (til dæmi boltanum sem er í leik og varabolta) og leitar að báðum, ræðst það hvort leikmanninum hafi tvo aðskilda þriggja mínútna leitartíma af því hversu nærri boltarnir eru hvor öðrum.

Ef boltarnir eru á sama svæði þannig að hægt er að leita að þeim báðum á sama tíma hefur leikmaðurinn aðeins þrjár mínútur til að leita að báðum boltunum. Hins vegar, ef boltarnir eru á ólíkum svæðum (til dæmis sitt hvoru megin við brautina) hefur leikmaðurinn þrjár mínútur til að leita að hvorum bolta.

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til þess að hitta boltann.

Þó hefur högg ekki verið slegið ef leikmaðurinn:

 • Ákveður í framsveiflunni að hitta ekki boltann og nær að koma í veg fyrir það með því að stöðva kylfuhausinn vísvitandi áður en hann nær að boltanum, eða, nái leikmaðurinn ekki að stöðva kylfuhausinn, með því að sveigja kylfuhausinn vísvitandi frá boltanum.
 • Hittir boltann af slysni í æfingasveiflu eða við undirbúning fyrir höggið.

Hugtakið „að leika boltanum“ í reglunum hefur sömu merkingu og að slá högg.

Skori leikmannsins á holu eða í umferð er lýst sem fjölda „högga“ eða „leikin högg“, sem merkir bæði högg sem leikmaðurinn slær og öll vítahögg sem hann kann að hafa fengið (sjá reglu 3.1c).

 

Túlkun Högg/1 - Að ákvarða hvort högg var slegið

Ef leikmaður byrjar framsveifluna með kylfu í þeim tilgangi að hitta boltann telst það högg, jafnvel þegar:

 • Kylfuhausinn er sveigður úr leið eða stöðvaður af utanaðkomandi áhrifum (svo sem trjágrein), hvort sem kylfuhausinn lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni og leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu, hvort sem skaftið lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni, leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu og kylfuhausinn fellur niður og lendir á boltanum.

Athafnir leikmannsins teljast ekki högg í eftirfarandi tilvikum:

 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni. Leikmaðurinn stöðvar framsveifluna áður en hann kemur að boltanum en kylfuhausinn fellur niður, lendir á boltanum og hreyfir hann.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í aftursveiflunni. Leikmaðurinn lýkur framsveiflunni með skaftinu en hittir ekki boltann.
 • Bolti er fastur í trjágrein hærra en hægt er að ná með kylfu. Ef leikmaðurinn veldur því að boltinn hreyfist með því að slá í grein neðar í trénu í stað boltans á regla 9.4 (Bolta lyft eða hann hreyfður af leikmanni) við.
Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til þess að hitta boltann.

Þó hefur högg ekki verið slegið ef leikmaðurinn:

 • Ákveður í framsveiflunni að hitta ekki boltann og nær að koma í veg fyrir það með því að stöðva kylfuhausinn vísvitandi áður en hann nær að boltanum, eða, nái leikmaðurinn ekki að stöðva kylfuhausinn, með því að sveigja kylfuhausinn vísvitandi frá boltanum.
 • Hittir boltann af slysni í æfingasveiflu eða við undirbúning fyrir höggið.

Hugtakið „að leika boltanum“ í reglunum hefur sömu merkingu og að slá högg.

Skori leikmannsins á holu eða í umferð er lýst sem fjölda „högga“ eða „leikin högg“, sem merkir bæði högg sem leikmaðurinn slær og öll vítahögg sem hann kann að hafa fengið (sjá reglu 3.1c).

 

Túlkun Högg/1 - Að ákvarða hvort högg var slegið

Ef leikmaður byrjar framsveifluna með kylfu í þeim tilgangi að hitta boltann telst það högg, jafnvel þegar:

 • Kylfuhausinn er sveigður úr leið eða stöðvaður af utanaðkomandi áhrifum (svo sem trjágrein), hvort sem kylfuhausinn lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni og leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu, hvort sem skaftið lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni, leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu og kylfuhausinn fellur niður og lendir á boltanum.

Athafnir leikmannsins teljast ekki högg í eftirfarandi tilvikum:

 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni. Leikmaðurinn stöðvar framsveifluna áður en hann kemur að boltanum en kylfuhausinn fellur niður, lendir á boltanum og hreyfir hann.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í aftursveiflunni. Leikmaðurinn lýkur framsveiflunni með skaftinu en hittir ekki boltann.
 • Bolti er fastur í trjágrein hærra en hægt er að ná með kylfu. Ef leikmaðurinn veldur því að boltinn hreyfist með því að slá í grein neðar í trénu í stað boltans á regla 9.4 (Bolta lyft eða hann hreyfður af leikmanni) við.
Flöt

Svæði á holunni sem leikmaður er að leika, sem:

 • Er sérstaklega útbúið fyrir pútt, eða
 • Nefndin hefur skilgreint sem flöt (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).

