1
Almenn atriði
Stöðukönnun
2
Svæði vallarins
3
Að leika boltanum
4
Flatir
Stöðukönnun
5
Bolti hreyfður eða sveigður úr leið
6
Að lyfta og láta falla
7
Bolti aðstoðar eða truflar leik
Stöðukönnun
8
Vítalaus lausn
9
Lausn gegn víti
Stöðukönnun
10
Leiðbeiningar prófs
Golfregluskólinn, lokapróf
Golfregluskólinn, lokapróf
Prófið er núna í gangi.
1/76
Sigrún slær teighögg og boltinn stefnir í átt að trjám. Hún telur að boltinn geti verið týndur og tilkynnir því að hún ætli að leika varabolta frá teignum. Hún finnur upphaflega boltann innan þriggja mínútna og heldur leik áfram með honum. Hversu mörg vítahögg fær hún í höggleik.
A
Eitt högg.
B
Vítalaust.
C
Tvö högg.
2/76
Gunnar ákveður að bolti sinn sé ósláanlegur í glompu. Hann ákveður að taka aftur-á-línu lausn utan glompunnar og lætur bolta falla utan hennar. Hversu mörg vítahögg fær hann í höggleik?
A
Eitt högg.
B
Vítalaust.
C
Tvö högg.
3/76
Mælt er með að þú sláir höggið á innan við:
A
60 sekúndur.
B
40 sekúndur.
C
20 sekúndur.
4/76
Hversu margir lausnarmöguleikar eru fyrir hendi úr rauðu vítasvæði?
A
Tveir
B
Fjórir.
C
Þrír
5/76
Hver eftirfarandi lausnarmöguleika eru ekki í boði gegn einu vítahöggi úr gulu vítasvæði?
A
Fjarlægðarlausn
B
Aftur-á-línu lausn.
C
Hliðarlausn.
6/76
Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt:
A
Kylfulengd er lengd lengstu kylfunnar af þeim 14 sem þú hefur í umferðinni, að pútternum meðtöldum.
B
Kylfulengd er lengd lengstu kylfunnar af þeim 14 sem þú hefur í umferðinni, að pútternum frátöldum.
C
Kylfulengd er lengd kylfunnar sem þú velur í þeim tilgangi af þeim 14 sem þú hefur í umferðinni.
7/76
Við að láta bolta falla á réttan hátt verður þú að:
A
Láta boltann falla úr hnéhæð innan lausnarsvæðisins.
B
Leyfa kylfubera þínum að láta boltann falla úr hnéhæð innan lausnarsvæðisins.
C
Láta bolta falla úr axlarhæð innan lausnarsvæðisins.
8/76
Bolti er týndur þegar:
A
Hann hefur ekki fundist innan þriggja mínútna frá því þú byrjaðir að leita að honum.
B
Hann er í óeðlilegum vallaraðstæðum.
C
Hann hefur ekki fundist innan fimm mínútna frá því þú byrjaðir að leita að honum.
9/76
Í holukeppni, ef þú leikur bolta þínum frá röngum teigmerkjum áður en mótherji þinn leikur, hvað af eftirfarandi er rétt:
A
Þú færð almenna vítið og tapar holunni.
B
Þetta er vítalaust, högg þitt er afturkallað og leika verður boltanum að nýju.
C
Þetta er vítalaust og mótherji þinn getur valið að afturkalla högg þitt eða leyft þér að leika boltanum þar sem hann liggur.
10/76
Aðstæður sem hafa áhrif á höggið eru:
A
Lega kyrrstæðs bolta þíns, fyrirhuguð staða og fyrirhugað sveiflusvið.
B
Lega kyrrstæðs bolta þíns og fyrirhuguð staða.
C
Lega kyrrstæðs bolta þíns, fyrirhuguð staða, fyrirhugað sveiflusvið, leiklínan og lausnarsvæðið þar sem þú munt láta bolta falla eða leggja bolta.