Í golfreglunum er nefndin skilgreind sem sá einstaklingur eða hópur sem er í forsvari fyrir keppni eða völlinn. Nefndin er ómissandi til að leikur fari eðlilega fram. Nefndirnar bera ábyrgð á daglegum leik á vellinum og framkvæmd keppna, sem ætti alltaf að fara fram samkvæmt golfreglunum. Þessum hluta opinberu leiðbeininganna er ætlað að veita leiðbeiningar til nefndanna um hvernig þær geti best sinnt þessu hlutverki.Þótt mörg verkefna nefndarinnar snúist um að halda skipulagðar keppnir er mikilvægur hluti ábyrgðar nefndarinnar að sjá um völlinn í almennum leik.
A
Almennur leikur
Jafnvel þegar keppnir eru ekki í gangi er mikilvægt að nefndin tryggi að kylfingar í almennum leik eða eigin keppnum geti fylgt golfreglunum. Í umfjöllun um verklag nefnda er þessi tegund leiks kölluð almennur leikur.Í almennum leik er skipulag nefndarinnar oft óformlegra en í keppnum og í mörgum tilfellum fellur ábyrgð nefndarinnar á einn eða fleiri fulltrúa vallarins, svo sem kennara, vallarstjóra eða aðra starfsmenn. Meðal skyldna nefndarinnar eru:
Tryggja að völlurinn sé nægilega vel merktur ( hluti 2).
Setja staðarreglur vegna almenns leiks ( hluti 3).
Setja og framfylgja leikhraðareglum og hátternisreglum ( hluti 4A).
Ákveða hvenær stöðva þurfi leik vegna veðurs eða annarra aðstæðna ( hluti 4B).
Veita upplýsingar um reglurnar þegar leikmenn þurfa aðstoð vegna almenns leiks ( hluti 4C).
B
Keppnir
Þegar nefndin ber ábyrgð á keppni hefur nefndin ákveðnar skyldur fyrir keppnina, á meðan á henni stendur og að henni lokinni til að tryggja að keppnin gangi liðlega fyrir sig og sé leikin samkvæmt golfreglunum.Misjafnt er eftir völlum og keppnum úr hversu miklum aðföngum nefndir hafa að spila og því getur tiltekin nefnd e.t.v. ekki útfært allar tillögur sem hér koma fram. Í slíkum tilvikum verður nefndin að forgangsraða áherslum sínum fyrir hverja keppni.Undirbúningur áður en keppni hefst er óumdeilanlega mjög mikilvægur svo að keppnin gangi vel fyrir sig. Skyldur nefndarinnar við undirbúning felast m.a. í:
Yfirfara og aðlaga merkingar vallarins (hluti 5B),
Yfirfara staðarreglur og setja viðbótar staðarreglur (hluti 5C),
Ákvarða um heimildir leikmanna með fötlun til að nýta reglu 25 (hluti 5D),
Skilgreina hvort og hvar leikmenn megi æfa á vellinum (hluti 5E),
Ákveða teigstæði og holustaðsetningar sem nota skal (hluti 5F),
Setja upp og birta niðurröðun fyrir holukeppni eða ráshópa fyrir höggleik og rástíma (hluti 5G),
Skilgreina reglur um leikhraða og hegðun (hluti 5H og 5I), og
Undirbúa efni fyrir leikmenn og dómara (hluti 5J).
Eftir að keppnin er hafin ber nefndin ábyrgð á að tryggja að leikmenn hafi allar nauðsynlegar upplýsingar til að leika samkvæmt reglunum og að aðstoða þá við að beita reglunum:
Veita upplýsingar til leikmanna svo þeim sé kunnugt um allar staðarreglur, leikhraðareglur og hegðunarreglur, ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum svo sem hvaða teiga eigi að nota og hvar holur eru staðsettar (hluti 6A),
Að merkja völlinn og halda þeim merkingum við er viðvarandi verkefni sem nefndin ber ábyrgð á.Vel merktur völlur auðveldar leikmönnum að leika eftir reglunum og minnkar líkurnar á misskilningi og óvissu hjá leikmönnum. Til dæmis kann leikmaður að vera óviss um hvernig hann eigi að halda áfram ef tjörn (vítasvæði) er ómerkt.
