Tilgangur: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær þú mátt æfa þig á vellinum fyrir umferð eða á meðan þú leikur umferð, hvenær umferð þín hefst og henni lýkur og hvað gerist þegar stöðva þarf leik eða hefja hann að nýju. Þér er ætlað að:
Þegar komið er að þér að slá er mælst til að ekki líði meira en 40 sekúndur þar til þú slærð höggið og oftast styttri tími.
„Umferð“ er 18 holur eða færri, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.
Sjá aðalreglurnar Upplýsingar um merkingu hugtaksins „umferð“ og hvernig reglunum er beitt þegar leikur er stöðvaður eða þegar umferð lýkur með jafntefli.
Með „æfingu á vellinum“ er átt við að leika bolta eða prófa yfirborð flatar á einhverri holu með því að rúlla bolta eða nudda yfirborðið.
Þú mátt æfa á vellinum fyrir umferð eða á milli umferða í holukeppni.
Á keppnisdegi í höggleik:
Víti fyrir brot á reglu 5.2:
Þú verður að hefja leik á rástíma þínum (og hvorki fyrr né síðar).
Víti fyrir brot á reglu 5.3a: Frávísun, nema undir eftirfarandi þrennum kringumstæðum:
Þú verður að leika hverja holu með mótherja þínum í holukeppni eða í ráshópnum sem nefndin ákvað í höggleik.
Víti fyrir brot á reglu 5.4: Frávísun.
Þú mátt ekki slá æfingahögg á meðan þú leikur holu eða á milli hola.
Undantekning – Á milli hola máttu æfa pútt og vipp á eða nærri flöt holunnar sem þú varst að ljúka, á öllum æfingaflötum og á teig næstu holu þinnar. Þó máttu ekki slá slík æfingahögg úr glompu og mátt ekki tefja leik.
Víti fyrir brot á reglu 5.5: Almennt víti. Ef brotið á sér stað á milli hola skráist vítið á næstu holu þína.
Sjá aðalreglurnar Upplýsingar um æfingu á meðan leik er frestað eða hann stöðvaður af öðrum ástæðum.
Þú mátt ekki tefja leik að óþörfu, hvorki við leik holu eða á milli hola.
Víti fyrir brot á reglu 5.6a:
Ef þú tefur leik að óþörfu á milli hola skráist vítið á næstu holu.
Golfumferð á að leika rösklega.
Leikhraði þinn hefur líklega áhrif á hversu lengi aðrir leikmenn eru að leika sína umferð, bæði þeir sem eru með þér í ráshópi og þeir sem eru í ráshópunum á eftir. Þú ert hvattur til að hleypa hraðari ráshópum fram úr.
Tilmæli um leikhraða. Þú ættir að leika rösklega alla umferðina, þar á meðal við að:
Þú ættir að undirbúa næsta högg í tíma og vera tilbúinn að leika þegar kemur að þér.
Þegar komið er að þér að leika:
Að leika í annarri röð til að flýta fyrir. Leiktu þegar þú ert tilbúinn í höggleik, en á öruggan og ábyrgan hátt.
Í holukeppni mátt þú og mótherji þinn komast að samkomulagi um að leika í annarri röð til að flýta fyrir.
Á meðan þú leikur umferð máttu ekki stöðva leik nema undir eftirfarandi kringumstæðum:
Ef þú stöðvar leik af einhverri ástæðu sem ekki er heimil samkvæmt þessari reglu, eða tilkynnir það ekki nefndinni þegar slíkt er skylt, færðu frávísun.
Tafarlaus frestun (t.d. þegar hætta steðjar að).Ef nefndin lýsir yfir tafarlausri frestun leiks verður þú að stöðva leik þegar í stað og mátt ekki slá fleiri högg fyrr en nefndin hefur leik að nýju.
Venjuleg frestun (svo sem vegna myrkurs eða óleikhæfs vallar). Ef allir leikmenn í þínum ráshópi eru á milli hola verðið þið að stöðva leik og megið ekki slá högg til að hefja leik á annarri holu fyrr en nefndin hefur leik að nýju.