Holan sem leikmaðurinn reynir að leika boltanum í er á flötinni. Flötin er eitt fimm skilgreindra svæða vallarins. Flatir annarra hola (sem leikmaðurinn er ekki að leika á sama tíma) eru rangar flatir og hluti almenna svæðisins.

Jaðar flatar ákvarðast af því hvar hægt er að sjá að svæðið sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt hefst (svo sem þar sem gras hefur greinilega verið slegið til að sýna mörkin), nema nefndin skilgreini jaðarinn á annan hátt (svo sem með línum eða punktum).

Ef tvöföld flöt er notuð fyrir tvær ólíkar holur:

 • Er litið á allt tilbúna svæðið með báðum holunum sem flöt þegar hvor hola um sig er leikin.

Þó getur nefndin skilgreint mörk sem skipta tvöföldu flötinni í tvær aðskildar flatir, þannig að þegar leikmaður leikur aðra holuna er sá hluti tvöföldu flatarinnar sem tilheyrir hinni holunni röng flöt.

Leggja aftur

Að leggja bolta með því að setja hann niður og sleppa honum, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik.

Setji leikmaðurinn boltann niður án þess að ætla boltanum að verða í leik hefur boltinn ekki verið lagður aftur og er ekki í leik (sjá reglu 14.4).

Þegar regla krefst þess að bolti sé lagður aftur ákvarðar reglan tiltekinn stað þar sem verður að leggja boltann aftur.

 

Túlkun Leggja aftur/1 – Ekki er hægt að leggja bolta aftur með kylfu

Til að bolti sé lagður aftur á réttan hátt verður að setja hann niður og sleppa honum. Þetta merkir að leikmaðurinn verður að nota hönd til að setja boltann aftur í leik á staðinn þaðan sem honum var lyft eða hann hreyfður.

Til dæmis, ef leikmaður lyftir bolta sínum af flötinni og leggur hann frá sér má leikmaðurinn ekki leggja boltann aftur með því að rúlla honum á réttan stað með kylfu. Geri hann það var boltinn ekki lagður aftur á réttan hátt og leikmaðurinn fær eitt högg í víti samkvæmt reglu 14.2b(2) (Hvernig leggja á bolta aftur) ef mistökin eru ekki leiðrétt áður en höggið er slegið.

Leiklína

Línan sem leikmaðurinn ætlar bolta sínum að fara eftir högg, þar á meðal svæðið við þá línu sem afmarkast af eðlilegri fjarlægð frá jörðu og beggja megin viðlínuna.

Leiklínan er ekki endilega bein lína á milli tveggja staða (til dæmis getur línan verið sveigð, í samræmi við hvernig leikmaðurinn ætlar bolta sínum að fara).

Lausung

Allir lausir náttúrulegir hlutir, svo sem:

 • Steinar, laust gras, lauf, greinar og stönglar,
 • Dauð dýr og dýraúrgangur,
 • Ormar, skordýr og svipuð dýr sem auðvelt er að fjarlægja og hraukar eða vefir sem þau mynda (svo sem hraukar eftir orma og mauraþúfur), og
 • Kekkir af þjöppuðum jarðvegi (þar á meðal götunartappar).

Slíkir náttúrulegir hlutir teljast ekki lausir ef þeir:

 • Eru fastir eða vaxa,
 • Eru jarðfastir (þ.e. ekki er auðvelt að lyfta þeim), eða
 • Loða við boltann.

Sértilvik:

 • Sandur og laus jarðvegur eru ekki lausung.
 • Dögg, hrím og vatn eru ekki lausung.
 • Snjór og náttúrulegur ís (annar en hrím) eru annaðhvort lausung eða, þegar það er á jörðinni, tímabundið vatn, að vali leikmannsins.
 • Köngulóarvefir eru lausung, jafnvel þótt þeir loði við aðra hluti.

 

Túlkun Lausung/1 – Staða ávaxtar

Ávöxtur sem er ekki lengur áfastur trénu eða runnanum er lausung, jafnvel þótt ávöxturinn komi af tré eða runna sem ekki finnst á vellinum.

Til dæmis er hálfétinn ávöxtur eða niðurskorinn ávöxtur og hýði sem hefur verið fjarlægt af ávexti lausung. Þegar slíkt er borið af leikmanninum er það þó útbúnaður leikmannsins.

Túlkun Lausung/2 – Þegar lausung verður að hindrun

Hægt er að umbreyta lausung í hindrun með smíði eða framleiðslu.

Til dæmis er trjábolur (lausung), fyrir tilstilli framleiðslu, orðinn að bekk (hindrun) þegar hann hefur verið klofinn og fætur festir við hann, í framleiðslu.

Túlkun Lausung/3 - Staða munnvatns

Leikmaðurinn hefur val um hvort hann lítur á munnvatn sem tímabundið vatn eða lausung.