Staðarregla er frávik frá golfreglu eða viðbótarregla sem nefndin setur vegna almenns leiks eða tiltekinnar keppni. Nefndin ber ábyrgð á að ákveða hvort setja eigi staðarreglur og að tryggja að þær séu í samræmi við grundvallaratriðin í hluta 8. Nefndin verður að tryggja að allar staðarreglur séu aðgengilegar leikmönnum, hvort sem er á skorkorti, sérstöku blaði, tilkynningatöflu eða á vefsíðu vallarins.Staðarreglur sem setja má fyrir almennan leik flokkast þannig:
Að skilgreina vallarmörk og önnur svæði vallarins (hlutar 8A-8D).
Að skilgreina sérstakar eða breyttar lausnaraðferðir (hluti 8E).
Að skilgreina óeðlilegar vallaraðstæður og hluta vallar (hluti 8F).
Tæmandi lista yfir fyrirmyndir staðarreglna má finna fremst í hluta 8.Sjá hluta 5C varðandi aðrar gerðir staðarreglna sem eiga frekar við keppnir en almennan leik.
Misjafnt er eftir völlum og keppnum úr hversu miklum aðföngum nefndir hafa að spila og því getur tiltekin nefnd e.t.v. ekki útfært allar tillögur sem hér koma fram. Í slíkum tilvikum verður nefndin að forgangsraða áherslum sínum fyrir hverja keppni.Undirbúningur áður en keppni hefst er óumdeilanlega mjög mikilvægur svo að keppnin gangi vel fyrir sig. Skyldur nefndarinnar við undirbúning felast m.a. í:
Eftir að keppnin er hafin ber nefndin ábyrgð á að tryggja að leikmenn hafi allar nauðsynlegar upplýsingar til að leika samkvæmt reglunum og að aðstoða þá við að beita reglunum.
Staðarregla er frávik frá golfreglu eða viðbótarregla sem nefndin setur vegna almenns leiks eða tiltekinnar keppni. Nefndin ber ábyrgð á að ákveða hvort setja eigi staðarreglur og að tryggja að þær séu í samræmi við grundvallaratriðin í hluta 8(1). Staðarreglur sem stangast á við þessar leiðbeiningar eru ekki heimilar og umferðir leiknar með slíkar staðarreglur í notkun teljast ekki hafa verið leiknar samkvæmt golfreglunum.Ef nefndin setur slíkar staðarreglur sem eru í ósamræmi við tilgang fyrirmynda staðarreglna, ætti að bera undir forgjarafnefnd hvort leikmenn megi skrá skor umferðar til forgjafar.(1)Leiðbeiningar við setningu staðarreglnaÁður en staðarreglur eru settar ætti nefndin að skoða eftirfarandi leiðbeiningar:a. Staðarreglur hafa sömu stöðu og golfreglurnar fyrir viðkomandi keppni eða völl.b. Þótt nefndin hafi umtalsverðar heimildir samkvæmt golfreglunum til að aðlaga staðarreglur aðstæðum á tilteknum velli eða í tiltekinni keppni ættu allar staðarreglur sem nefndin setur að vera í samræmi við þá stefnu sem sett er í hluta 8.c. Hægt er að nota fyrirmyndirnar í heild sinni en einnig er hægt að nýta þær sem dæmi um hvernig skrifa eigi tilteknar gerðir staðarreglna. Ef nefnd breytir orðalagi fyrirmyndar að staðarreglu til að falla að sértækum aðstæðum á vellinum eða í keppninni ætti nefndin að tryggja að slíkar breytingar séu í samræmi við tilgang staðarreglunnar. Dæmi um breytingar á staðarreglu sem uppfyllir þessi skilyrði eru:
d. Ef annað er ekki tekið fram ætti víti fyrir brot á staðarreglu að vera almenna vítið.e. Nefndin má ekki nota staðarreglu til að ógilda eða breyta golfreglu, af þeirri einu ástæðu að nefndin telur að reglan ætti að vera öðruvísi en hún er. Eftirfarandi eru dæmi um staðarregur sem eru ekki heimilar:
Að leyfa notkun ósamþykktra kylfa.
Að lengja leitartímann úr þremur mínútum í fimm mínútur.
Að heimila leikmanni að hafa fleiri en einn kylfubera í senn.
f. Samkvæmt reglu 1.3c(3) hefur nefndin ekki leyfi til að beita vítum á annan hátt en kveðið er á um í golfreglunum. Því væri óviðeigandi ef nefndin setti óheimila staðarreglu sem felldi niður víti eða breytti víti. Eftirfarandi eru dæmi um staðarregur sem eru ekki heimilar:
Að fella niður víti fyrir að leika frá röngum teig ef leikmaður leiðréttir mistökin innan einnar mínúta frá því högg var slegið.
Minnka refsinguna fyrir að slá högg með ósamþykktri kylfu úr frávísun í almenna vítið.
Veiti eins höggs víti fyrir að tilkynna ekki öðrum leikmanni áður en bolta er lyft til að bera kennsl á hann.
g. Ef staðarregla er samin á grunni fyrirmyndar staðarreglu í þessum hluta getur nefndin leitað aðstoðar R&A um túlkun staðarreglunnar. En ef nefndin semur sínar eigin staðarregur, kemur það í hlut nefndarinnar að túlka viðkomandi staðarreglu.h.. Ef staðarregla er sett vegna tímabundinna aðstæðna ætti að fella hana úr gildi um leið og aðstæðurnar breytast þannig að staðarreglunnar sé ekki lengur þörf.i. Fyrirmyndir staðarreglna í hluta 8 spanna þær aðstæður eða vandamál sem eru það algengar að það réttlætir gerð sérstakrar fyrirmyndar. Stundum getur staðarregla átt rétt á sér þó engin fyrirmynd sé til staðar. Þegar slíkt á við ætti nefndin að semja staðarregluna í eins skýru og einföldu formi og hægt er. Þó er mikilvægast að staðarreglan falli vel að yfirlýstum tilgangi golfreglnanna og fyrirmyndum staðarreglnanna.Til dæmis, að leyfa vítalausa lausn úr kylfuförum á snöggslegnu svæði er ekki í samræmi við grundvallarregluna um að spila völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum þar sem hann liggur, sem sett er fram í reglu 1.Ef nefndin telur að staðarregla, sem ekki er að finna í þessum leiðbeiningum, sé nauðsynleg vegna staðbundinna aðstæðna sem fyrirbyggja sanngjarnan leik, ætti nefndin að ráðfæra sig við R&A.(2) Upplýsingar um staðarreglurNefnin ætti að tryggja að allar staðarreglur séu apgengilegar leikmönnum hvort sem það er á skorkortum, með tilkynningum til leikmanna eða með stafrænum hætti.Þar sem styttri útgáfa staðarreglu er gefin út, t.d. aftan á skorkorti, ætti nefndin að tryggja að ítarlegri útgáfa textans sé tiltæk, t.d. á tilkynningatöflu eða á vefsíðu.
Algengustu formum holukeppni, höggleiks og liða- og sveitakeppna er lýst í reglum 1-25. Í þessum hluta er fjallað um nokkur önnur afbrigði golfleiks. Ítarlegri lýsingu á þeim frávikum sem eru nauðsynleg á reglum 1-25 vegna þessara leikforma má finna á vefsíðunni RandA.org.Öll tilfelli sem ekki er fjallað um í golfreglunum eða öðrum breytingum á leikforminu sem í hlut á, ættu að ákvarðast af nefndinni:
Með tilliti til allra kringumstæðna, og
Á þann hátt sem er eðlilegt, sanngjarnt og í samræmi við hvernig svipaðar aðstæður eru meðhöndlaðar samkvæmt reglunum.