The R&A - Working for Golf
Völlurinn leikinn eins og komið er að honum
Leikmannaútgáfan
Sjá golfreglurnar
Fara í hluta
8.1
a
b
c
d
8.2
8.3
Skoða fleira

Regla 7
Regla 9

Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum.“ Þegar bolti þinn stöðvast verður þú að öllu jöfnu að sætta þig við þær aðstæður sem hafa áhrif á höggið og mátt ekki bæta þær áður en þú leikur boltanum. Samt máttu framkvæma tilteknar hóflegar athafnir þótt þær bæti þessar aðstæður og undir ákveðnum kringumstæðum máttu endurgera aðstæðurnar vítalaust, eftir að þeim hefur verið breytt til betri eða verri vegar.

8.1
Athafnir þínar sem bæta aðstæður sem hafa áhrif á högg þitt

Þessi regla takmarkar hvað þú mátt gera til að bæta einhverjar af „aðstæðunum sem hafa áhrif á högg þitt“ (sjá skilgreiningu varðandi hluti sem ekki má gera).

a
Óleyfilegar athafnir

Að undanskildum þeim takmörkuðu athöfnum sem leyfðar eru í reglum 8.1b, c og d, máttu ekki gera neitt af eftirtöldu, ef það bætir aðstæður sem hafa áhrif á högg þitt:

 • Hreyfa, beygja eða brjóta náttúrulega hluti sem vaxa eða eru fastir, eða óhreyfanlegar hindranir, allt sem telst hluti vallar og vallarmarkahluti, eða teigmerki á teignum þegar bolta er leikið frá þeim teig.
 • Stilla upp lausung eða hreyfanlegum hindrunum (svo sem til að byggja stöðu).
 • Breyta yfirborði jarðarinnar.
 • Fjarlægja eða þrýsta niður sandi eða lausum jarðvegi.
 • Fjarlægja dögg, hrím eða vatn.

Víti fyrir brot á reglu 8.1a: Almennt víti.

b
Athafnir sem eru leyfðar

Í undirbúningi fyrir högg eða í högginu sjálfu máttu gera eftirfarandi og það er vítalaust þótt það bæti aðstæður sem hafa áhrif á höggið:

 • Leita á eðlilegan hátt að bolta þínum með hóflegum athöfnum, til að finna hann og þekkja.
 • Aðhafast hóflega til að fjarlægja lausung og hreyfanlegar hindranir.
 • Aðhafast hóflega til að merkja staðsetningu bolta og til að lyfta boltanum og leggja hann aftur.
 • Leggja kylfuhausinn létt niður, rétt framan eða aftan við boltann (þó máttu það ekki í glompu).
 • Taka þér trygga fótstöðu, þar á meðal að grafa fæturna hóflega í sand eða lausan jarðveg.
 • Taka þér eðlilega stöðu með hóflegum athöfnum til að komast að boltanum og taka þér síðan stöðu. Þó áttu ekki kröfu til eðlilegrar stöðu eða sveiflu og verður að nota athafnir sem valda sem minnstri truflun þegar þú glímir við þessar tilteknu kringumstæður.
 • Slá högg eða sveifla kylfunni aftur fyrir högg sem er síðan slegið. Þó er bannað að snerta sandinn í glompunni í aftursveiflunni, þegar bolti þinn er í glompu.
 • Á flötinni, fjarlægja sand og lausan jarðveg og lagfæra skemmdir.
 • Hreyfa náttúrulega hluti til að athuga hvort þeir eru lausir. Hins vegar, ef í ljós kemur að hluturinn vex eða er fastur verður hluturinn að haldast fastur og koma verður honum eins nærri upphaflegri staðsetningu og hægt er.

Sjá aðalreglurnar Upplýsingar um hvað er leyft á teignum og í glompu.

c
Að forðast víti með því að endurgera aðstæður sem hafa batnað, andstætt reglu 8.1a

Í ákveðnum tilvikum getur þú komist hjá vítinu með því að endurgera upphaflegu aðstæðurnar áður en þú slærð högg. Nefndin mun ákvarða hvort tekist hafi að eyða betrumbótinni.

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um hvernig forðast má víti með því að endurgera aðstæður sem hafa batnað.

d
Að endurgera aðstæður sem versnuðu eftir að bolti stöðvaðist

Ef aðstæðurnar sem hafa áhrif á höggið hafa versnað af völdum annars leikmanns, dýrs eða manngerðs hlutar eftir að bolti þinn stöðvaðist, áttu kost á að endurgera upphaflegu aðstæðurnar eins og hægt er. Hins vegar máttu ekki endurgera aðstæðurnar ef þær versnuðu af þínum völdum, vegna náttúrulegs hlutar eða vegna náttúruaflanna.

