Lyfta bolta til að sjá hvort skorinn eða sprunginn
Ef þú hefur ástæðu til að ætla við leik holu að skurður eða sprunga hafi myndast í bolta þinn máttu lyfta boltanum til að skoða hann. Þú verður fyrst að merkja staðsetningu boltans og mátt ekki hreinsa boltann (nema hann sé á flötinni).
Ef þú lyftir boltanum án þess að hafa þessa rökstuddu ástæðu til þess, merkir ekki staðsetningu boltans áður en þú lyftir honum eða hreinsar hann þegar það má ekki, færðu eitt vítahögg.
Þú mátt aðeins skipta um bolta (með því að leggja hann aftur á upphaflegan stað) ef augljóst er að upphaflegi boltinn er skorinn eða sprunginn og ef þessi skemmd varð við leik holunnar sem þú ert að leika, en ekki ef boltinn er bara rispaður eða skafinn eða ef einungis málning boltans er skemmd eða upplituð.
Viðeigandi regla - 4.2c(1)