Holukeppni
  • Við upphaf fyrstu holu. Leikröðin ræðst af töfluröð eða, ef töfluröð er ekki fyrir hendi, af samkomulagi eða hendingu (t.d. með því að kasta upp á það).
  • Við upphaf annarra hola. Leikmaðurinn sem síðast vann holu á teiginn á næsta teig. Ef holan féll á sá sem átti teiginn á síðustu holu áfram teiginn.
  • Eftir að báðir leikmenn hafa byrjað leik á holu. Fyrst á að leika boltanum sem er lengra frá holunni.
Í öllum tilvikum, ef þú leikur þegar mótherji þinn átti að leika er það vítalaust og þú leikur boltanum þar sem hann liggur en mótherjinn getur afturkallað höggið. Undantekning – Samkomulag um að leika í annarri röð til að flýta fyrir: Til að flýta fyrir mátt þú og mótherji þinn komast að samkomulagi um að leika í annarri röð.