Bolti (eða boltamerki) hreyfður - Óvart - Af einhverjum leikmanni
Það er vítalaust þótt einhver leikmaður (þar á meðal þú) hreyfi óvart bolta þinn eða boltamerki á flötinni. Þú verður að leggja boltann aftur á upphaflegan stað (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur), eða leggja boltamerki til að merkja upphaflega staðinn. Undantekning – Þú verður að leika boltanum þar sem hann liggur ef boltinn byrjar að hreyfast í aftursveiflu þinni eða í höggi og þú slærð höggið.