Í hverju eftirfarandi kringumstæðna er aftur-á-línu lausn ekki í boði vegna ósláanlegs bolta?
A
Vegna ósláanlegs bolta innan rauðs vítasvæðis.
B
Vegna ósláanlegs bolta í glompu.
C
Vegna ósláanlegs bolta á almenna svæðinu.
2/76
Hver eftirfarandi lista inniheldur eingöngu óeðlilegar vallaraðstæður:
A
Dýraholur, plastflöskur og göngustígar.
B
Grund í aðgerð, hrífur og göngustígar.
C
Grund í aðgerð, vökvunarstútar og tímabundið vatn.
3/76
Aðstæður sem hafa áhrif á höggið eru:
A
Lega kyrrstæðs bolta þíns, fyrirhuguð staða, fyrirhugað sveiflusvið, leiklínan og lausnarsvæðið þar sem þú munt láta bolta falla eða leggja bolta.
B
Lega kyrrstæðs bolta þíns, fyrirhuguð staða og fyrirhugað sveiflusvið.
C
Lega kyrrstæðs bolta þíns og fyrirhuguð staða.
4/76
Við að leggja aftur bolta sem hreyfðist óvart við leit í þykkum karga, hvað af eftirtöldu er rétt:
A
Þú verður að áætla upphaflega staðinn og leggja boltann þar, ofan á grasstráunum sem þar eru.
B
Þú verður að áætla upphaflega staðinn og leggja boltann einhvers staðar innan kylfulengdar frá þeim stað.
C
Þú verður að áætla upphaflega staðinn og leggja boltann þar og á þann hátt sem boltinn lá áður í grasinu.
5/76
Hvað af eftirfarandi fellur ekki undir ábyrgð leikmanns varðandi skorkortið:
A
Rétt forgjöf.
B
Heildarskorið.
C
Undirskrift leikmannsins.
6/76
Við að leika varabolta, áður en þú slærð höggið verður þú að:
A
Tilkynna að þú ætlir að leika varabolta.
B
Staðfesta tegund boltans sem þú ætlar að leika.
C
Staðfesta hvaða bolta þú ætlar að leika ef upphaflegi boltinn finnst.
7/76
Bolti Sigrúnar er rétt utan við flötina og boltafarið sem myndaðist þegar bolti hennar lenti er einnig utan flatarinn og í leiklínunni. Þar sem hún vill pútta boltanum inn á flötina lagfærir hún boltafarið. Hversu mörg vítahögg fær hún í höggleik.
A
Vítalaust.
B
Tvö högg.
C
Eitt högg.
8/76
Fremri jaðar teigsins afmarkast af:
A
Fremri brún tveggja teigmerkja.
B
Miðja tveggja teigmerkja.
C
Aftari brún tveggja teigmerkja.
9/76
Vítum í golfi er ætlað að:
A
Ætti aldrei að beita.
B
Er ætlað að eyða öllum hugsanlegum ávinningi leikmannsins.
C
Ætti að hvetja leikmenn til að brjóta reglurnar.
10/76
Áður en þú byrjar umferðina, hvað af eftirfarandi ættirðu að gera: