The R&A - Working for Golf
Bolti á hreyfingu hittir af slysni einstakling, dýr eða hlut. Vísvitandi athafnir til að hafa áhrif á bolta á hreyfingu
Leikmannaútgáfan
Sjá golfreglurnar
Fara í hluta
11.1
a
b
11.2
11.3
Skoða fleira

Regla 10
Regla 12

Tilgangur: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti þinn er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. Þegar þetta gerist óvart er það vítalaust og þú þarft oftast að sætta sig við afleiðingarnar, hvort sem þær eru hagstæðar þér eða ekki, og leika boltanum þar sem hann stöðvast. Samkvæmt reglunni máttu heldur ekki aðhafast neitt vísvitandi til að hafa áhrif á hvar bolti sem er á hreyfingu kunni að stöðvast.

11
Bolti á hreyfingu hittir af slysni einstakling, dýr eða hlut. Vísvitandi athafnir til að hafa áhrif á bolta á hreyfingu

Þessi regla á alltaf við þegar bolti þinn í leik er á hreyfingu (hvort sem er eftir högg eða af öðrum orsökum), nema þegar bolti þinn hefur verið látinn falla innan lausnarsvæðis og hefur enn ekki stöðvast. Fjallað er um þær kringumstæður í reglu 14.3.

11.1
Bolti þinn á hreyfingu hittir af slysni einstakling eða utanaðkomandi áhrif
a
Vítalaust fyrir alla leikmenn

Ef bolti þinn er á hreyfingu og hittir af slysni einhvern einstakling eða utanaðkomandi áhrif, þig þar á meðal, aðra leikmenn, kylfubera þeirra eða útbúnað er það vítalaust fyrir alla leikmenn.

Undantekning – Bolta leikið á flötinni í höggleik: Ef bolti þinn er á hreyfingu og hittir kyrrstæðan bolta á flötinni og báðir boltarnir voru á flötinni fyrir höggið færðu almenna vítið (tvö vítahögg).

b
Leika verður boltanum þar sem hann liggur

Ef bolti þinn er á hreyfingu og hittir af slysni einhvern einstakling eða utanaðkomandi áhrif verður að leika boltanum þar sem hann liggur, nema í tveimur tilvikum:

Undantekning 1 – Þegar bolti þinn, sem leikið var annars staðar en af flötinni, stöðvast á einstaklingi, dýri eða utanaðkomandi áhrifum á hreyfingu.

Undantekning 2 – Þegar bolti þinn, sem leikið var af flötinni, hittir af slysni einstakling, dýr eða hreyfanlega hindrun (þar á meðal annan bolta á hreyfingu) á flötinni.

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um þessar tvær undantekningar.

Víti fyrir að leika bolta sem ranglega hefur verið skipt um eða að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 11.1: Almennt víti.

11.2
Bolti á hreyfingu vísvitandi sveigður úr leið eða stöðvaður af einstaklingi

Ef bolti á hreyfingu hefur verið vísvitandi sveigður úr leið eða stöðvaður af leikmanni eða ef boltinn lendir í útbúnaði sem hefur vísvitandi verið settur á tiltekinn stað er oftast um víti að ræða og ekki má leika boltanum þar sem hann liggur.

Sjá aðalreglurnar Upplýsingar um hvaðan eigi að leika bolta sem hefur verið vísvitandi stöðvaður eða sveigður úr leið og hvort víti eigi við.

11.3
Að færa hluti vísvitandi eða breyta aðstæðum vísvitandi til að hafa áhrif á bolta á hreyfingu

Á meðan bolti er á hreyfingu máttu ekki breyta áþreifanlegum aðstæðum eða lyfta eða hreyfa lausung eða hreyfanlega hindrun, í þeim tilgangi að hafa vísvitandi áhrif á hvar boltinn kunni að stöðvast.

Undantekning: Þú mátt færa flaggstöng sem hefur verið fjarlægð úr holunni, kyrrstæðan bolta á flötinni eða eitthvað annað sem tilheyrir útbúnaði leikmanns (annað en kyrrstæðan bolta utan flatarinnar eða boltamerki hvar sem er á vellinum).

Víti fyrir brot á reglu 11.3: Almennt víti.

