Lega kyrrstæðs bolta þíns, fyrirhuguð staða og fyrirhugað sveiflusvið.
B
Lega kyrrstæðs bolta þíns og fyrirhuguð staða.
C
Lega kyrrstæðs bolta þíns, fyrirhuguð staða, fyrirhugað sveiflusvið, leiklínan og lausnarsvæðið þar sem þú munt láta bolta falla eða leggja bolta.
2/76
Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt:
A
Kylfulengd er lengd lengstu kylfunnar af þeim 14 sem þú hefur í umferðinni, að pútternum frátöldum.
B
Kylfulengd er lengd kylfunnar sem þú velur í þeim tilgangi af þeim 14 sem þú hefur í umferðinni.
C
Kylfulengd er lengd lengstu kylfunnar af þeim 14 sem þú hefur í umferðinni, að pútternum meðtöldum.
3/76
Hversu margir lausnarmöguleikar eru í boði vegna ósláanlegs bolta?
A
Tveir
B
Þrír
C
Einn.
4/76
Bolti er ekki í glompu þegar:
A
Hann liggur á grasi innan jaðars glompunnar, án þess að snerta sand.
B
Einhver hluti hans snertir sand á jörðinni innan jaðars glompunnar.
C
Hann er innan jaðars glompunnar og liggur á lausung í glompunni.
5/76
Hvað af eftirfarandi er ekki hreyfanleg hindrun?
A
Plastflaska
B
Bananahýði.
C
Skorkort
6/76
Bolti Sigrúnar stöðvast á vökvunarstút á brautinni. Hún ákvarðar nálægasta stað fyrir fulla lausn og lætur boltann falla. Boltinn rúllar aftur á vökvunarstútinn. Sigrún lyftir boltanum aftur og í þetta sinn, þegar hún lætur boltann falla, tollir hann innan lausnarsvæðisins þar sem hún hefur enga truflun frá vökvunarstútnum. Hversu mörg vítahögg fær hún í höggleik.
A
Eitt högg.
B
Vítalaust.
C
Tvö högg.
7/76
Við að láta bolta falla á réttan hátt verður þú að:
A
Láta boltann falla úr axlarhæð.
B
Láta boltann falla úr hnéhæð.
C
Heimila kylfusveininum þinum að láta boltann falla úr hnéhæð.
8/76
Gunnar tekur nokkrar æfingasveiflu nærri bolta sínum sem liggur í karganum. Með þessu veldur Gunnar því óvart að boltinn hreyfist. Hann leggur boltann aftur. Hversu mörg vítahögg fær hann í höggleik.
A
Vítalaust.
B
Eitt högg.
C
Tvö högg.
9/76
Þegar bolti þinn er óvart hreyfður af öðrum leikmanni, hver má ekki leggja boltann aftur samkvæmt reglunum:
A
Kylfuberi þinn.
B
Þú, leikmaðurinn.
C
Leikmaðurinn sem olli því að boltinn hreyfðist.
10/76
Í höggleik leikur Gunnar af slysni bolta sínum utan teigsins. Hann uppgötvar mistökin og leiðréttir þau með því að leika bolta frá teignum. Hversu mörg vítahögg fær hann?