Sokkinn bolti - Vítalaus lausn vegna sokkins bolta
Ef bolti þinn er sokkinn á almenna svæðinu máttu taka lausn án vítis með því að láta bolta falla eins og sýnt er á mynd 16.3b.
MYND 16.3b: VÍTALAUS LAUSN VEGNA SOKKINS BOLTA
- Þegar bolti er sokkinn á almenna svæðinu er vítalaus lausn leyfð.
- Viðmiðurnarstaðurinn fyrir lausnina er rétt aftan við þar sem boltinn er sokkinn.
- Lausnarsvæðið er innan einnar kylfulengdar frá viðmiðunarstaðnum, er ekki nær holunni en viðmiðunarstaðurinn og verður að vera á almenna svæðinu.
- Láta verður bolta falla innan lausnarsvæðisins og boltinn verður að stöðvast þar.