The R&A - Working for Golf
Önnur form höggleiks og holukeppni einstaklinga
Leikmannaútgáfan
Sjá golfreglurnar
Fara í hluta
21.1
a
b
c
d
e
21.2
21.3
21.4
21.5
Skoða fleira

Regla 20
Regla 22

Tilgangur: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt en í venjulegum höggleik: Stableford (skor ákvarðast af punktum á hverri holu), hámarksskor (hámark er sett á skor hverrar holu) og par/skolli (skor samkvæmt holukeppni er notað á hverri holu).

21.1
Stableford
a
Yfirlit um Stableford

Leikform í höggleik þar sem:

 • Skor þitt eða þíns liðs á holu ræðst af áunnum punktum, með því að bera höggafjölda þinn eða liðsins á holunni við fast skor á holunni, sem nefndin ákvarðar.
 • Sigurvegari keppninnar er sá leikmaður eða það lið sem lýkur öllum umferðum með flestum punktum.
b
Skor í Stableford

Þú vinnur þér inn punkta á hverri holu með því að bera höggafjölda þinn (slegin högg og vítahögg) saman við fast viðmiðunarskor á holunni. Sjá eftirfarandi töflu sem sýnir hvernig þú vinnur þér inn punkta miðað við fast viðmiðunarskor:

Hola leikin á
Meira en einu höggi yfir föstu skori eða engu skori skilað - 0 punktar
Einu höggi yfir föstu skori - 1 punktur
Fast skor - 2 punktar
Einu höggi undir föstu skori - 3 punktar
Tveimur höggum undir föstu skori - 4 punktar
Þremur höggum undir föstu skori - 5 punktar
Fjórum höggum undir föstu skori - 6 punktar

Ef þú, einhverra hluta vegna, leikur ekki í holu samkvæmt reglunum færðu engan punkt á holunni.

Til að flýta leik ertu hvattur til að hætta leik á holu þegar skor þitt mun leiða til núll punkta.

Til að uppfylla kröfur um að skrá skor hverrar holu á skorkortið:

 • Ef þú leikur í holu og skorið myndi leiða til þess að þú fengir punkt eða punkta verður skorkortið að sýna raunverulegan höggafjölda.
 • Ef þú leikur í holu og skorið myndi leiða til þess að þú fengir núll punkta verður skorkortið að sýna hvort heldur sem er ekkert skor eða hvaða höggafjölda sem er sem leiðir til þess að þú færð núll punkta.
 • Ef þú leikur ekki í holu samkvæmt reglunum verður skorkortið að sýna hvort heldur sem er ekkert skor eða hvaða höggafjölda sem er sem leiðir til þess að þú færð núll punkta.
c
Víti í Stableford

Öllum vítahöggum er bætt við skor þitt á holunni þar sem brotið átti sér stað.

Undantekning 1 – Of margar kylfur, kylfum deilt, bætt við kylfum eða skipt um kylfur.

Undantekning 2 – Rástími.

Undantekning 3 – Óhæfileg töf.

Vegna hverrar undantekningar verður þú að tilkynna nefndinni um staðreyndir brotsins áður en þú skilar skorkortinu, svo nefndin geti beitt vítinu. Ef þú gerir það ekki færðu frávísun.

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um þessar þrjár undantekningar.

Frávísunarvíti. Ef þú brýtur einhverja þessara fjögurra reglna færðu ekki frávísun en færð núll punkta á holunni þar sem brotið átti sér stað:

 • Ekki leikið í holu.
 • Mistök ekki leiðrétt þegar leikið er utan teigsins við að hefja leik á holu.
 • Mistök ekki leiðrétt þegar röngum bolta er leikið.
 • Mistök ekki leiðrétt þegar leikið er af röngum stað og um alvarlegt brot er að ræða.

Ef þú brýtur einhverja aðra reglu þar sem viðurlögin eru frávísun færðu frávísun.

d
Undantekning við reglu 11.2 í Stableford

Sjá aðalreglurnar Upplýsingar um hvenær regla 11.2 á ekki við í Stableford.

e
Hvenær umferð lýkur í Stableford

Sjá aðalreglurnar Upplýsingar um hvenær umferð lýkur í Stableford.

21.2
Hámarksskor

Leikform í höggleik þar sem skor þitt eða liðs þíns á holu er takmarkað við hámarks höggafjölda sem nefndin hefur ákveðið, svo sem tvöfalt par, fasta tölu eða nettó skramba.

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um hámarksskor.

21.3
Par/skolli

Form höggleiks þar sem skor ákvarðast eins og í holukeppni og þar sem:

 • Þú eða lið þitt vinnur eða tapar holu með því að ljúka holunni á færri höggum eða fleiri höggum (slegnum höggum og vítahöggum) en fast viðmiðunarskor á holunni, sem nefndin hefur sett.
 • Sá leikmaður eða það lið vinnur keppnina sem hefur flestan fjölda unninna hola samanborið við tapaðar holur (þ.e. með því að leggja saman unnar holur og draga frá tapaðar holur).

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um par/skolla.

21.4
Þríleikur holukeppni

Leikform í holukeppni þar sem hver þriggja leikmanna leikur sjálfstæðan leik gegn hvorum hinna tveggja leikmannanna á sama tíma og hver leikmaður leikur einum bolta sem er notaður í báðum leikjum hans.

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um þríleik holukeppni.

21.5
Önnur form golfleiks

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um önnur leikform.

Höggleikur

Leikform þar sem þú eða lið þitt keppið við alla aðra leikmenn eða lið í keppninni.

