The R&A - Working for Golf
Að leysa úr álitamálum um reglurnar á meðan umferð er leikin. Úrskurðir dómara og nefndarinnar
Leikmannaútgáfan
Sjá golfreglurnar
Fara í hluta
20.1
a
b
c
20.2
20.3
Skoða fleira

Regla 19
Regla 21

Tilgangur: Regla 20 fjallar um hvað þú ættir að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem eru ólík í holukeppni og höggleik) sem gefa þér kost á að gæta réttar þíns og að fá úrskurð síðar.

Reglan fjallar einnig um hlutverk dómara sem er heimilað að úrskurða um staðreyndir og að beita reglunum. Úrskurðir dómara eða nefndarinnar eru bindandi fyrir alla leikmenn.

20.1
Að leysa úr álitamálum um reglurnar á meðan umferð er leikin
a
Þú verður að forðast óhæfilega töf

Þú mátt ekki tefja leik um of þegar leitað er aðstoðar vegna reglnanna á meðan umferð er leikin. Ef dómari eða nefndin eru ekki tiltæk innan hæfilegs tíma til aðstoðar vegna reglnanna verður þú að ákveða hvað skuli gera og halda leik áfram.

Þú mátt gæta réttinda þinna með því að óska eftir úrskurði í holukeppni eða með því að leika tveimur boltum í höggleik.

b
Álitamál um reglurnar í holukeppni

Að útkljá álitamál með samkomulagi. Á meðan umferð er leikin án þess að dómari fylgi ráshópnum, mátt þú og mótherji þinn komast að samkomulagi til að útkljá álitamál um reglurnar.

Samkomulagið er endanlegt, svo framarlega að þið ákváðuð ekki vísvitandi að hunsa reglu eða víti sem þið vissuð að væru viðeigandi.

Ósk um úrskurð borin fram áður en úrslit leiksins eru endanleg. Þegar þú vilt að dómari eða nefndin úrskurði um hvernig eigi að beita reglunum, en enginn er tiltækur innan hæfilegs tíma, máttu leggja fram ósk um úrskurð með því að láta mótherja þinn vita að óskað verði eftir úrskurði síðar, þegar dómari eða nefndin verða tiltæk.

Sjá aðalreglurnar Upplýsingar um að leggja ósk um úrskurð fram tímanlega og hvernig óskin verður meðhöndluð af dómara eða nefndinni.

c
Álitamál um reglurnar í höggleik

Ekki heimilt að útkljá álitamál með samkomulagi. Ef dómari eða nefndin eru ekki tiltæk innan hæfilegs tíma til að aðstoða við álitamál um reglurnar er þér óheimilt að ákveða niðurstöðuna með samkomulagi. Samkomulag sem þú og aðrir kunna að komast að er ekki bindandi fyrir leikmenn, dómara eða nefndina.

Þú ættir að bera upp við nefndina öll álitamál varðandi reglurnar áður en þú skilar skorkorti þínu.

Þú ættir að gæta hagsmuna annarra leikmanna í keppninni. Ef þú veist eða telur að annar leikmaður hafi brotið reglurnar og átti sig ekki á því eða líti fram hjá því ættirðu að láta leikmanninn, ritara hans, dómara eða nefndina vita. Þú ættir að gera þetta eins fljótt og unnt er og í öllum tilvikum áður en leikmaðurinn skilar skorkorti sínu. Gerir þú það ekki gætu það talist alvarlegar misgjörðir og leitt til frávísunar.

Að leika tveimur boltum. Ef þú ert óviss um rétta aðferð við leik á holu máttu vítalaust ljúka holunni með tveimur boltum:

  • Þú verður að ákveða að leika tveimur boltum eftir að óvissan vaknar og áður en þú slærð högg.
  • Þú ættir að velja hvor boltinn eigi að gilda ef reglurnar leyfa aðferðina með þeim bolta, með því að tilkynna það val ritara þínum eða öðrum leikmanni áður en þú slærð högg.
  • Veljir þú það ekki tímanlega er litið svo á að boltinn sem þú lékst fyrst hafi verið valinn.
  • Þú verður að tilkynna atvikið til nefndarinnar áður en þú skilar skorkorti þínu, jafnvel þótt þú fáir sama skor með báðum boltunum. Þú færð frávísun ef þú tilkynnir þetta ekki nefndinni.

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um að leika tveimur boltum í höggleik, þar á meðal hvernig nefndin mun ákvarða skor þitt á holunni.

20.2
Úrskurðir vegna álitamála um reglurnar

Sjá aðalreglurnar Upplýsingar um úrskurði dómara og nefndarinnar, viðmið um „ber augu“, leiðréttingu rangra úrskurða og frávísanir eftir að leik eða keppni er lokið.

20.3
Aðstæður sem reglurnar fjalla ekki um

Nefndin ætti að útkljá allar aðstæður sem reglurnar fjalla ekki um.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Dómari

Starfsmaður sem nefndin hefur tilnefnt til að úrskurða um staðreyndir og framfylgja reglunum.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Holukeppni

Leikform þar sem þú eða lið þitt leikur beint gegn mótherja eða liði í leik sem samanstendur af einni eða fleiri umferðum.

Höggleikur

Leikform þar sem þú eða lið þitt keppið við alla aðra leikmenn eða lið í keppninni.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Dómari

Starfsmaður sem nefndin hefur tilnefnt til að úrskurða um staðreyndir og framfylgja reglunum.

Mótherji

Einstaklingurinn sem þú keppir við í holukeppni. Hugtakið mótherji á einungis við í holukeppni.

Mótherji

Einstaklingurinn sem þú keppir við í holukeppni. Hugtakið mótherji á einungis við í holukeppni.

Dómari

Starfsmaður sem nefndin hefur tilnefnt til að úrskurða um staðreyndir og framfylgja reglunum.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Mótherji

Einstaklingurinn sem þú keppir við í holukeppni. Hugtakið mótherji á einungis við í holukeppni.

Dómari

Starfsmaður sem nefndin hefur tilnefnt til að úrskurða um staðreyndir og framfylgja reglunum.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Dómari

Starfsmaður sem nefndin hefur tilnefnt til að úrskurða um staðreyndir og framfylgja reglunum.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Dómari

Starfsmaður sem nefndin hefur tilnefnt til að úrskurða um staðreyndir og framfylgja reglunum.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Skorkort

Skjalið þar sem skor þitt á hverri holu er skráð í höggleik.

Ritari

Í höggleik, einstaklingurinn sem ber ábyrgð á að skrá skor þitt á skorkort þitt og að staðfesta skorkortið. Ritarinn getur verið annar leikmaður, en þó ekki samherji þinn.

Dómari

Starfsmaður sem nefndin hefur tilnefnt til að úrskurða um staðreyndir og framfylgja reglunum.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Skorkort

Skjalið þar sem skor þitt á hverri holu er skráð í höggleik.

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.

Ritari

Í höggleik, einstaklingurinn sem ber ábyrgð á að skrá skor þitt á skorkort þitt og að staðfesta skorkortið. Ritarinn getur verið annar leikmaður, en þó ekki samherji þinn.

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Skorkort

Skjalið þar sem skor þitt á hverri holu er skráð í höggleik.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.