Í höggleik liggur bolti þinn á brautinni og er nær holunni en bolti annars leikmanns í ráshópnum. Ef annar leikmaður telur að boltinn þinn muni trufla hans leik, máttu leika á undan.
A
Rétt.
B
Rangt.
2/10
Ef hundur tekur kyrrstæðan bolta þinn, hvað af eftirfarandi er rétt?
A
Þú verður að áætla staðinn þar sem boltanum var lyft og leggja boltann á þann stað.
B
Þú verður að áætla staðinn þar sem boltanum var lyft og láta bolta falla eins nærri þeim stað og hægt er, ekki nær holunni.
C
Þú verður að áætla staðinn þar sem boltanum var lyft og láta bolta falla innan einnar kylfulengdar frá þeim stað, ekki nær holunni.
3/10
Hvað af eftirfarandi máttu ekki gera þegar þú lætur bolta þinn falla úr hnéhæð?
A
Standa utan lausnarsvæðisins.
B
Beygja hnén.
C
Láta boltann snúast.
4/10
Þegar bolti er látinn falla samkvæmt reglu, hver má láta boltann falla?
A
Þú, leikmaðurinn.
B
Þú og kylfuberi þinn.
C
Þú, kylfuberi þinn eða einhver annar sem þú heimilar það.
5/10
Ef bolti þinn er kyrrstæður á brautinni og vindhviða hreyfir boltann verður að:
A
Leggja hann aftur á upphaflegan stað, án vítis.
B
Leika honum af nýja staðnum, án vítis.
C
Leggja hann aftur á upphaflegan stað, gegn tveimur vítahöggum.
6/10
Þú lyftir bolta þínum á flötinni, án þess að merkja staðsetningu boltans. Hvert er vítið?
A
Vítalaust.
B
Eitt vítahögg.
C
Tvö vítahögg.
7/10
Í hverjum eftirfarandi tilvika máttu hreinsa boltann?
A
Þegar þú lyftir boltanum til að athuga hvort hann sé skorinn eða sprunginn.
B
Þegar annar leikmaður biður þig um að lyfta bolta þínum á almenna svæðinu því boltinn truflar leiklínu hans.
C
Áður en þú lætur bolta þinn falla við að taka lausn frá grund í aðgerð á almenna svæðinu.
8/10
Þú lætur bolta falla á réttan hátt innan lausnarsvæðisins og boltinn rúllar út úr lausnarsvæðinu. Hvernig dæmist?
A
Þú verður að leika boltanum þar sem hann liggur.
B
Þú verður að leggja boltann innan lausnarsvæðisins.
C
Þú verður að láta boltann falla aftur.
9/10
Kylfuberi þinn merkir og lyftir bolta þínum á flötinni, án þíns leyfis. Hvert er vítið?
A
Vítalaust.
B
Eitt vítahögg.
C
Tvö vítahögg.
10/10
Þú leitar að bolta þínum og finnur hann með því að stíga á hann, hvert er vítið?