Ef einhver leikmaður í ráshópnum hefur hafið leik á holu ráðið þið hvort þið stöðvið leik strax eða ljúkið holunni. Þegar þið ljúkið holunni, eða stöðvið leik áður en þið ljúkið holunni, megið þið ekki slá fleiri högg fyrr en nefndin hefur leik að nýju.
Víti fyrir brot á reglu 5.7b: Frávísun.
Þú verður að hefja leik að nýju á þeim tíma sem nefndin ákveður og á staðnum þar sem þú stöðvaðir leik á holu eða, ef þú varst á milli hola, á næsta teig, jafnvel þótt leikur sé hafinn að nýju annan dag.
Víti fyrir brot á reglu 5.7c: Frávísun.
Þegar leikur á holu stöðvast samkvæmt þessari reglu máttu merkja staðsetningu boltans og lyfta honum.
Annaðhvort áður en eða þegar leikur hefst að nýju:
Víti fyrir að leika bolta af röngum stað, andstætt reglu 5.7d: Almennt víti.
Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).
Allt leiksvæðið innan jaðars vallarmarka sem sett eru af nefndinni. Jaðar vallarmarkanna framlengist bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.
Allt leiksvæðið innan jaðars vallarmarka sem sett eru af nefndinni. Jaðar vallarmarkanna framlengist bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.
Svæðið þaðan sem þú verður að leika til að hefja leik á holunni sem þú ert að leika. Teigurinn er ferhyrnt svæði sem er tveggja kylfulengda djúpt og:
Allt leiksvæðið innan jaðars vallarmarka sem sett eru af nefndinni. Jaðar vallarmarkanna framlengist bæði upp frá jörðu og niður fyrir yfirborð jarðar.
Einstaklingurinn sem þú keppir við í holukeppni. Hugtakið mótherji á einungis við í holukeppni.
Leikform þar sem þú eða lið þitt leikur beint gegn mótherja eða liði í leik sem samanstendur af einni eða fleiri umferðum.
Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).
Svæðið þaðan sem þú verður að leika til að hefja leik á holunni sem þú ert að leika. Teigurinn er ferhyrnt svæði sem er tveggja kylfulengda djúpt og:
Sérgert svæði úr sandi, sem oft er lægð þaðan sem torf eða jarðvegur hefur verið fjarlægður. Eftirfarandi er ekki hluti glompu:
Svæðið þaðan sem þú verður að leika til að hefja leik á holunni sem þú ert að leika. Teigurinn er ferhyrnt svæði sem er tveggja kylfulengda djúpt og:
Leikform þar sem þú eða lið þitt leikur beint gegn mótherja eða liði í leik sem samanstendur af einni eða fleiri umferðum.
Einstaklingurinn sem þú keppir við í holukeppni. Hugtakið mótherji á einungis við í holukeppni.
Leikform þar sem þú eða lið þitt leikur beint gegn mótherja eða liði í leik sem samanstendur af einni eða fleiri umferðum.
Einstaklingurinn sem þú keppir við í holukeppni. Hugtakið mótherji á einungis við í holukeppni.
Svæðið þaðan sem þú verður að leika til að hefja leik á holunni sem þú ert að leika. Teigurinn er ferhyrnt svæði sem er tveggja kylfulengda djúpt og:
Að sýna staðsetningu kyrrstæðs bolta, annaðhvort með því að leggja boltamerki rétt aftan við eða rétt við boltann, eða halda kylfu á jörðinni rétt aftan við eða rétt við boltann.
Að leggja bolta með því að setja hann niður og sleppa honum, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik.
Að sýna staðsetningu kyrrstæðs bolta, annaðhvort með því að leggja boltamerki rétt aftan við eða rétt við boltann, eða halda kylfu á jörðinni rétt aftan við eða rétt við boltann.
Að leggja bolta með því að setja hann niður og sleppa honum, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik.
Sérhver staður á vellinum, annar en þar sem þú átt eða mátt leika bolta þínum samkvæmt reglunum.