The R&A - Working for Golf
Lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum (þar á meðal óhreyfanlegum hindrunum). Hættulegar dýraaðstæður. Sokkinn bolti
Leikmannaútgáfan
Sjá golfreglurnar
Fara í hluta
16.1
a
b
c
d
e
f
16.2
16.3
a
b
16.4
Skoða fleira

Regla 15
Regla 17

Tilgangur: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig þú mátt taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflun er vegna óeðlilegra vallaraðstæðna eða hættulegra dýraaðstæðna.

 • Þessar aðstæður eru ekki taldar hluti þeirrar áskorunar að leika völlinn og lausn án vítis er venjulega leyfð, annars staðar en innan vítasvæðis.
 • Oftast tekur þú lausn með því að láta bolta falla innan lausnarsvæðis sem ákvarðast af nálægasta stað fyrir fulla lausn.

Reglan fjallar einnig um lausn án vítis þegar bolti þinn er sokkinn í eigin boltafari á almenna svæðinu.

16.1
Óeðlilegar vallaraðstæður (þar á meðal óhreyfanlegar hindranir)

Þessi regla fjallar um lausn án vítis sem er leyfð frá truflunum vegna dýrahola, grundar í aðgerð, óhreyfanlegra hindrana eða tímabundins vatns.

Samheiti þessara aðstæðna er óeðlilegar vallaraðstæður, en hver þeirra er skilgreind sérstaklega.

a
Hvenær lausn er leyfð

Truflun er fyrir hendi þegar eitt af eftirfarandi á við:

 • Bolti þinn snertir eða er í eða á óeðlilegum vallaraðstæðum.
 • Óeðlilegar vallaraðstæður trufla áþreifanlega fyrirhugaða stöðu þína eða fyrirhugað sveiflusvið.
 • Boltinn er á flötinni og óeðlilegar vallaraðstæður á eða utan flatarinnar eru í leiklínu þinni.

Vítalaus lausn er ekki í boði frá óeðlilegum vallaraðstæðum sem eru út af eða þegar bolti þinn er innan vítasvæðis.

Engin lausn ef augljóslega óraunsætt að leika boltanum. Engin lausn er veitt:

 • Ef það væri augljóslega óraunsætt að leika boltanum þar sem hann liggur, af einhverri annarri ástæðu en óeðlilegu vallaraðstæðunum (til dæmis ef þú stendur á óhreyfanlegri hindrun en getur ekki slegið högg vegna þess hvar bolti þinn liggur inni í runna), eða
 • Ef truflunin er eingöngu vegna þess að þú velur kylfu, stöðu, sveiflu eða leikátt sem er augljóslega óraunsætt miðað við kringumstæður.
b
Lausn vegna bolta á almenna svæðinu

Ef bolti þinn er á almenna svæðinu og truflun er vegna óeðlilegra vallaraðstæðna á vellinum máttu taka lausn án vítis, með því að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla eins og sýnt er á mynd 16.1b.

Vítalaus lausn er leyfð þegar boltinn er á almenna svæðinu og truflun er vegna óeðlilegra vallaraðstæðna. Ákvarða ætti nálægasta staðinn fyrir fulla lausn og láta verður bolta falla innan lausnarsvæðisins og leika boltanum síðan þaðan.

Viðmiðunarstaður: Nálægasti staðurinn fyrir fulla lausn

Stærð lausnarsvæðis: Ein kylfulengd frá viðmiðunarstaðnum.

Takmörk á lausnarsvæði: Lausnarsvæðið:

 • Má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
 • Verður að vera á almenna svæðinu.

Ábendingar: Þegar þú tekur lausn verður þú að taka fulla lausn frá öllum truflunum vegna óeðlilegu vallaraðstæðnanna.

c
Lausn vegna bolta í glompu

Ef bolti þinn er í glompu og truflun er vegna óeðlilegra vallaraðstæðna á vellinum máttu taka:

 • Lausn án vítis: Samkvæmt reglu 16.1b, en:
  • Nálægasti staðurinn fyrir fulla lausn og lausnarsvæðið verða að vera í glompunni.
  • Ef enginn nálægasti staður fyrir fulla lausn er í glompunni máttu samt taka þessa lausn, með því að nota stað fyrir mestu mögulegu lausn í glompunni sem viðmiðunarstað.
 • Lausn gegn víti, með því að leika utan glompunnar (aftur-á-línu lausn): Gegn einu vítahöggi máttu láta bolta falla eins og sýnt er á mynd 16.1c.

Myndin gerir ráð fyrir rétthentum leikmanni. Þegar truflun er vegna óeðlilegra vallaraðstæðna í glompu má taka vítalausa lausn innan glompunnar samkvæmt reglu 16.1b.

