The R&A - Working for Golf
Óheimilaðar staðarreglur
Verklag nefnda
Skoða fleira

Hluti 8K
Hluti 9
8L
Óheimilaðar staðarreglur

Þótt nefndin hafi umtalsverðar heimildir samkvæmt golfreglunum til að aðlaga staðarreglur aðstæðum á tilteknum velli eða í tiltekinni keppni ættu allar staðarreglur sem nefndin setur að vera í samræmi við þá stefnu sem sett er í hluta 8, Fyrirmyndir staðarreglna.

Samkvæmt reglu 1.3c(3) hefur nefndin ekki leyfi til að beita vítum á annan hátt en kveðið er á um í golfreglunum. Því væri óviðeigandi ef nefndin setti óheimila staðarreglu sem felldi niður víti eða breytti víti. Til dæmis getur nefndin ekki breytt vítinu fyrir notkun óleyfilegra kylfa úr frávísun í almenna vítið, eða breytt almenna vítinu fyrir að leggja ekki bolta aftur í eins höggs víti. Nefndin má heldur ekki beita vítum þegar golfreglurnar kveða ekki á um víti, til dæmis með því að víta leikmann sem leggur ekki saman skor sitt á skorkorti í höggleik.

Auk þessa mega nefndir ekki setja staðarreglur sem ganga lengra en heimilaðar staðarreglur, á þann hátt að þær brjóti í bága við grunnhugmyndir golfreglnanna. Til dæmis myndi það vera andstætt grunnhugsun reglu 1.1 að heimila leikmönnum að nýta bætta legu á öllu almenna svæðinu eða að veita vítalausa lausn frá torfuförum á brautum.

Þegar leikmaður leikur umferð til forgjafar er grunnreglan sú að hann þarf að leika samkvæmt golfreglunum. Ef nefndin heimilar leikmönnum að leika samkvæmt staðarreglum sem ganga umtalsvert gegn golfreglunum kann leikmanninum að vera óheimilt að skrá skorið til forgjafar. Varðandi leyfileg frávik frá þessu, sjá reglur eða leiðbeiningar forgjafarkerfisins.

Ef nefndin telur þörf á staðarreglu sem ekki fellur undir grundvallaratriðin í hluta 8, vegna staðbundinna óeðlilegra aðstæðna sem gætu komið í veg fyrir eðlilegan leik, ætti hún að:

  • Kanna vefsíðuna RandA.org og athuga hvort þar séu viðbótarstaðarreglur sem ná yfir aðstæðurnar, eða
  • Hafa beint samráð við R&A.