The R&A - Working for Golf
Fjórmenningur (einnig þekkt sem slegið til skiptis)
Leikmannaútgáfan
Sjá golfreglurnar
Skoða fleira

Regla 21
Regla 23

Tilgangur: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með því að slá einn bolta til skiptis. Reglurnar fyrir þetta leikform eru að grunni til þær sömu og í einstaklingskeppni, nema að samherjarnir þurfa að slá teighögg til skiptis til að hefja leik á holu og ljúka síðan holunni með því að slá til skiptis.

22
Fjórmenningur (einnig þekkt sem slegið til skiptis)

Leikform í holukeppni eða höggleik þar sem þú og samherji þinn keppið sem lið og leikið einum bolta til skiptis á hverri holu. Þú og samherji þinn verðið að skiptast á um að leika af teig á hverri holu.

Vítahögg hafa ekki áhrif á leikröð þína og samherja þíns.

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um fjórmenning.

Holukeppni

Leikform þar sem þú eða lið þitt leikur beint gegn mótherja eða liði í leik sem samanstendur af einni eða fleiri umferðum.

Höggleikur

Leikform þar sem þú eða lið þitt keppið við alla aðra leikmenn eða lið í keppninni.

Samherji

Leikmaður sem keppir með öðrum leikmanni í liði, annaðhvort í holukeppni eða höggleik.

Lið

Tveir eða fleiri samherjar sem keppa saman í umferð holukeppni eða höggleiks.

Samherji

Leikmaður sem keppir með öðrum leikmanni í liði, annaðhvort í holukeppni eða höggleik.

Samherji

Leikmaður sem keppir með öðrum leikmanni í liði, annaðhvort í holukeppni eða höggleik.

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.