Að slá högg á flötinni - Að slá högg og standa um leið yfir leiklínu
Þú mátt ekki slá högg úr stöðu með fæturna vísvitandi sitt hvoru megin við leiklínuna, eða með annan fótinn vísvitandi í leiklínunni, eða framlengingu hennar aftan við boltann.
Í þessari reglu einni innifelur leiklínan ekki hæfilega fjarlægð til hliðanna.
Víti fyrir að slá högg andstætt reglu 10.1: Almennt víti.
Í höggleik gildir högg sem er slegið í andstöðu við þessa reglu og leikmaðurinn fær tvö vítahögg.