Taka má lausn utan glompunnar gegn einu vítahöggi. Lausn utan glompunnar byggir á viðmiðunarlínu beint frá holunni í gegnum staðsetningu upphaflega boltans í glompunni.

Viðmiðunarstaður: Staður á vellinum, utan glompunnar, sem leikmaðurinn velur. Staðurinn er á viðmiðunarlínunni og lengra frá holunni en upphafleg staðsetning boltans (án takmarkana á hversu langt er farið aftur á bak).

Stærð lausnarsvæðis: Ein kylfulengd frá viðmiðunarstaðnum.

Takmörk á lausnarsvæði: Lausnarsvæðið:

 • Má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
 • Má vera á hvaða svæði vallarins sem er.

Ábending: Þegar þú velur viðmiðunarstaðinn ættirðu að auðkenna hann með einhverjum hlut (svo sem tíi).

d
Lausn vegna bolta á flötinni

Ef bolti þinn er á flötinni og truflun er vegna óeðlilegra vallaraðstæðna máttu taka lausn án vítis með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta eins og sýnt er á mynd 16.1d.

Á myndinni er gert ráð fyrir örvhentum leikmanni. Þegar bolti er á flötinni og truflun er vegna óeðlilegra vallaraðstæðna má taka vítalausa lausn með því að leggja bolta á nálægasta staðinn fyrir fulla lausn.

Viðmiðunarstaður: Nálægasti staðurinn fyrir fulla lausn

Stærð lausnarsvæðisins: Leggja verður boltann á nálægasta staðinn fyrir fulla lausn.

Takmörk á lausnarsvæði: Nálægasti staðurinn fyrir fulla lausn verður að vera annaðhvort:

 • Á flötinni, eða
 • Á almenna svæðinu.

Ábendingar:

 • Þegar þú tekur lausn verður þú að taka fulla lausn frá allri truflun vegna óeðlilegu vallaraðstæðnanna.
 • Ef nálægasti staðurinn fyrir fulla lausn er ekki til máttu samt taka vítalausa lausn, með því að nota stað fyrir mestu mögulegu lausn sem viðmiðunarstað. Sá staður verður að vera á flötinni eða á almenna svæðinu.
e
Lausn vegna bolta sem er í eða á óeðlilegum vallaraðstæðum, en hefur ekki fundist

Ef bolti þinn hefur ekki fundist og það er vitað eða nánast öruggt að boltinn stöðvaðist í eða á óeðlilegum vallaraðstæðum á vellinum máttu taka lausn samkvæmt reglu 16.1b, c eða d. Þú gerir það með því að nota áætlaða staðinn þar sem boltinn skar síðast jaðar óeðlilegu vallaraðstæðnanna á vellinum sem viðmiðunarstað.

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um hvernig taka á lausn ef bolti þinn er í eða á óeðlilegum vallaraðstæðum, en hefur ekki fundist.

f
Taka verður lausn vegna truflunar frá bannreit innan óeðlilegra vallaraðstæðna

Í eftirfarandi tilfellum máttu ekki leika boltanum þar sem hann liggur:

 • Ef bolti þinn er innan bannreits sem er í óeðlilegum vallaraðstæðum verður þú að taka lausn samkvæmt reglu 16.1b, c eða d.
 • Ef bolti þinn er utan bannreits og bannreitur (hvort sem er í óeðlilegum vallaraðstæðum eða innan vítasvæðis) truflar svæði fyrirhugaðrar stöðu þinnar eða svæði fyrirhugaðrar sveiflu. Þú verður annaðhvort að taka lausn samkvæmt reglu 16.1 eða, ef bolti þinn er ekki innan vítasvæðis, taka lausn vegna ósláanlegs bolta samkvæmt reglu 19.

Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 16.1: Almennt víti.

16.2
Hættulegar dýraaðstæður

„Hættulegar dýraaðstæður“ eru fyrir hendi þegar hættulegt dýr (svo sem eitraður snákur eða krókódíll) sem er nærri bolta þínum gæti valdið þér alvarlegum líkamlegum áverkum ef þú þyrftir að leika boltanum þar sem hann liggur.

Sjá aðalreglurnar Útskýringar á hvernig taka eigi lausn frá hættulegum dýraaðstæðum.

16.3
Sokkinn bolti
a
Hvenær lausn er leyfð

Lausn er aðeins veitt ef bolti þinn er sokkinn á almenna svæðinu. Hins vegar ef boltinn er sokkinn á flötinni máttu merkja staðsetningu boltans, lyfta boltanum og hreinsa hann, lagfæra skemmdina og leggja boltann aftur á upphaflegan stað.