Lið

Tveir eða fleiri samherjar sem keppa saman í umferð holukeppni eða höggleiks.

Lið

Tveir eða fleiri samherjar sem keppa saman í umferð holukeppni eða höggleiks.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Lið

Tveir eða fleiri samherjar sem keppa saman í umferð holukeppni eða höggleiks.

Umferð

Átján eða færri holur, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.

Í holu

Þegar bolti þinn er kyrrstæður í holunni eftir högg þitt og allur boltinn er neðan yfirborðs flatarinnar. Þegar reglurnar vísa til þess holu hafi verið lokið er átt við að boltinn sé í holu.

Í því sérstaka tilviki að bolti hvílir upp við flaggstöngina í holunni, sjá reglu 13.2c (litið er svo á að boltinn sé í holu ef einhver hluti boltans er neðan yfirborðs flatarinnar).

Skorkort

Skjalið þar sem skor þitt á hverri holu er skráð í höggleik.

Í holu

Þegar bolti þinn er kyrrstæður í holunni eftir högg þitt og allur boltinn er neðan yfirborðs flatarinnar. Þegar reglurnar vísa til þess holu hafi verið lokið er átt við að boltinn sé í holu.

Í því sérstaka tilviki að bolti hvílir upp við flaggstöngina í holunni, sjá reglu 13.2c (litið er svo á að boltinn sé í holu ef einhver hluti boltans er neðan yfirborðs flatarinnar).

Skorkort

Skjalið þar sem skor þitt á hverri holu er skráð í höggleik.

Í holu

Þegar bolti þinn er kyrrstæður í holunni eftir högg þitt og allur boltinn er neðan yfirborðs flatarinnar. Þegar reglurnar vísa til þess holu hafi verið lokið er átt við að boltinn sé í holu.

Í því sérstaka tilviki að bolti hvílir upp við flaggstöngina í holunni, sjá reglu 13.2c (litið er svo á að boltinn sé í holu ef einhver hluti boltans er neðan yfirborðs flatarinnar).

Skorkort

Skjalið þar sem skor þitt á hverri holu er skráð í höggleik.

Í holu

Þegar bolti þinn er kyrrstæður í holunni eftir högg þitt og allur boltinn er neðan yfirborðs flatarinnar. Þegar reglurnar vísa til þess holu hafi verið lokið er átt við að boltinn sé í holu.

Í því sérstaka tilviki að bolti hvílir upp við flaggstöngina í holunni, sjá reglu 13.2c (litið er svo á að boltinn sé í holu ef einhver hluti boltans er neðan yfirborðs flatarinnar).

Skorkort

Skjalið þar sem skor þitt á hverri holu er skráð í höggleik.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Skorkort

Skjalið þar sem skor þitt á hverri holu er skráð í höggleik.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Í holu

Þegar bolti þinn er kyrrstæður í holunni eftir högg þitt og allur boltinn er neðan yfirborðs flatarinnar. Þegar reglurnar vísa til þess holu hafi verið lokið er átt við að boltinn sé í holu.

Í því sérstaka tilviki að bolti hvílir upp við flaggstöngina í holunni, sjá reglu 13.2c (litið er svo á að boltinn sé í holu ef einhver hluti boltans er neðan yfirborðs flatarinnar).

Teigur

Svæðið þaðan sem þú verður að leika til að hefja leik á holunni sem þú ert að leika. Teigurinn er ferhyrnt svæði sem er tveggja kylfulengda djúpt og:

 • Að framan afmarkast svæðið af línunni á milli fremstu brúna tveggja teigmerkja, eins og þau eru staðsett af nefndinni.
 • Til hliðanna afmarkast svæðið af línum aftur frá ystu brúnum teigmerkjanna.
Rangur bolti

Sérhver bolti annar en:

 • Bolti í leik (hvort sem er upphaflegur bolti þinn eða skiptibolti),
 • Varabolti (áður en þú hættir að nota hann samkvæmt reglu 18.3c), eða
 • Annar bolti í höggleik, leikinn samkvæmt reglu 14.7b eða reglu 20.1c.

Dæmi um rangan bolta eru bolti annars leikmanns, í leik, flækingsbolti og þinn eigin bolti þegar boltinn er út af, er týndur eða hefur verið lyft og ekki settur aftur í leik.

Rangur staður

Sérhver staður á vellinum, annar en þar sem þú átt eða mátt leika bolta þínum samkvæmt reglunum.

Alvarlegt brot

Ef þú getur öðlast umtalsverðan ávinning með því að leika frá röngum stað í höggleik, samanborið við höggið sem hefði verið slegið frá réttum stað.

Höggleikur

Leikform þar sem þú eða lið þitt keppið við alla aðra leikmenn eða lið í keppninni.

Lið

Tveir eða fleiri samherjar sem keppa saman í umferð holukeppni eða höggleiks.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Höggleikur

Leikform þar sem þú eða lið þitt keppið við alla aðra leikmenn eða lið í keppninni.

Holukeppni

Leikform þar sem þú eða lið þitt leikur beint gegn mótherja eða liði í leik sem samanstendur af einni eða fleiri umferðum.

Lið

Tveir eða fleiri samherjar sem keppa saman í umferð holukeppni eða höggleiks.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Lið

Tveir eða fleiri samherjar sem keppa saman í umferð holukeppni eða höggleiks.

Holukeppni

Leikform þar sem þú eða lið þitt leikur beint gegn mótherja eða liði í leik sem samanstendur af einni eða fleiri umferðum.