1
Almenn atriði
Stöðukönnun
2
Svæði vallarins
3
Að leika boltanum
4
Flatir
Stöðukönnun
5
Bolti hreyfður eða sveigður úr leið
6
Að lyfta og láta falla
7
Bolti aðstoðar eða truflar leik
Stöðukönnun
8
Vítalaus lausn
9
Lausn gegn víti
Stöðukönnun
10
Leiðbeiningar prófs
Golfregluskólinn, lokapróf
Golfregluskólinn, lokapróf
Prófið er núna í gangi.
1/76
Gunnar púttar af flötinni með flaggstöngina í holunni og hittir boltann í holuna. Hversu mörg vítahögg fær hann?
A
Tvö högg.
B
Vítalaust.
C
Eitt högg.
2/76
Sigrún slær teighögg og boltinn stefnir í átt að trjám. Hún telur að boltinn geti verið týndur og tilkynnir því að hún ætli að leika varabolta frá teignum. Hún finnur upphaflega boltann innan þriggja mínútna og heldur leik áfram með honum. Hversu mörg vítahögg fær hún í höggleik.
A
Vítalaust.
B
Tvö högg.
C
Eitt högg.
3/76
Í hvaða eftirfarandi aðstæðum áttu ekki rétt á vítalausri lausn frá vökvunarstút?
A
Þegar bolti þinn snertir ekki vökvunarstútinn en kylfan myndi snerta vökvunarstútinn í aftursveiflunni.
B
Þegar bolti þinn liggur utan flatarinnar og vökvunarstútur á flötinni er í leiklínunni.
C
Þegar vökvunarstútur truflar stöðu þína.
4/76
Hvað af eftirtöldu er viðmiðunarstaðurinn til að taka hliðarlausn úr rauðu vítasvæði:
A
Áætlaði staðurinn þar sem boltinn skar síðast jaðar vítasvæðisins.
B
Einhver staður sem leikmaðurinn velur á jaðri vítasvæðisins og er ekki nær holunni en þar sem boltinn liggur.
C
Nálægasta brún vítasvæðisins þar sem boltinn liggur, ekki nær holunni.
5/76
Vítum í golfi er ætlað að:
A
Ætti aldrei að beita.
B
Ætti að hvetja leikmenn til að brjóta reglurnar.
C
Er ætlað að eyða öllum hugsanlegum ávinningi leikmannsins.
6/76
Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt:
A
Kylfulengd er lengd kylfunnar sem þú velur í þeim tilgangi af þeim 14 sem þú hefur í umferðinni.
B
Kylfulengd er lengd lengstu kylfunnar af þeim 14 sem þú hefur í umferðinni, að pútternum meðtöldum.
C
Kylfulengd er lengd lengstu kylfunnar af þeim 14 sem þú hefur í umferðinni, að pútternum frátöldum.
7/76
Sigrún slær teighögg sitt og boltinn hafnar innan vítasvæðis. Hún ákveður að leika boltanum úr vítasvæðinu en við það snertir hún vatnið í aftursveiflunni með kylfuhausnum. Hversu mörg vítahögg fær hún í höggleik?
A
Tvö högg.
B
Eitt högg.
C
Vítalaust.
8/76
Hvert af eftirfarandi á skorkortinu eru á ábyrgð leikmannsins:
A
Rétt forgjöf.
B
Undirskrift leikmannsins.
C
Heildarskorið.
9/76
Í hverju eftirfarandi kringumstæðna er aftur-á-línu lausn ekki í boði vegna ósláanlegs bolta?
A
Vegna ósláanlegs bolta innan rauðs vítasvæðis.
B
Vegna ósláanlegs bolta í glompu.
C
Vegna ósláanlegs bolta á almenna svæðinu.
10/76
Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt:
A
Svæði vallarins eru fjögur – teigurinn, öll vítasvæði, allar glompur og flötin.
B
Svæði vallarins eru sex – almenna svæðið, teigurinn, öll vítasvæði, allar glompur, óeðlilegar vallaraðstæður og flötin.
C
Svæði vallarins eru fimm – almenna svæðið, teigurinn, öll vítasvæði, allar glompur og flötin.