Undantekningar – Þegar lausn er ekki veitt vegna bolta sem er sokkinn á almenna svæðinu:

 • Ef bolti þinn er sokkinn í sandi innan almenna svæðisins, þar sem gras er ekki slegið í brautarhæð eða neðar, eða
 • Ef truflun vegna einhvers annars en þess að boltinn er sokkinn veldur því að höggið er greinilega óraunsætt (til dæmis þegar þú getur ekki slegið högg vegna þess hvar boltinn liggur inni í runna).

Bolti þinn er því aðeins sokkinn ef hann er í eigin boltafari eftir síðasta högg þitt og hluti boltans er neðan yfirborðs jarðar.

b
Lausn vegna sokkins bolta

Ef bolti þinn er sokkinn á almenna svæðinu máttu taka lausn án vítis með því að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla eins og sýnt er á mynd 16.3b.

Þegar bolti er sokkinn á almenna svæðinu er vítalaus lausn leyfð. Viðmiðunarstaðurinn fyrir lausnina er rétt aftan við þar sem boltinn er sokkinn. Láta verður bolta falla innan lausnarsvæðisins og boltinn verður að stöðvast þar.

Viðmiðunarstaður: Staðurinn rétt aftan við sokkna boltann.

Stærð lausnarsvæðisins: Ein kylfulengd frá viðmiðunarstaðnum.

Takmörk á lausnarsvæði: Lausnarsvæðið:

 • Má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
 • Það verður að vera á almenna svæðinu.

Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 16.3: Almennt víti.

16.4
Að lyfta bolta þínum til að athuga hvort hann er í aðstæðum þar sem lausn er leyfð

Ef þú hefur ástæðu til að ætla að bolti þinn liggi í aðstæðum þar sem vítalaus lausn er leyfð samkvæmt reglunum, en getur ekki ákvarðað það nema með því að lyfta boltanum, máttu merkja staðsetningu boltans og lyfta honum til að sjá hvort lausn er leyfð. Ekki má hreinsa boltann (nema hann sé á flötinni).

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um að lyfta bolta þínum til að athuga hvort hann er í aðstæðum þar sem lausn er leyfð, þar á meðal vítið fyrir að lyfta boltanum án þess að hafa ástæðu til þess.

Dýrahola

Sérhver hola grafin í jörðina af dýri, nema holur sem grafnar hafa verið af dýrum sem einnig eru skilgreind sem lausung (svo sem ormar eða skordýr).

Hugtakið dýrahola felur m.a. í sér:

 • Laust efni sem dýrið gróf úr holunni.
 • Sérhverja troðna leið eða slóða sem liggur inn í holuna, og
 • Sérhvert svæði á jörðinni sem hefur lyfst upp eða breyst við að dýrið gróf holuna neðanjarðar.
Grund í aðgerð

Allir hlutar vallarins sem nefndin skilgreinir að sé grund í aðgerð (hvort sem er með því að merkja þá eða á annan hátt).

Grund í aðgerð nær einnig yfir eftirfarandi hluti, jafnvel þótt nefndin skilgreini þá ekki sem slíka:

 • Allar holur sem gerðar eru af nefndinni eða af vallarstarfsmönnum við:
  • Uppsetningu vallarins (svo sem holur þar sem stikur hafa verið fjarlægðar eða holan á tvöfaldri flöt sem notuð er við leik annarrar holu), eða
  • Viðhald vallarins (svo sem hola sem myndast við að fjarlægja torf eða trjástofna og við pípulagnir, en ekki holur eftir götun).
  • Grasafskurður, lauf og annað efni sem hefur verið hrúgað saman og á að fjarlægja. Þó gildir að:
   • Náttúrulegt efni sem hefur verið hrúgað saman og á að fjarlægja er einnig lausung, og
   • Efni sem hefur verið skilið eftir á vellinum og ekki er ætlunin að fjarlægja er ekki grund í aðgerð nema nefndin hafi skilgreint það sem slíkt.
  • Búsvæði dýra (svo sem hreiður fugla) sem er svo nærri bolta þínum að högg eða staða þín gæti skemmt það, nema þegar búsvæðið er gert af dýrum sem eru skilgreind sem lausung (svo sem ormum eða skordýrum).

