The R&A - Working for Golf
Önnur leikform
Verklag nefnda
Fara í hluta
A
B
C
D
Skoða fleira

Hluti 8L
9
Önnur leikform
Algengustu formum holukeppni, höggleiks og liða- og sveitakeppna er lýst í reglum 1-24. Í þessum hluta er fjallað um nokkur önnur afbrigði golfleiks. Ítarlegri lýsingu á þeim frávikum sem eru nauðsynleg á reglum 1-24 vegna þessara leikforma má finna á vefsíðunni RandA.org.
A
Breytt Stableford

Breytt Stableford er leikform sem gefur fleiri punkta fyrir góðan leik en dregur einnig frá punkta fyrir slæman leik. Til dæmis fást fjórir punktar fyrir fugl, tveir fyrir par og mínus einn fyrir skolla.

B
Greensomes

Greensomes er afbrigði fjórmennings þar sem báðir samherjarnir leika af teignum og annað teighöggið er síðan valið. Samherjinn sem átti ekki teighöggið sem var valið slær síðan næsta högg og að því loknu eru högg slegin til skiptis þar til boltinn er í holu. Til dæmis, ef teighögg leikmanns A er valið á fyrstu holu slær leikmaður B næsta högg, síðan leikmaður A og svo framvegis þar til boltinn er í holu. Báðir leikmennirnir slá svo af næsta teig og ferlið er endurtekið.

Önnur afbrigði Greensomes eru til dæmis:

  • Pinehurst fjórmenningur þar sem báðir leikmenn slá af teig og síðan skipta þeir á boltum, þ.e. leikmaður A leikur bolta leikmanns B og leikmaður B leikur bolta leikmanns A. Eftir annað högg hjá báðum velja þeir síðan hvorn boltann þeir vilja halda áfram með og slá þann bolta til skiptis þar til boltinn er í holu.
  • Kínverskt eða St. Andrews Greensomes þar sem leikmennirnir ákveða, áður en þeir hefja fyrstu holu umferðarinnar, hvor leikmaðurinn muni slá annað höggið á öllum oddatöluholunum og hinn leikmaðurinn slær annað höggið á öllum holum með jöfnum tölum. Þetta val er óháð því hvort teighöggið er notað á þeirri holu. Áframhaldandi högg eru svo slegin til skiptis.
C
Scramble

Scramble er leikið í tveggja, þriggja eða fjögurra manna sveitum. Allir leikmenn slá af teig á hverri holu, eitt teighögganna er valið og allir leikmennirnir slá sitt annað högg þaðan. Eitt högganna er svo valið og allir leikmennirnir slá sitt þriðja högg þaðan. Þannig heldur það áfram þar til boltinn er í holu.

Mörg afbrigði eru til af þessu grunnfyrirkomulagi. Þar á meðal:

  • Texas Scramble er fjögurra manna keppni og venjulega er þess krafist að ákveðinn fjöldi teighögga sé notaður frá hverjum liðsmanni í umferðinni. Sum afbrigði Texas Scramble krefjast þess að leikmaður slái öll högg að eigin bolta á hverri par 3 holu.
  • Florida Scramble, þar sem leikmaðurinn sem á höggið sem er valið slær ekki næsta högg.
  • Eins manns Scramble, þar sem hver leikmaður slær tvö högg, annar boltinn er valinn, tvö högg eru slegin þaðan, annar boltinn valinn aftur og svo framvegis þar til boltinn er í holu.
D
Bestu tvö skor af fjórum gilda

Þetta er fjögurra manna sveitakeppni þar sem skor tveggja úr liðinu gilda sem skor liðsins á hverri holu.