The R&A - Working for Golf
Ósláanlegur bolti
Leikmannaútgáfan
Sjá golfreglurnar
Fara í hluta
19.1
19.2
19.3
Skoða fleira

Regla 18
Regla 20

Tilgangur: Regla 19 útskýrir þá lausnarmöguleika sem þú hefur varðandi ósláanlegan bolta. Þú getur valið á milli nokkurra kosta, oftast gegn einu vítahöggi, til að losna úr erfiðum aðstæðum hvar sem er á vellinum (nema innan vítasvæðis).

19.1
Þú mátt taka ósláanlega lausn hvar sem er, nema innan vítasvæðis

Þú einn getur ákveðið að dæma bolta þinn ósláanlegan. Lausn vegna ósláanlegs bolta er leyfð hvar sem er á vellinum, nema innan vítasvæðis.

19.2
Lausnarmöguleikar vegna ósláanlegs bolta á almenna svæðinu eða á flötinni

Þú mátt taka lausn vegna ósláanlegs bolta samkvæmt einum þriggja kosta á mynd 19.2, í hverju tilviki gegn einu vítahöggi.

Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 19.2: Almennt víti.

Leikmaður ákveður að bolti hans sé ósláanlegur í runnanum. Leikmaðurinn hefur þrjá kosti, hvern gegn einu vítahöggi:

(1) Leikmaðurinn má taka fjarlægðarlausn með því að leika upphaflega boltanum eða öðrum bolta frá lausnarsvæði sem ræðst af því hvar síðasta högg var slegið (sjá reglu 14.6 og mynd 14.6).

Viðmiðunarstaður: Staðurinn þar sem síðasta högg var slegið (staðinn þarf að áætla ef hann er óþekktur).

Stærð lausnarsvæðis: Ein kylfulengd frá viðmiðunarstaðnum.

Takmörk á lausnarsvæði: Lausnarsvæðið:

 • Má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
 • Verður að vera á sama svæði vallarins og viðmiðunarstaðurinn.

(2) Leikmaðurinn má taka aftur-á-línu lausn með því að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á lausnarsvæði sem byggir á viðmiðunarlínu beint frá holunni í gegnum staðsetningu upphaflega boltans.

Viðmiðunarstaður: Staður sem leikmaðurinn velur á vellinum. Staðurinn er á viðmiðunarlínunni og er lengra frá holunni en staðsetning upphaflega boltans (án takmarkana á hversu langt aftur á bak á línunni).

Stærð lausnarsvæðis: Ein kylfulengd frá viðmiðunarstaðnum.

Takmörk á lausnarsvæði: Lausnarsvæðið:

 • Má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
 • Má vera á hvaða svæði vallarins sem er.

Ábending: Þegar þú velur viðmiðunarstaðinn ættirðu að auðkenna hann með einhverjum hlut (svo sem tíi).

(3) Leikmaðurinn má taka hliðarlausn.

Viðmiðunarstaður: Staðsetning upphaflega boltans.

Stærð lausnarsvæðisins: Tvær kylfulengdir frá viðmiðunarstaðnum.

Takmörk á lausnarsvæði: Lausnarsvæðið:

 • Má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
 • Má vera á hvaða svæði vallarins sem er.
19.3
Lausnarmöguleikar vegna ósláanlegs bolta í glompu

Þegar bolti þinn er í glompu máttu taka lausn vegna ósláanlegs bolta, samkvæmt einum af fjórum kostum sem sýndir eru á mynd 19.3.

Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 19.3: Almennt víti.

Völlur

Allt leiksvæðið innan jaðars vallarmarka sem sett eru af nefndinni. Jaðar vallarmarkanna framlengist bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.

Vítasvæði

Svæði þar sem lausn er heimil gegn einu vítahöggi ef bolti þinn stöðvast þar

Tegundir vítasvæða eru tvær, aðgreindar með litnum sem notaður er til að merkja þau:

 • Gul vítasvæði (merkt með gulum línum eða gulum stikum) veita þér tvær aðferðir við lausn (reglur 17.1d(1) og (2)).
 • Rauð vítasvæði (merkt með rauðum línum eða rauðum stikum) veita þér hliðar lausnarmöguleika (regla 17.1d(3)), til viðbótar við aðferðirnar tvær sem eru mögulegar á gulum vítasvæðum.

Ef litur vítasvæðis hefur ekki verið merktur eða tilgreindur af nefndinni er litið á svæðið sem rautt vítasvæði.

Jaðar vítasvæðis framlengist upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.

Jaðar vítasvæðis ætti að skilgreina með stikum eða línum.

 • Stikur: Þegar jaðar vítasvæðis er skilgreindur með stikum afmarkast jaðarinn af línunni á milli ytri brúna stikanna niðri við jörðu og stikurnar eru innan vítasvæðisins.
 • Línur: Þegar jaðar vítasvæðis er skilgreindur með málaðri línu á jörðinni er jaðarinn ytri brún línunnar og línan sjálf er innan vítasvæðisins.
Rangur staður

Sérhver staður á vellinum, annar en þar sem þú átt eða mátt leika bolta þínum samkvæmt reglunum.

Almennt víti

Holutap í holukeppni eða tvö vítahögg í höggleik.

Glompa

Sérgert svæði úr sandi, sem oft er lægð þaðan sem torf eða jarðvegur hefur verið fjarlægður. Eftirfarandi er ekki hluti glompu:

 • Kantur, veggur eða bakki við jaðar sérgerða svæðisins, gert úr jarðvegi, grasi, stöfluðu torfi eða manngerðu efni.
 • Jarðvegur eða sérhver náttúrulegur hlutur sem vex eða er fastur innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem gras, runnar eða tré).
 • Sandur sem hefur borist yfir eða er utan jaðars tilbúna svæðisins.
 • Öll önnur sandsvæði á vellinum sem eru ekki innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem eyðimerkur eða önnur náttúruleg sandsvæði).
Rangur staður

Sérhver staður á vellinum, annar en þar sem þú átt eða mátt leika bolta þínum samkvæmt reglunum.

Almennt víti

Holutap í holukeppni eða tvö vítahögg í höggleik.