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um að endurgera aðstæður sem hafa versnað eftir að bolti þinn stöðvaðist.

8.2
Að breyta öðrum áþreifanlegum aðstæðum, vísvitandi til að hafa áhrif á kyrrstæðan bolta þinn eða tilvonandi högg

Sjá aðalreglurnar Nánari upplýsingar um vísvitandi athafnir til að breyta öðrum áþreifanlegum aðstæðum í þeim tilgangi að hafa áhrif á bolta þinn, þar á meðal undantekningu sem heimilar athafnir til að halda vellinum snyrtilegum.

8.3
Að breyta áþreifanlegum aðstæðum, vísvitandi til að hafa áhrif á kyrrstæðan bolta annars leikmanns eða tilvonandi högg hans

Sjá aðalreglurnar Upplýsingar um vísvitandi athafnir til að breyta öðrum áþreifanlegum aðstæðum í þeim tilgangi að hafa áhrif á kyrrstæðan bolta annars leikmanns eða tilvonandi högg.

Bæta

Að breyta einhverjum aðstæðna sem hafa áhrif á högg þitt eða öðrum áþreifanlegum aðstæðum sem hafa áhrif á leik þinn þannig að þú öðlast hugsanlegan ávinning fyrir högg þitt.

Aðstæður sem hafa áhrif á höggið

Lega kyrrstæðs bolta þíns, svæði fyrirhugaðrar stöðu þinnar, svæði fyrirhugaðs sveiflusviðs þíns, leiklína þín og lausnarsvæðið þar sem þú munt láta bolta falla eða munt leggjabolta.

Bæta

Að breyta einhverjum aðstæðna sem hafa áhrif á högg þitt eða öðrum áþreifanlegum aðstæðum sem hafa áhrif á leik þinn þannig að þú öðlast hugsanlegan ávinning fyrir högg þitt.

Aðstæður sem hafa áhrif á höggið

Lega kyrrstæðs bolta þíns, svæði fyrirhugaðrar stöðu þinnar, svæði fyrirhugaðs sveiflusviðs þíns, leiklína þín og lausnarsvæðið þar sem þú munt láta bolta falla eða munt leggjabolta.

Óhreyfanleg hindrun

Sérhver hindrun sem ekki er hægt að hreyfa án óhæfilegrar fyrirhafnar eða án þess að skemma hindrunina eða völlinn og fellur að öðru leyti ekki að skilgreiningu á hreyfanlegri hindrun.

Hluti vallar

Manngerður hlutur sem er skilgreindur af nefndinni sem hluti áskorunarinnar við að leika völlinn og þaðan sem vítalaus lausn fæst ekki.

Litið er á manngerða hluti sem nefndin hefur skilgreint hluta vallar sem óhreyfanlega (sjá reglu 8.1a). Hins vegar, ef hluti af hluta vallar (svo sem hlið, hurð eða hluti af föstum kapli) fellur að skilgreiningunni á hreyfanlegri hindrun er litið á þann hluta sem hreyfanleg hindrun.

Hlutar vallar eru hvorki hindranirvallarmarkahlutir.

Vallarmarkahlutur

Manngerður hlutur sem ákvarðar eða sýnir hvað er út af, svo sem veggir, girðingar, stikur og rimlagirðingar, þaðan sem vítalaus lausn fæst ekki.

Þetta felur í sér alla sökkla og staura vallarmarkagirðingar, en ekki skástífur eða stög sem eru fest við veggi eða girðingar, eða þrep, brýr eða sambærileg mannvirki sem notuð eru til að komast yfir vegginn eða girðinguna.

Litið er á vallarmarkahluti sem óhreyfanlega, jafnvel þótt þeir séu hreyfanlegir eða einhver hluti þeirra er hreyfanlegur (sjá reglu 8.1a).

Vallarmarkahlutir eru hvorki hindranirhluti vallar.