Túlkun Lausung/4 – Lausung notuð í yfirborð vegar

Möl er lausung og leikmaður má fjarlægja lausung samkvæmt reglu 15.1a. Þessi réttur leikmannsins er óbreyttur þótt vegur verði manngerður þegar hann er þakinn möl og þar með óhreyfanleg hindrun. Sama gildir um vegi og stíga sem þaktir eru steinum, muldum skeljum, trjáflísum eða öðru slíku.

Í þessum tilvikum má leikmaðurinn:

 • Leika boltanum þar sem hann liggur á hindruninni og fjarlægja möl (lausung) frá veginum (regla 15.1a).
 • Taka vítalausa lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum (óhreyfanlegri hindrun) (regla 16.1b).

Leikmaðurinn má einnig fjarlægja sumt af mölinni af veginum til að skoða þann kost að leika boltanum þar sem hann liggur, áður en leikmaðurinn ákveður hvort hann vilji taka vítalausa lausn.

Túlkun Lausung/5 – Lifandi skordýr loða aldrei við boltann

Þótt líta megi svo á að dauð skordýr loði við bolta er aldrei litið svo á að lifandi skordýr loði við bolta, hvort sem þau eru kyrr eða á hreyfingu. Því eru lifandi skordýr á bolta lausung.

Leiklína

Línan sem leikmaðurinn ætlar bolta sínum að fara eftir högg, þar á meðal svæðið við þá línu sem afmarkast af eðlilegri fjarlægð frá jörðu og beggja megin viðlínuna.

Leiklínan er ekki endilega bein lína á milli tveggja staða (til dæmis getur línan verið sveigð, í samræmi við hvernig leikmaðurinn ætlar bolta sínum að fara).

Leiklína

Línan sem leikmaðurinn ætlar bolta sínum að fara eftir högg, þar á meðal svæðið við þá línu sem afmarkast af eðlilegri fjarlægð frá jörðu og beggja megin viðlínuna.

Leiklínan er ekki endilega bein lína á milli tveggja staða (til dæmis getur línan verið sveigð, í samræmi við hvernig leikmaðurinn ætlar bolta sínum að fara).

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til þess að hitta boltann.

Þó hefur högg ekki verið slegið ef leikmaðurinn:

 • Ákveður í framsveiflunni að hitta ekki boltann og nær að koma í veg fyrir það með því að stöðva kylfuhausinn vísvitandi áður en hann nær að boltanum, eða, nái leikmaðurinn ekki að stöðva kylfuhausinn, með því að sveigja kylfuhausinn vísvitandi frá boltanum.
 • Hittir boltann af slysni í æfingasveiflu eða við undirbúning fyrir höggið.

Hugtakið „að leika boltanum“ í reglunum hefur sömu merkingu og að slá högg.

Skori leikmannsins á holu eða í umferð er lýst sem fjölda „högga“ eða „leikin högg“, sem merkir bæði högg sem leikmaðurinn slær og öll vítahögg sem hann kann að hafa fengið (sjá reglu 3.1c).

 

Túlkun Högg/1 - Að ákvarða hvort högg var slegið

Ef leikmaður byrjar framsveifluna með kylfu í þeim tilgangi að hitta boltann telst það högg, jafnvel þegar:

 • Kylfuhausinn er sveigður úr leið eða stöðvaður af utanaðkomandi áhrifum (svo sem trjágrein), hvort sem kylfuhausinn lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni og leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu, hvort sem skaftið lendir í boltanum eða ekki.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni, leikmaðurinn heldur framsveiflunni áfram með skaftinu og kylfuhausinn fellur niður og lendir á boltanum.

Athafnir leikmannsins teljast ekki högg í eftirfarandi tilvikum:

 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í framsveiflunni. Leikmaðurinn stöðvar framsveifluna áður en hann kemur að boltanum en kylfuhausinn fellur niður, lendir á boltanum og hreyfir hann.
 • Kylfuhausinn losnar af skaftinu í aftursveiflunni. Leikmaðurinn lýkur framsveiflunni með skaftinu en hittir ekki boltann.
 • Bolti er fastur í trjágrein hærra en hægt er að ná með kylfu. Ef leikmaðurinn veldur því að boltinn hreyfist með því að slá í grein neðar í trénu í stað boltans á regla 9.4 (Bolta lyft eða hann hreyfður af leikmanni) við.
Dómari

Starfsmaður sem nefndin hefur tilnefnt til að úrskurða um staðreyndir og framfylgja reglunum.

Sjá Verklag nefnda, hluta 6C (þar sem hlutverk og vald dómara eru útskýrð).

Almennt víti

Holutap í holukeppni eða tvö vítahögg í höggleik.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Dómari

Starfsmaður sem nefndin hefur tilnefnt til að úrskurða um staðreyndir og framfylgja reglunum.

Sjá Verklag nefnda, hluta 6C (þar sem hlutverk og vald dómara eru útskýrð).

Almennt víti

Holutap í holukeppni eða tvö vítahögg í höggleik.