Mynd 19.3: LAUSNARMÖGULEIKAR VEGNA ÓSLÁANLEGS BOLTA Í GLOMPU
Leikmaður ákveður að bolti sinn í glompu sé ósláanlegur. Leikmaurinn hefur fjóra kosti:
- Leikmaðurinn má taka fjarlægðarlausn, gegn einu vítahöggi.
- Leikmaðurinn má taka aftur-á-línu lausn innan glompunnar, gegn einu vítahöggi.
- Leikmaðurinn má taka hliðarlausn innan glompunnar, gegn einu vítahöggi.
- Gegn samtals tveimur vítahöggum, má leikmaðurinn taka aftur-á-línu-lausn utan glompunnar.