Teigur

Svæðið þaðan sem þú verður að leika til að hefja leik á holunni sem þú ert að leika. Teigurinn er ferhyrnt svæði sem er tveggja kylfulengda djúpt og:

 • Að framan afmarkast svæðið af línunni á milli fremstu brúna tveggja teigmerkja, eins og þau eru staðsett af nefndinni.
 • Til hliðanna afmarkast svæðið af línum aftur frá ystu brúnum teigmerkjanna.
Teigur

Svæðið þaðan sem þú verður að leika til að hefja leik á holunni sem þú ert að leika. Teigurinn er ferhyrnt svæði sem er tveggja kylfulengda djúpt og:

 • Að framan afmarkast svæðið af línunni á milli fremstu brúna tveggja teigmerkja, eins og þau eru staðsett af nefndinni.
 • Til hliðanna afmarkast svæðið af línum aftur frá ystu brúnum teigmerkjanna.
Lausung

Allir lausir náttúrulegir hlutir, svo sem:

 • Steinar, laust gras, lauf, greinar og stönglar,
 • Dauð dýr og dýraúrgangur,
 • Ormar, skordýr og svipuð dýr sem auðvelt er að fjarlægja og hraukar eða vefir sem þau mynda (svo sem hraukar eftir orma og mauraþúfur), og
 • Kekkir af þjöppuðum jarðvegi (þar á meðal götunartappar).

Slíkir náttúrulegir hlutir teljast ekki lausir ef þeir:

 • Eru fastir eða vaxa,
 • Eru jarðfastir (þ.e. ekki er auðvelt að lyfta þeim), eða
 • Loða við boltann.

Sértilvik:

 • Sandur og laus jarðvegur eru ekki lausung.
 • Dögg, hrím og vatn eru ekki lausung.
 • Snjór og náttúrulegur ís (annar en hrím) eru annaðhvort lausung eða, þegar það er á jörðinni, tímabundið vatn, að þínu vali.
 • Köngulóarvefir eru lausung, jafnvel þótt þeir loði við aðra hluti.
Hreyfanleg hindrun

Hindrun sem hægt er að færa með hóflegri fyrirhöfn og án þess að skemma hindrunina eða völlinn.

Ef hluti óhreyfanlegrar hindrunar eða hluta vallar (svo sem hlið eða hurð eða hluti af föstum kapli) uppfyllir þessi tvö viðmið, er litið á þann hluta sem hreyfanlega hindrun.Þó á þetta ekki við ef hreyfanlegum hluta óhreyfanlegrar hindrunar eða hluta vallar er ekki ætlað að hreyfast (svo sem laus steinn í grjótgarði).

Staða

Staðsetning fóta og líkama þíns þegar þú undirbýrð þig fyrir og slærð högg.

Almennt víti

Holutap í holukeppni eða tvö vítahögg í höggleik.

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.

Bæta

Að breyta einhverjum aðstæðna sem hafa áhrif á högg þitt eða öðrum áþreifanlegum aðstæðum sem hafa áhrif á leik þinn þannig að þú öðlast hugsanlegan ávinning fyrir högg þitt.

Aðstæður sem hafa áhrif á höggið

Lega kyrrstæðs bolta þíns, svæði fyrirhugaðrar stöðu þinnar, svæði fyrirhugaðs sveiflusviðs þíns, leiklína þín og lausnarsvæðið þar sem þú munt láta bolta falla eða munt leggjabolta.

Lausung

Allir lausir náttúrulegir hlutir, svo sem:

 • Steinar, laust gras, lauf, greinar og stönglar,
 • Dauð dýr og dýraúrgangur,
 • Ormar, skordýr og svipuð dýr sem auðvelt er að fjarlægja og hraukar eða vefir sem þau mynda (svo sem hraukar eftir orma og mauraþúfur), og
 • Kekkir af þjöppuðum jarðvegi (þar á meðal götunartappar).

Slíkir náttúrulegir hlutir teljast ekki lausir ef þeir:

 • Eru fastir eða vaxa,
 • Eru jarðfastir (þ.e. ekki er auðvelt að lyfta þeim), eða
 • Loða við boltann.

Sértilvik:

 • Sandur og laus jarðvegur eru ekki lausung.
 • Dögg, hrím og vatn eru ekki lausung.
 • Snjór og náttúrulegur ís (annar en hrím) eru annaðhvort lausung eða, þegar það er á jörðinni, tímabundið vatn, að þínu vali.
 • Köngulóarvefir eru lausung, jafnvel þótt þeir loði við aðra hluti.
Hreyfanleg hindrun

Hindrun sem hægt er að færa með hóflegri fyrirhöfn og án þess að skemma hindrunina eða völlinn.

Ef hluti óhreyfanlegrar hindrunar eða hluta vallar (svo sem hlið eða hurð eða hluti af föstum kapli) uppfyllir þessi tvö viðmið, er litið á þann hluta sem hreyfanlega hindrun.Þó á þetta ekki við ef hreyfanlegum hluta óhreyfanlegrar hindrunar eða hluta vallar er ekki ætlað að hreyfast (svo sem laus steinn í grjótgarði).