Í leik

Staða bolta þíns þegar boltinn liggur á vellinum og er í notkun við leik á holu.

Bolti þinn verður fyrst í leik á holu:

 • Þegar þú slærð högg að boltanum innan teigsins, eða
 • Í holukeppni, þegar þú slærð högg að boltanum utan teigsins og mótherji þinn afturkallar ekki höggið samkvæmt reglu 6.1b.

Boltinn er áfram í leik þar til hann er í holu, nema að hann er ekki lengur í leik:

 • Þegar honum hefur verið lyft á vellinum,
 • Þegar hann er týndur (jafnvel þótt hann liggi á vellinum) eða stöðvast út af, eða
 • Þegar honum hefur verið skipt út með öðrum bolta, jafnvel þótt það sé ekki leyfilegt samkvæmt reglunum.

Bolti sem er ekki í leik er rangur bolti.

Þegar boltamerki hefur verið lagt niður til að merkja staðsetningu bolta þíns í leik:

 • Ef boltanum hefur ekki verið lyft er hann enn í leik, og
 • Ef boltanum hefur verið lyft og hann lagður aftur á sama stað er hann í leik, jafnvel þótt boltamerkið hafi ekki verið fjarlægt.
Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.

Falla

Að halda á bolta og sleppa honum þannig að hann falli í loftinu, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik. Í sérhverri lausnarreglu er vísað til ákveðins lausnarsvæðis þar sem þú verður að láta boltann falla og þar sem hann verður að stöðvast.

Við að taka lausn verður leikmaðurinn að sleppa boltanum úr hnéhæð þannig að boltinn:

 • Falli beint niður, án þess að leikmaðurinn kasti boltanum, snúi honum eða noti einhverja aðra hreyfingu sem gæti haft áhrif á hvar boltinn muni stöðvast, og
 • Snerti ekki líkama þinn eða útbúnað áður en boltinn lendir á jörðinni (sjá reglu 14.3b).
Lausnarsvæði

Svæðið þar sem þú verður að láta bolta falla þegar þú tekur lausn samkvæmt reglu. Í hverri lausnarreglu er ætlast til að þú notir tiltekið lausnarsvæði, en stærð þess og staðsetning ræðst af þrennu:

 • Viðmiðunarstaður: Staðurinn þaðan sem stærð lausnarsvæðisins er mæld.
 • Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstaðnum: Lausnarsvæðið nær annaðhvort eina eða tvær kylfulengdir frá viðmiðunarstaðnum, þó með ákveðnum takmörkunum:
 • Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins: Staðsetning lausnarsvæðisins kann að vera takmörkuð á ýmsan hátt, til dæmis:
  • Það sé eingöngu innan tiltekins skilgreinds svæðis vallarins, svo sem aðeins á almenna svæðinu, eða ekki í glompu eða á vítasvæði,
  • Það sé ekki nær holunni en viðmiðunarstaðurinn eða það verði að vera utan vítasvæðis eða glompu þaðan sem þú ert að taka lausn, eða
  • Engin truflun (eins og hún er skilgreind í viðkomandi reglu) sé frá aðstæðunum sem þú ert að taka lausn frá.
Utanaðkomandi áhrif

Allir eftirtaldir einstaklingar eða hlutir sem geta haft áhrif á bolta þinn, útbúnað eða völlinn:

 • Sérhver einstaklingur (þar á meðal annar leikmaður), nema þú, kylfuberi þinn, samherji þinn, mótherji þinn og kylfuberar þeirra,
 • Sérhvert dýr, og
 • Sérhver náttúrulegur eða manngerður hlutur eða hvað annað sem er (þar á meðal annar bolti á hreyfingu), nema náttúruöflin.
Kylfuberi

Sá sem aðstoðar þig á meðan þú leikur umferð, með því að halda á, flytja eða sjá um kylfur þínar og/eða gefur þér ráð. Kylfuberi má einnig aðstoða þig á annan hátt eins og leyft er í reglunum (sjá reglu 10.3b).

Útbúnaður

Allt sem þú eða kylfuberi þinn notar, klæðist, heldur á eða ber. Hlutir sem eru notaðir til að halda vellinum snyrtilegum, svo sem hrífur, eru aðeins útbúnaður á meðan þú eða kylfuberi þinn heldur á þeim eða ber þá.

