Tilgangur: Regla 1 lýsir eftirfarandi undirstöðuatriðum leiksins:
Þú leikur golf með því að slá bolta þinn með kylfu. Þú hefur leik á hverri holu frá teignum og lýkur leik þegar bolti þinn fer í holuna á flötinni.
Að öllu jöfnu ættirðu að leika völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum eins og hann liggur.
Ætlast er til að allir leikmenn leiki í anda leiksins, með því að:
Þú ættir að athuga hvort nefndin hefur sett hegðunarreglur, því þú gætir fengið víti ef þú fylgir þeim ekki.
Ætlast er til að þú vitir hvenær þú hefur brotið reglurnar og að þú sért heiðarlegur við að beita sjálfan þig vítum.
Þú getur óskað eftir aðstoð dómara eða nefndarinnar vegna reglnanna, en ef aðstoð er ekki fáanleg innan hæfilegs tíma verður þú að halda leik áfram og bera málið upp síðar.
Stundum þarftu að áætla hluti, svo sem staðinn þar sem þú átt að leggja bolta þinn aftur, staðinn þar sem bolti þinn skar mörk vítasvæðis, eða þegar þú tekur lausn samkvæmt reglunum. Ætlast er til að þú takir tillit til allra fáanlegra upplýsinga við þetta og metir þær á skynsaman hátt.
Þú færð víti ef athafnir þínar, kylfubera þíns eða einhvers sem aðhefst með þínu leyfi eða þinni vitneskju, fela í sér reglubrot.
Vítum er ætlað að eyða öllum hugsanlegum ávinningi. Stig víta eru í aðalatriðum þrjú:
Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um víti, þar á meðal hvernig vítum er beitt þegar endurtekin reglubrot eiga sér stað.
Svæðið þaðan sem þú verður að leika til að hefja leik á holunni sem þú ert að leika. Teigurinn er ferhyrnt svæði sem er tveggja kylfulengda djúpt og:
Þegar bolti þinn er kyrrstæður í holunni eftir högg þitt og allur boltinn er neðan yfirborðs flatarinnar. Þegar reglurnar vísa til þess holu hafi verið lokið er átt við að boltinn sé í holu.
Í því sérstaka tilviki að bolti hvílir upp við flaggstöngina í holunni, sjá reglu 13.2c (litið er svo á að boltinn sé í holu ef einhver hluti boltans er neðan yfirborðs flatarinnar).
Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).
Allt leiksvæðið innan jaðars vallarmarka sem sett eru af nefndinni. Jaðar vallarmarkanna framlengist bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.
Allt leiksvæðið innan jaðars vallarmarka sem sett eru af nefndinni. Jaðar vallarmarkanna framlengist bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.
Sérgert svæði úr sandi, sem oft er lægð þaðan sem torf eða jarðvegur hefur verið fjarlægður. Eftirfarandi er ekki hluti glompu:
Allt leiksvæðið innan jaðars vallarmarka sem sett eru af nefndinni. Jaðar vallarmarkanna framlengist bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.
Starfsmaður sem nefndin hefur tilnefnt til að úrskurða um staðreyndir og framfylgja reglunum.
Svæði þar sem lausn er heimil gegn einu vítahöggi ef bolti þinn stöðvast þar
Tegundir vítasvæða eru tvær, aðgreindar með litnum sem notaður er til að merkja þau:
Ef litur vítasvæðis hefur ekki verið merktur eða tilgreindur af nefndinni er litið á svæðið sem rautt vítasvæði.
Jaðar vítasvæðis framlengist upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.
Jaðar vítasvæðis ætti að skilgreina með stikum eða línum.
Sá sem aðstoðar þig á meðan þú leikur umferð, með því að halda á, flytja eða sjá um kylfur þínar og/eða gefur þér ráð. Kylfuberi má einnig aðstoða þig á annan hátt eins og leyft er í reglunum (sjá reglu 10.3b).
Leikform þar sem þú eða lið þitt leikur beint gegn mótherja eða liði í leik sem samanstendur af einni eða fleiri umferðum.
Leikform þar sem þú eða lið þitt leikur beint gegn mótherja eða liði í leik sem samanstendur af einni eða fleiri umferðum.
Leikform þar sem þú eða lið þitt leikur beint gegn mótherja eða liði í leik sem samanstendur af einni eða fleiri umferðum.