Vítum er ætlað að eyða öllum hugsanlegum ávinningi. Stig víta eru í aðalatriðum þrjú:
Eins höggs víti. Þetta víti á bæði við í holukeppni og höggleik samkvæmt ákveðnum reglum þar sem annaðhvort (a) hugsanlegur ávinningur af broti er lítill eða (b) leikmaður tekur lausn gegn víti með því að leika bolta frá öðrum stað en þar sem upphaflegi boltinn liggur.
Almennt víti (holutap í holukeppni, tveggja högga víti í höggleik). Þetta víti á við um brot á flestum reglum þar sem hugsanlegur ávinningur er meiri en þar sem viðurlögin felast í einu vítahöggi.
Frávísun. Bæði í holukeppni og höggleik kannt þú að hljóta frávísun frá keppninni fyrir ákveðnar athafnir eða reglubrot sem fela í sér alvarlega óviðeigandi háttsemi (sjá reglu 1.2) eða ef hugsanlegur ávinningur er of mikill til að hægt sé að telja skor þitt gilt.