  Jaðar grundar í aðgerð ætti að skilgreina með stikum eða línum:

  • Stikur: Þegar jaðar grundar í aðgerð er skilgreindur með stikum afmarkast jaðarinn af línu á milli ytri jaðra stikanna niðri við jörðu og stikurnar eru innan grundar í aðgerð.
  • Línur: Þegar jaðar grundar í aðgerð er skilgreindur með málaðri línu á jörðinni afmarkast jaðarinn af ytri brún línunnar og línan sjálf er innan grundar í aðgerð.
  Óhreyfanleg hindrun

  Sérhver hindrun sem ekki er hægt að hreyfa án óhæfilegrar fyrirhafnar eða án þess að skemma hindrunina eða völlinn og fellur að öðru leyti ekki að skilgreiningu á hreyfanlegri hindrun.

  Tímabundið vatn

  Öll tímabundin uppsöfnun vatns á yfirborði jarðar(svo sem pollar eftir rigningu eða vökvun, eða yfirfall frá vatnasvæði) sem er ekki innan vítasvæðis og hægt er að sjá áður en eða eftir að þú tekur þér stöðu (án þess að stíga óhóflega niður fæti).

  Ekki nægir að jörðin sé einungis vot, drullug eða mjúk eða að vatnið sé sýnilegt rétt á meðan þú stígur á jörðina. Uppsöfnun vatns verður að sjást annaðhvort áður en eða eftir að þú tekur þér stöðu.

  Sértilvik:

  • Dögg og hrím eru ekki tímabundið vatn.
  • Snjór og náttúrulegur ís (annar en hrím) eru annaðhvort lausung eða, þegar það er á jörðinni, tímabundið vatn, að þínu vali.
  • Manngerður ís er hindrun.
  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Staða

  Staðsetning fóta og líkama þíns þegar þú undirbýrð þig fyrir og slærð högg.

  Flöt

  Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).

  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Flöt

  Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).

  Leiklína

  Línan sem þú ætlar bolta þínum að fara eftir högg, þar á meðal svæðið við þá línu sem afmarkast af eðlilegri fjarlægð frá jörðu og báðum megin við línuna.

  Leiklínan er ekki endilega bein lína á milli tveggja staða (til dæmis getur línan verið sveigð, í samræmi við hvernig þú ætlar bolta þínum að fara).

  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Vítasvæði

  Svæði þar sem lausn er heimil gegn einu vítahöggi ef bolti þinn stöðvast þar

  Tegundir vítasvæða eru tvær, aðgreindar með litnum sem notaður er til að merkja þau:

  • Gul vítasvæði (merkt með gulum línum eða gulum stikum) veita þér tvær aðferðir við lausn (reglur 17.1d(1) og (2)).
  • Rauð vítasvæði (merkt með rauðum línum eða rauðum stikum) veita þér hliðar lausnarmöguleika (regla 17.1d(3)), til viðbótar við aðferðirnar tvær sem eru mögulegar á gulum vítasvæðum.

  Ef litur vítasvæðis hefur ekki verið merktur eða tilgreindur af nefndinni er litið á svæðið sem rautt vítasvæði.

  Jaðar vítasvæðis framlengist upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.

  Jaðar vítasvæðis ætti að skilgreina með stikum eða línum.

  • Stikur: Þegar jaðar vítasvæðis er skilgreindur með stikum afmarkast jaðarinn af línunni á milli ytri brúna stikanna niðri við jörðu og stikurnar eru innan vítasvæðisins.
  • Línur: Þegar jaðar vítasvæðis er skilgreindur með málaðri línu á jörðinni er jaðarinn ytri brún línunnar og línan sjálf er innan vítasvæðisins.
  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Óhreyfanleg hindrun

  Sérhver hindrun sem ekki er hægt að hreyfa án óhæfilegrar fyrirhafnar eða án þess að skemma hindrunina eða völlinn og fellur að öðru leyti ekki að skilgreiningu á hreyfanlegri hindrun.

  Högg

  Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.

  Staða

  Staðsetning fóta og líkama þíns þegar þú undirbýrð þig fyrir og slærð högg.

  Almennt svæði

  Svæði vallarins sem nær yfir allan völlinn nema hin fjögur önnur skilgreindu svæði hans: (1) Teiginn þaðan sem þú verður að leika til að hefja leik á holunni sem þú ert að leika. (2) Öll vítasvæði. (3) Allar glompur og (4) Flöt holunnar sem þú ert að leika.

  Á almenna svæðinu eru m.a. öll teigstæði á vellinum, önnur en teigurinn, og allar rangar flatir.

  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Völlur

  Allt leiksvæðið innan jaðars vallarmarka sem sett eru af nefndinni. Jaðar vallarmarkanna framlengist bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.

  Falla

  Að halda á bolta og sleppa honum þannig að hann falli í loftinu, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik. Í sérhverri lausnarreglu er vísað til ákveðins lausnarsvæðis þar sem þú verður að láta boltann falla og þar sem hann verður að stöðvast.

