1
Almenn atriði
Stöðukönnun
2
Svæði vallarins
3
Að leika boltanum
4
Flatir
Stöðukönnun
5
Bolti hreyfður eða sveigður úr leið
6
Að lyfta og láta falla
7
Bolti aðstoðar eða truflar leik
Stöðukönnun
8
Vítalaus lausn
9
Lausn gegn víti
Stöðukönnun
10
Leiðbeiningar prófs
Golfregluskólinn, lokapróf
Golfregluskólinn, lokapróf
Prófið er núna í gangi.
1/76
Í höggleik slær Sigrún teighögg og boltinn stöðvast í glompu. Í aftursveiflunni fyrir höggið úr glompunni snertir hún sandinn í glompunni með kylfuhausnum, rétt aftan við boltann. Hversu mörg vítahögg fær hún?
A
Vítalaust.
B
Eitt högg.
C
Tvö högg.
2/76
Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt:
A
Þú mátt standa innan vítasvæðis við að leika bolta sem er utan vítasvæðisins.
B
Þú verður að taka vítalausn ef staða þín er innan vítasvæðis.
C
Þú mátt ekki leika bolta frá vítasvæði.
3/76
Hver eftirfarandi lausnarmöguleika eru ekki í boði gegn einu vítahöggi úr gulu vítasvæði?
A
Hliðarlausn.
B
Aftur-á-línu lausn.
C
Fjarlægðarlausn
4/76
Bolti Sigrúnar liggur á almenna svæðinu og hún hreyfir lauf sem liggur mjög nálægt boltanum. Við það hreyfist boltinn. Hún leggur boltann aftur á upphaflegan stað áður en hún leikur boltanum. Í höggleik, hversu mörg vítahögg fær hún?
A
Eitt högg.
B
Tvö högg.
C
Vítalaust.
5/76
Sigrún slær teighögg sitt og boltinn hafnar innan vítasvæðis. Hún ákveður að leika boltanum úr vítasvæðinu en við það snertir hún vatnið í aftursveiflunni með kylfuhausnum. Hversu mörg vítahögg fær hún í höggleik?
A
Eitt högg.
B
Vítalaust.
C
Tvö högg.
6/76
Hvað af eftirfarandi er ekki hreyfanleg hindrun?
A
Bananahýði.
B
Skorkort
C
Plastflaska
7/76
Þegar bolti þinn er í glompu er vítið fyrir að taka aftur-á-línu lausn utan glompunnar:
A
Eitt högg.
B
Fjarlægðarlausn.
C
Tvö högg.
8/76
Hvað af eftirfarandi er ekki rétt:
A
Bolti er innan teigsins ef einhver hluti boltans er yfir teignum.
B
Teigurinn er ferhyrningur sem er einnar kylfulengdar djúpur.
C
Bolti er innan teigsins ef einhver hluti boltans snertir teiginn.
9/76
Á almenna svæðinu eru m.a.:
A
Allar glompur.
B
Allar rangar flatir.
C
Öll vítasvæði.
10/76
Hver má lyfta bolta samkvæmt reglunum?
A
Leikmaðurinn eða kylfuberinn.
B
Aðeins leikmaðurinn.
C
Leikmaðurinn eða einhver sem leikmaðurinn heimilar.