Flöt

Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).

Flöt

Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.

Almennt víti

Holutap í holukeppni eða tvö vítahögg í höggleik.

Utanaðkomandi áhrif

Allir eftirtaldir einstaklingar eða hlutir sem geta haft áhrif á bolta þinn, útbúnað eða völlinn:

 • Sérhver einstaklingur (þar á meðal annar leikmaður), nema þú, kylfuberi þinn, samherji þinn, mótherji þinn og kylfuberar þeirra,
 • Sérhvert dýr, og
 • Sérhver náttúrulegur eða manngerður hlutur eða hvað annað sem er (þar á meðal annar bolti á hreyfingu), nema náttúruöflin.
Skipta

Að skipta um boltann sem þú notar við að leika holu, með því að láta annan bolta verða í leik.

Rangur staður

Sérhver staður á vellinum, annar en þar sem þú átt eða mátt leika bolta þínum samkvæmt reglunum.

Almennt víti

Holutap í holukeppni eða tvö vítahögg í höggleik.

Útbúnaður

Allt sem þú eða kylfuberi þinn notar, klæðist, heldur á eða ber. Hlutir sem eru notaðir til að halda vellinum snyrtilegum, svo sem hrífur, eru aðeins útbúnaður á meðan þú eða kylfuberi þinn heldur á þeim eða ber þá.

Lausung

Allir lausir náttúrulegir hlutir, svo sem:

 • Steinar, laust gras, lauf, greinar og stönglar,
 • Dauð dýr og dýraúrgangur,
 • Ormar, skordýr og svipuð dýr sem auðvelt er að fjarlægja og hraukar eða vefir sem þau mynda (svo sem hraukar eftir orma og mauraþúfur), og
 • Kekkir af þjöppuðum jarðvegi (þar á meðal götunartappar).

Slíkir náttúrulegir hlutir teljast ekki lausir ef þeir:

 • Eru fastir eða vaxa,
 • Eru jarðfastir (þ.e. ekki er auðvelt að lyfta þeim), eða
 • Loða við boltann.

Sértilvik:

 • Sandur og laus jarðvegur eru ekki lausung.
 • Dögg, hrím og vatn eru ekki lausung.
 • Snjór og náttúrulegur ís (annar en hrím) eru annaðhvort lausung eða, þegar það er á jörðinni, tímabundið vatn, að þínu vali.
 • Köngulóarvefir eru lausung, jafnvel þótt þeir loði við aðra hluti.
Hreyfanleg hindrun

Hindrun sem hægt er að færa með hóflegri fyrirhöfn og án þess að skemma hindrunina eða völlinn.

Ef hluti óhreyfanlegrar hindrunar eða hluta vallar (svo sem hlið eða hurð eða hluti af föstum kapli) uppfyllir þessi tvö viðmið, er litið á þann hluta sem hreyfanlega hindrun.Þó á þetta ekki við ef hreyfanlegum hluta óhreyfanlegrar hindrunar eða hluta vallar er ekki ætlað að hreyfast (svo sem laus steinn í grjótgarði).

Flaggstöng

Hreyfanleg stöng sem nefndin útvegar og sett er í holuna til að sýna staðsetningu hennar.

Flöt

Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).

Útbúnaður

Allt sem þú eða kylfuberi þinn notar, klæðist, heldur á eða ber. Hlutir sem eru notaðir til að halda vellinum snyrtilegum, svo sem hrífur, eru aðeins útbúnaður á meðan þú eða kylfuberi þinn heldur á þeim eða ber þá.

Flöt

Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).

Boltamerki

Manngerður hlutur þegar hann er notaður til að merkja staðsetningu bolta þíns sem ætlunin er að lyfta, svo sem , mynt, hlutur sem er búinn til sem boltamerki eða annar smáhlutur sem tilheyrir útbúnaði.

Völlur

Allt leiksvæðið innan jaðars vallarmarka sem sett eru af nefndinni. Jaðar vallarmarkanna framlengist bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.

Almennt víti

Holutap í holukeppni eða tvö vítahögg í höggleik.