  Við að taka lausn verður leikmaðurinn að sleppa boltanum úr hnéhæð þannig að boltinn:

  • Falli beint niður, án þess að leikmaðurinn kasti boltanum, snúi honum eða noti einhverja aðra hreyfingu sem gæti haft áhrif á hvar boltinn muni stöðvast, og
  • Snerti ekki líkama þinn eða útbúnað áður en boltinn lendir á jörðinni (sjá reglu 14.3b).
  Glompa

  Sérgert svæði úr sandi, sem oft er lægð þaðan sem torf eða jarðvegur hefur verið fjarlægður. Eftirfarandi er ekki hluti glompu:

  • Kantur, veggur eða bakki við jaðar sérgerða svæðisins, gert úr jarðvegi, grasi, stöfluðu torfi eða manngerðu efni.
  • Jarðvegur eða sérhver náttúrulegur hlutur sem vex eða er fastur innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem gras, runnar eða tré).
  • Sandur sem hefur borist yfir eða er utan jaðars tilbúna svæðisins.
  • Öll önnur sandsvæði á vellinum sem eru ekki innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem eyðimerkur eða önnur náttúruleg sandsvæði).
  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Völlur

  Allt leiksvæðið innan jaðars vallarmarka sem sett eru af nefndinni. Jaðar vallarmarkanna framlengist bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.

  Nálægasti staður fyrir fulla lausn

  Viðmiðunarstaðurinn til að taka vítalausa lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum (regla 16.1), hættulegum dýraaðstæðum (regla 16.2), rangri flöt (regla 13.1f) eða bannreit (reglur 16.1f og 17.1e), eða við að taka lausn samkvæmt tilteknum staðarreglum.

  Þetta er áætlaði staðurinn þar sem bolti þinn lægi og:

  • Er nálægastur upphaflegri staðsetningu boltans, en þó ekki nær holunni en sá staður,
  • Er á réttu svæði vallarins samkvæmt viðkomandi reglu, og
  • Þar sem aðstæðurnar trufla ekki höggið sem þú hefðir slegið frá upphaflega staðnum, ef aðstæðurnar væru ekki fyrir hendi.

  Til að áætla þennan viðmiðunarstað þarftu að átta þig á hvaða kylfu, stöðu, sveiflu og leiklínu þú hefðir notað fyrir það högg.

  Lausnarsvæði

  Svæðið þar sem þú verður að láta bolta falla þegar þú tekur lausn samkvæmt reglu. Í hverri lausnarreglu er ætlast til að þú notir tiltekið lausnarsvæði, en stærð þess og staðsetning ræðst af þrennu:

  • Viðmiðunarstaður: Staðurinn þaðan sem stærð lausnarsvæðisins er mæld.
  • Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstaðnum: Lausnarsvæðið nær annaðhvort eina eða tvær kylfulengdir frá viðmiðunarstaðnum, þó með ákveðnum takmörkunum:
  • Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins: Staðsetning lausnarsvæðisins kann að vera takmörkuð á ýmsan hátt, til dæmis:
   • Það sé eingöngu innan tiltekins skilgreinds svæðis vallarins, svo sem aðeins á almenna svæðinu, eða ekki í glompu eða á vítasvæði,
   • Það sé ekki nær holunni en viðmiðunarstaðurinn eða það verði að vera utan vítasvæðis eða glompu þaðan sem þú ert að taka lausn, eða
   • Engin truflun (eins og hún er skilgreind í viðkomandi reglu) sé frá aðstæðunum sem þú ert að taka lausn frá.
  Glompa

  Sérgert svæði úr sandi, sem oft er lægð þaðan sem torf eða jarðvegur hefur verið fjarlægður. Eftirfarandi er ekki hluti glompu:

  • Kantur, veggur eða bakki við jaðar sérgerða svæðisins, gert úr jarðvegi, grasi, stöfluðu torfi eða manngerðu efni.
  • Jarðvegur eða sérhver náttúrulegur hlutur sem vex eða er fastur innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem gras, runnar eða tré).
  • Sandur sem hefur borist yfir eða er utan jaðars tilbúna svæðisins.
  • Öll önnur sandsvæði á vellinum sem eru ekki innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem eyðimerkur eða önnur náttúruleg sandsvæði).
  Nálægasti staður fyrir fulla lausn

  Viðmiðunarstaðurinn til að taka vítalausa lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum (regla 16.1), hættulegum dýraaðstæðum (regla 16.2), rangri flöt (regla 13.1f) eða bannreit (reglur 16.1f og 17.1e), eða við að taka lausn samkvæmt tilteknum staðarreglum.

