1
Almenn atriði
Stöðukönnun
2
Svæði vallarins
3
Að leika boltanum
4
Flatir
Stöðukönnun
5
Bolti hreyfður eða sveigður úr leið
6
Að lyfta og láta falla
7
Bolti aðstoðar eða truflar leik
Stöðukönnun
8
Vítalaus lausn
9
Lausn gegn víti
Stöðukönnun
10
Leiðbeiningar prófs
Golfregluskólinn, lokapróf
Golfregluskólinn, lokapróf
Prófið er núna í gangi.
1/76
Hver má lyfta bolta samkvæmt reglunum?
A
Leikmaðurinn eða kylfuberinn.
B
Aðeins leikmaðurinn.
C
Leikmaðurinn eða einhver sem leikmaðurinn heimilar.
2/76
Við að taka lausn frá vökvunarstút á almenna svæðinu, hvað af eftirfarandi er rétt:
A
Láta þarf boltann falla innan einhvers svæðis vallarins annars en vítasvæði og leika þarf boltanum frá sama svæði.
B
Láta þarf boltann falla innan hvaða svæðis vallarins sem er og leika þarf boltanum frá sama svæði.
C
Láta þarf boltann falla innan almenna svæðisins og leika þarf boltanum frá sama svæði.
3/76
Hvert af eftirfarandi á skorkortinu eru á ábyrgð leikmannsins:
A
Rétt forgjöf.
B
Heildarskorið.
C
Undirskrift leikmannsins.
4/76
Þegar flaggstöngin er skilin eftir í holunni, hvað af eftirfarandi er rétt:
A
Ef bolti þinn hittir flaggstöngina þarftu að endurtaka höggið.
B
Ef bolti þinn hittir flaggstöngina færðu tvö vítahögg.
C
Ef bolti þinn hittir flaggstöngina er það vítalaust og þú átt að leika boltanum þar sem hann liggur.
5/76
Á flötinni lagfærir Gunnar boltafar í leiklínu sinni og púttar svo í holu. Hversu mörg vítahögg fær hann í höggleik.
A
Vítalaust.
B
Eitt högg.
C
Tvö högg.
6/76
Við að taka lausn frá sokknum bolta, hvar er viðmiðunarstaðurinn þaðan sem lausnarsvæðið ákvarðast:
A
Staðurinn þar sem boltinn var sokkinn.
B
Staðurinn rétt fyrir aftan þar sem boltinn var sokkinn.
C
Staðurinn rétt við hliðina á þar sem boltinn var sokkinn.
7/76
Mótherji er:
A
Einhver annar leikmaður sem er að leika í sömu keppni og þú.
B
Einstaklingur sem þú leikur með í keppni.
C
Einstaklingurinn sem þú keppir við í holukeppni.
8/76
Sigrún slær teighögg og boltinn stefnir í átt að trjám. Hún telur að boltinn geti verið týndur og tilkynnir því að hún ætli að leika varabolta frá teignum. Hún finnur upphaflega boltann innan þriggja mínútna og heldur leik áfram með honum. Hversu mörg vítahögg fær hún í höggleik.
A
Tvö högg.
B
Eitt högg.
C
Vítalaust.
9/76
Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt:
A
Leikmenn þurfa ekki að halda vellinum snyrtilegum.
B
Leikmenn ættu að sýna öðrum tillitssemi, til dæmis með því að leika rösklega.
C
Leikmönnum ber engin skylda til að vera heiðarlegir í leik sínum.
10/76
Ef þú lyftir bolta sem þú átt svo á leggja aftur, án þess að merkja fyrst staðsetningu boltans færðu:
A
Eitt vítahögg.
B
Vítalaust.
C
Tvö vítahögg.