1
Almenn atriði
Stöðukönnun
2
Svæði vallarins
3
Að leika boltanum
4
Flatir
Stöðukönnun
5
Bolti hreyfður eða sveigður úr leið
6
Að lyfta og láta falla
7
Bolti aðstoðar eða truflar leik
Stöðukönnun
8
Vítalaus lausn
9
Lausn gegn víti
Stöðukönnun
10
Leiðbeiningar prófs
Golfregluskólinn, lokapróf
Golfregluskólinn, lokapróf
Prófið er núna í gangi.
1/76
Bolti er ekki í glompu þegar:
A
Hann er innan jaðars glompunnar og liggur á lausung í glompunni.
B
Einhver hluti hans snertir sand á jörðinni innan jaðars glompunnar.
C
Hann liggur á grasi innan jaðars glompunnar, án þess að snerta sand.
2/76
Gunnar ákveður að bolti sinn sé ósláanlegur í glompu. Hann ákveður að taka aftur-á-línu lausn utan glompunnar og lætur bolta falla utan hennar. Hversu mörg vítahögg fær hann í höggleik.
A
Vítalaust.
B
Eitt högg.
C
Tvö högg.
3/76
Bolti er á flötinni þegar einhver hluti hans:
A
Snertir flötina eða liggur á eða í einhverju og er innan jaðars flatarinnar, jafnvel þótt boltinn sjálfur sé allur utan jaðars flatarinnar.
B
Snertir flötina eða liggur á eða slútir yfir jaðar flatarinnar án þess að snerta yfirborð flatarinnar.
C
Snertir flötina eða liggur á eða í einhverju og er innan jaðars flatarinnar.
4/76
Við að leggja aftur bolta sem hreyfðist óvart við leit í þykkum karga, hvað af eftirtöldu er rétt:
A
Þú verður að áætla upphaflega staðinn og leggja boltann einhvers staðar innan kylfulengdar frá þeim stað.
B
Þú verður að áætla upphaflega staðinn og leggja boltann þar og á þann hátt sem boltinn lá áður í grasinu.
C
Þú verður að áætla upphaflega staðinn og leggja boltann þar, ofan á grasstráunum sem þar eru.
5/76
Gunnar finnur bolta í þykkum karga en sér ekki merki sitt á boltanum. Hann segir Sigrúnu að hann ætli að lyfta boltanum til að þekkja hann og lyftir boltanum án þess að merkja hann. Í ljós kemur að þetta er hans bolti, hann leggur boltann aftur á upphaflegan stað og leikur honum. Hversu mörg vítahögg fær hann í höggleik.
A
Eitt högg.
B
Tvö högg.
C
Vítalaust.
6/76
Mótherji er:
A
Einstaklingurinn sem þú keppir við í holukeppni.
B
Einhver annar leikmaður sem er að leika í sömu keppni og þú.
C
Einstaklingur sem þú leikur með í keppni.
7/76
Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt:
A
Kylfulengd er lengd kylfunnar sem þú velur í þeim tilgangi af þeim 14 sem þú hefur í umferðinni.
B
Kylfulengd er lengd lengstu kylfunnar af þeim 14 sem þú hefur í umferðinni, að pútternum frátöldum.
C
Kylfulengd er lengd lengstu kylfunnar af þeim 14 sem þú hefur í umferðinni, að pútternum meðtöldum.
8/76
Gunnar ákveður að bolti sinn sé ósláanlegur í glompu. Hann ákveður að taka aftur-á-línu lausn utan glompunnar og lætur bolta falla utan hennar. Hversu mörg vítahögg fær hann í höggleik?
A
Tvö högg.
B
Vítalaust.
C
Eitt högg.
9/76
Í hverju eftirfandi tilfella hefur þú talist hafa látið boltann falla á réttan hátt við að taka hliðarlausn;
A
Þú ættir að nota stystu kylfuna í pokanum.
B
Þú ættir að nota kylfuna sem þú hefðir notað við höggið.
C
Þú ættir að nota lengstu kylfuna í pokanum, aðra en pútter.
10/76
Hver eftirfarandi lista inniheldur eingöngu óeðlilegar vallaraðstæður:
A
Dýraholur, plastflöskur og göngustígar.
B
Grund í aðgerð, vökvunarstútar og tímabundið vatn.
C
Grund í aðgerð, hrífur og göngustígar.