  Þetta er áætlaði staðurinn þar sem bolti þinn lægi og:

  • Er nálægastur upphaflegri staðsetningu boltans, en þó ekki nær holunni en sá staður,
  • Er á réttu svæði vallarins samkvæmt viðkomandi reglu, og
  • Þar sem aðstæðurnar trufla ekki höggið sem þú hefðir slegið frá upphaflega staðnum, ef aðstæðurnar væru ekki fyrir hendi.

  Til að áætla þennan viðmiðunarstað þarftu að átta þig á hvaða kylfu, stöðu, sveiflu og leiklínu þú hefðir notað fyrir það högg.

  Glompa

  Sérgert svæði úr sandi, sem oft er lægð þaðan sem torf eða jarðvegur hefur verið fjarlægður. Eftirfarandi er ekki hluti glompu:

  • Kantur, veggur eða bakki við jaðar sérgerða svæðisins, gert úr jarðvegi, grasi, stöfluðu torfi eða manngerðu efni.
  • Jarðvegur eða sérhver náttúrulegur hlutur sem vex eða er fastur innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem gras, runnar eða tré).
  • Sandur sem hefur borist yfir eða er utan jaðars tilbúna svæðisins.
  • Öll önnur sandsvæði á vellinum sem eru ekki innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem eyðimerkur eða önnur náttúruleg sandsvæði).
  Staður fyrir mestu mögulegu lausn

  Viðmiðunarstaðurinn til að taka vítalausa lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum í glompu (regla 16.1c ) eða á flötinni (regla 16.1d) þegar enginn nálægasti staður fyrir fulla lausn er fyrir hendi.

  Þetta er áætlaði staðurinn þar sem bolti þinn lægi og:

  • Er nálægastur upphaflegri staðsetningu boltans, en þó ekki nær holunni en sá staður,
  • Er á réttu svæði vallarins samkvæmt viðkomandi reglu, og
  • Þar sem óeðlilegu vallaraðstæðurnar valda minnstri truflun á högginu sem þú hefðir slegið frá upphaflega staðnum, ef aðstæðurnar væru ekki fyrir hendi.

  Að áætla þennan viðmiðunarstað krefst þess að þú ákveðir kylfuval, stöðu, sveiflu og leiklínu sem þú hefðir notað fyrir það högg.

  Glompa

  Sérgert svæði úr sandi, sem oft er lægð þaðan sem torf eða jarðvegur hefur verið fjarlægður. Eftirfarandi er ekki hluti glompu:

  • Kantur, veggur eða bakki við jaðar sérgerða svæðisins, gert úr jarðvegi, grasi, stöfluðu torfi eða manngerðu efni.
  • Jarðvegur eða sérhver náttúrulegur hlutur sem vex eða er fastur innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem gras, runnar eða tré).
  • Sandur sem hefur borist yfir eða er utan jaðars tilbúna svæðisins.
  • Öll önnur sandsvæði á vellinum sem eru ekki innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem eyðimerkur eða önnur náttúruleg sandsvæði).
  Falla

  Að halda á bolta og sleppa honum þannig að hann falli í loftinu, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik. Í sérhverri lausnarreglu er vísað til ákveðins lausnarsvæðis þar sem þú verður að láta boltann falla og þar sem hann verður að stöðvast.

  Við að taka lausn verður leikmaðurinn að sleppa boltanum úr hnéhæð þannig að boltinn:

  • Falli beint niður, án þess að leikmaðurinn kasti boltanum, snúi honum eða noti einhverja aðra hreyfingu sem gæti haft áhrif á hvar boltinn muni stöðvast, og
  • Snerti ekki líkama þinn eða útbúnað áður en boltinn lendir á jörðinni (sjá reglu 14.3b).
  Flöt

  Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).

  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Vitað eða nánast öruggt

  Viðmið til að ákveða hvað varð af bolta þínum, til dæmis hvort boltinn hafi stöðvast innan vítasvæðis, hvort hann hreyfðist eða hvað olli því að hann hreyfðist.

  Vitað eða nánast öruggt þýðir meira en bara hugsanlegt eða líklegt. Það þýðir að annaðhvort:

  • Eru óyggjandi sannanir fyrir því að atburðurinn sem um ræðir hafði áhrif á bolta þinn, svo sem þegar þú eða aðrir urðu vitni að því, eða
  • Þótt fyrir hendi sé örlítill vafi, benda allar auðfáanlegar upplýsingar til þess að minnst 95% líkur séu á að það gerðist.
  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Völlur

  Allt leiksvæðið innan jaðars vallarmarka sem sett eru af nefndinni. Jaðar vallarmarkanna framlengist bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.