Merkja

Að sýna staðsetningu kyrrstæðs bolta, annaðhvort með því að leggja boltamerki rétt aftan við eða rétt við boltann, eða halda kylfu á jörðinni rétt aftan við eða rétt við boltann.

Leggja aftur

Að leggja bolta með því að setja hann niður og sleppa honum, í þeim tilgangi að boltinn verði í leik.

Glompa

Sérgert svæði úr sandi, sem oft er lægð þaðan sem torf eða jarðvegur hefur verið fjarlægður. Eftirfarandi er ekki hluti glompu:

 • Kantur, veggur eða bakki við jaðar sérgerða svæðisins, gert úr jarðvegi, grasi, stöfluðu torfi eða manngerðu efni.
 • Jarðvegur eða sérhver náttúrulegur hlutur sem vex eða er fastur innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem gras, runnar eða tré).
 • Sandur sem hefur borist yfir eða er utan jaðars tilbúna svæðisins.
 • Öll önnur sandsvæði á vellinum sem eru ekki innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem eyðimerkur eða önnur náttúruleg sandsvæði).
Staða

Staðsetning fóta og líkama þíns þegar þú undirbýrð þig fyrir og slærð högg.

Staða

Staðsetning fóta og líkama þíns þegar þú undirbýrð þig fyrir og slærð högg.

Staða

Staðsetning fóta og líkama þíns þegar þú undirbýrð þig fyrir og slærð högg.

Staða

Staðsetning fóta og líkama þíns þegar þú undirbýrð þig fyrir og slærð högg.

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.

Glompa

Sérgert svæði úr sandi, sem oft er lægð þaðan sem torf eða jarðvegur hefur verið fjarlægður. Eftirfarandi er ekki hluti glompu:

 • Kantur, veggur eða bakki við jaðar sérgerða svæðisins, gert úr jarðvegi, grasi, stöfluðu torfi eða manngerðu efni.
 • Jarðvegur eða sérhver náttúrulegur hlutur sem vex eða er fastur innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem gras, runnar eða tré).
 • Sandur sem hefur borist yfir eða er utan jaðars tilbúna svæðisins.
 • Öll önnur sandsvæði á vellinum sem eru ekki innan jaðars sérgerða svæðisins (svo sem eyðimerkur eða önnur náttúruleg sandsvæði).
Flöt

Svæðið á holunni sem þú ert að leika, sem er sérstaklega útbúið fyrir pútt eða hefur verið skilgreint sem flöt af nefndinni (til dæmis þegar tímabundnar flatir eru í notkun).

Aðstæður sem hafa áhrif á höggið

Lega kyrrstæðs bolta þíns, svæði fyrirhugaðrar stöðu þinnar, svæði fyrirhugaðs sveiflusviðs þíns, leiklína þín og lausnarsvæðið þar sem þú munt láta bolta falla eða munt leggjabolta.

Högg

Hreyfing kylfunnar fram á við til að hitta boltann.

Nefndin

Einstaklingurinn eða hópurinn sem ber ábyrgð á keppninni eða vellinum.

Aðstæður sem hafa áhrif á höggið

Lega kyrrstæðs bolta þíns, svæði fyrirhugaðrar stöðu þinnar, svæði fyrirhugaðs sveiflusviðs þíns, leiklína þín og lausnarsvæðið þar sem þú munt láta bolta falla eða munt leggjabolta.

Dýr

Sérhver lifandi meðlimur dýraríkisins (annar en fólk).

Aðstæður sem hafa áhrif á höggið

Lega kyrrstæðs bolta þíns, svæði fyrirhugaðrar stöðu þinnar, svæði fyrirhugaðs sveiflusviðs þíns, leiklína þín og lausnarsvæðið þar sem þú munt láta bolta falla eða munt leggjabolta.

Aðstæður sem hafa áhrif á höggið

Lega kyrrstæðs bolta þíns, svæði fyrirhugaðrar stöðu þinnar, svæði fyrirhugaðs sveiflusviðs þíns, leiklína þín og lausnarsvæðið þar sem þú munt láta bolta falla eða munt leggjabolta.

Náttúruöflin

Áhrif náttúrunnar, svo sem vindur, vatn eða þegar eitthvað gerist án sýnilegrar ástæðu vegna áhrifa þyngdarafls.