Bolti í eða á hreyfanlegri hindrun
Þú mátt taka lausn án vítis með því að lyfta boltanum, fjarlægja hreyfanlegu hindrunina og láta upphaflega boltann eða annan bolta falla eins og sýnt er á mynd #2 15.2a.
MYND #2 15.2a: BOLTI Í EÐA Á HREYFANLEGRI HINDRUN
- Þegar bolti er í eða á hreyfanlegri hindrun (svo sem handklæði) hvar sem er á vellinum, má taka vítalausa lausn með því að lyfta boltanum, fjarlægja hindrunina og láta boltann eða annan bolta falla, nema á flötinni þar sem leggja skal boltann.
- Viðmiðunarstaðurinn fyrir lausn er áætlaði staðurinn beint undir staðnum þar sem boltinn var kyrrstæður í eða á hreyfanlegu hindruninni.
- Lausnarsvæðið er innan einnar kylfulengdar frá viðmiðunarstaðnum, er ekki nær holunni en viðmiðunarstaðurinn og verður að vera á sama svæði vallarins og viðmiðunarstaðurinn.
Viðeigandi regla - 15.2a(2)