  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Völlur

  Allt leiksvæðið innan jaðars vallarmarka sem sett eru af nefndinni. Jaðar vallarmarkanna framlengist bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.

  Bannreitur

  Hluti vallarins þar sem nefndin hefur bannað leik. Bannreitur verður að vera skilgreindur sem hluti af annaðhvort óeðlilegum vallaraðstæðum eða vítasvæði.

  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Bannreitur

  Hluti vallarins þar sem nefndin hefur bannað leik. Bannreitur verður að vera skilgreindur sem hluti af annaðhvort óeðlilegum vallaraðstæðum eða vítasvæði.

  Bannreitur

  Hluti vallarins þar sem nefndin hefur bannað leik. Bannreitur verður að vera skilgreindur sem hluti af annaðhvort óeðlilegum vallaraðstæðum eða vítasvæði.

  Óeðlilegar vallaraðstæður

  Dýrahola, grund í aðgerð, óhreyfanleg hindrun eða tímabundið vatn.

  Vítasvæði

  Svæði þar sem lausn er heimil gegn einu vítahöggi ef bolti þinn stöðvast þar

  Tegundir vítasvæða eru tvær, aðgreindar með litnum sem notaður er til að merkja þau:

  • Gul vítasvæði (merkt með gulum línum eða gulum stikum) veita þér tvær aðferðir við lausn (reglur 17.1d(1) og (2)).
  • Rauð vítasvæði (merkt með rauðum línum eða rauðum stikum) veita þér hliðar lausnarmöguleika (regla 17.1d(3)), til viðbótar við aðferðirnar tvær sem eru mögulegar á gulum vítasvæðum.

  Ef litur vítasvæðis hefur ekki verið merktur eða tilgreindur af nefndinni er litið á svæðið sem rautt vítasvæði.

  Jaðar vítasvæðis framlengist upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.

  Jaðar vítasvæðis ætti að skilgreina með stikum eða línum.

  • Stikur: Þegar jaðar vítasvæðis er skilgreindur með stikum afmarkast jaðarinn af línunni á milli ytri brúna stikanna niðri við jörðu og stikurnar eru innan vítasvæðisins.
  • Línur: Þegar jaðar vítasvæðis er skilgreindur með málaðri línu á jörðinni er jaðarinn ytri brún línunnar og línan sjálf er innan vítasvæðisins.
  Staða

  Staðsetning fóta og líkama þíns þegar þú undirbýrð þig fyrir og slærð högg.

  Vítasvæði

  Svæði þar sem lausn er heimil gegn einu vítahöggi ef bolti þinn stöðvast þar

  Tegundir vítasvæða eru tvær, aðgreindar með litnum sem notaður er til að merkja þau:

  • Gul vítasvæði (merkt með gulum línum eða gulum stikum) veita þér tvær aðferðir við lausn (reglur 17.1d(1) og (2)).
  • Rauð vítasvæði (merkt með rauðum línum eða rauðum stikum) veita þér hliðar lausnarmöguleika (regla 17.1d(3)), til viðbótar við aðferðirnar tvær sem eru mögulegar á gulum vítasvæðum.

  Ef litur vítasvæðis hefur ekki verið merktur eða tilgreindur af nefndinni er litið á svæðið sem rautt vítasvæði.

  Jaðar vítasvæðis framlengist upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.

  Jaðar vítasvæðis ætti að skilgreina með stikum eða línum.

  • Stikur: Þegar jaðar vítasvæðis er skilgreindur með stikum afmarkast jaðarinn af línunni á milli ytri brúna stikanna niðri við jörðu og stikurnar eru innan vítasvæðisins.
  • Línur: Þegar jaðar vítasvæðis er skilgreindur með málaðri línu á jörðinni er jaðarinn ytri brún línunnar og línan sjálf er innan vítasvæðisins.
  Rangur staður

  Sérhver staður á vellinum, annar en þar sem þú átt eða mátt leika bolta þínum samkvæmt reglunum.

  Almennt víti

  Holutap í holukeppni eða tvö vítahögg í höggleik.

  Dýr

  Sérhver lifandi meðlimur dýraríkisins (annar en fólk).

  Sokkinn

  Þegar bolti þinn er í eigin boltafari sem myndaðist eftir síðasta högg þitt og þar sem hluti boltans er neðan yfirborðs jarðar. Ekki er nauðsynlegt að boltinn snerti jarðveg til að vera sokkinn (til dæmis getur gras og lausung legið á milli boltans og jarðvegsins).

  Almennt svæði

  Svæði vallarins sem nær yfir allan völlinn nema hin fjögur önnur skilgreindu svæði hans: (1) Teiginn þaðan sem þú verður að leika til að hefja leik á holunni sem þú ert að leika. (2) Öll vítasvæði. (3) Allar glompur og (4) Flöt holunnar sem þú ert að leika.

  Á almenna svæðinu eru m.a. öll teigstæði á vellinum, önnur en teigurinn, og allar rangar flatir.

  Sokkinn

  Þegar bolti þinn er í eigin boltafari sem myndaðist eftir síðasta högg þitt og þar sem hluti boltans er neðan yfirborðs jarðar. Ekki er nauðsynlegt að boltinn snerti jarðveg til að vera sokkinn (til dæmis getur gras og lausung legið á milli boltans og jarðvegsins).

  Flöt

  Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).

  Merkja

  Að sýna staðsetningu kyrrstæðs bolta, annaðhvort með því að leggja boltamerki rétt aftan við eða rétt við boltann, eða halda kylfu á jörðinni rétt aftan við eða rétt við boltann.

  Leggja aftur

  Að leggja bolta með því að setja hann niður og sleppa honum, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik.

  Sokkinn

  Þegar bolti þinn er í eigin boltafari sem myndaðist eftir síðasta högg þitt og þar sem hluti boltans er neðan yfirborðs jarðar. Ekki er nauðsynlegt að boltinn snerti jarðveg til að vera sokkinn (til dæmis getur gras og lausung legið á milli boltans og jarðvegsins).

  Almennt svæði

  Svæði vallarins sem nær yfir allan völlinn nema hin fjögur önnur skilgreindu svæði hans: (1) Teiginn þaðan sem þú verður að leika til að hefja leik á holunni sem þú ert að leika. (2) Öll vítasvæði. (3) Allar glompur og (4) Flöt holunnar sem þú ert að leika.

  Á almenna svæðinu eru m.a. öll teigstæði á vellinum, önnur en teigurinn, og allar rangar flatir.

  Sokkinn

  Þegar bolti þinn er í eigin boltafari sem myndaðist eftir síðasta högg þitt og þar sem hluti boltans er neðan yfirborðs jarðar. Ekki er nauðsynlegt að boltinn snerti jarðveg til að vera sokkinn (til dæmis getur gras og lausung legið á milli boltans og jarðvegsins).

  Högg

  Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.

  Högg

  Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.

  Sokkinn

  Þegar bolti þinn er í eigin boltafari sem myndaðist eftir síðasta högg þitt og þar sem hluti boltans er neðan yfirborðs jarðar. Ekki er nauðsynlegt að boltinn snerti jarðveg til að vera sokkinn (til dæmis getur gras og lausung legið á milli boltans og jarðvegsins).

  Högg

  Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.

  Sokkinn

  Þegar bolti þinn er í eigin boltafari sem myndaðist eftir síðasta högg þitt og þar sem hluti boltans er neðan yfirborðs jarðar. Ekki er nauðsynlegt að boltinn snerti jarðveg til að vera sokkinn (til dæmis getur gras og lausung legið á milli boltans og jarðvegsins).

  Almennt svæði

  Svæði vallarins sem nær yfir allan völlinn nema hin fjögur önnur skilgreindu svæði hans: (1) Teiginn þaðan sem þú verður að leika til að hefja leik á holunni sem þú ert að leika. (2) Öll vítasvæði. (3) Allar glompur og (4) Flöt holunnar sem þú ert að leika.

  Á almenna svæðinu eru m.a. öll teigstæði á vellinum, önnur en teigurinn, og allar rangar flatir.

  Falla

  Að halda á bolta og sleppa honum þannig að hann falli í loftinu, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik. Í sérhverri lausnarreglu er vísað til ákveðins lausnarsvæðis þar sem þú verður að láta boltann falla og þar sem hann verður að stöðvast.

  Við að taka lausn verður leikmaðurinn að sleppa boltanum úr hnéhæð þannig að boltinn:

  • Falli beint niður, án þess að leikmaðurinn kasti boltanum, snúi honum eða noti einhverja aðra hreyfingu sem gæti haft áhrif á hvar boltinn muni stöðvast, og
  • Snerti ekki líkama þinn eða útbúnað áður en boltinn lendir á jörðinni (sjá reglu 14.3b).
  Rangur staður

  Sérhver staður á vellinum, annar en þar sem þú átt eða mátt leika bolta þínum samkvæmt reglunum.

  Almennt víti

  Holutap í holukeppni eða tvö vítahögg í höggleik.

  Merkja

  Að sýna staðsetningu kyrrstæðs bolta, annaðhvort með því að leggja boltamerki rétt aftan við eða rétt við boltann, eða halda kylfu á jörðinni rétt aftan við eða rétt við boltann.

  Flöt

  Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).