Eftir að keppnin er hafin ber nefndin ábyrgð á að tryggja að leikmenn hafi allar nauðsynlegar upplýsingar til að leika samkvæmt reglunum og að aðstoða þá við að beita reglunum.
A
Ræsing
Áður en leikmenn hefja umferð ætti að veita þeim allar þær upplýsingar sem þeir þurfa til að leika völlinn samkvæmt reglunum.Í höggleik ætti hver leikmaður að fá skorkort og í forgjafarkeppnum, svo sem Stableford, hámarksskori og fjórleik, ættu leikmenn að hafa aðgang að töflu um röð forgjafarhögga.Þegar nefndin hefur útbúið viðbótargögn ættu þau að vera aðgengileg leikmönnum áður en þeir hefja leik og ef mögulegt er áður en þeir mæta á fyrsta teig, svo þeir hafi eðlilegan tíma til að kynna sér þau. Þetta getur m.a. verið:
Staðarreglur.
Leikhraðareglur.
Hegðunarreglur.
Rýmingaráætlun.
Í sumum tilvikum getur þetta falist í að birta skjölin á tilteknum stað, svo sem á tilkynningatöflu eða á vefsíðu. Í öðrum tilvikum getur þetta falist í að afhenda hverjum leikmanni þessar upplýsingar áður en þeir hefja umferðina.Ef mögulegt er ætti nefndin að hafa ræsi á upphafsteigum til að tryggja að leikmenn hafi allar nauðsynlegar upplýsingar og að þeir hefji leik á réttum tíma.Þegar kemur að því að ræsa ráshóp ætti ræsirinn að ræsa fyrsta leikmanninn á uppgefnum tíma. Ef þetta er ekki hægt þar sem ráshópurinn á undan er enn í færi (til dæmis vegna tafa við leit að bolta) ætti að skrá raunverulegan rástíma svo nefndin geti framfylgt leikhraðareglum.Nefndin ætti að setja vinnureglur um hvernig bregðast á við ef stefnir í að leikmaður mæti seint á fyrsta teig. Þetta getur falist í að meðlimur nefndarinnar eða einhver annar reyni að finna leikmanninn eða telji upphátt niður tímann fyrir framan hina leikmennina svo öllum sé ljóst hvenær leikmaðurinn er of seinn. Það er góð venja að hafa klukku sem sýnir opinberan tíma nærri teignum og að allir starfsmenn stilli úr sín á þann tíma.
B
Völlurinn
(1)
Viðhaldsvinna á meðan umferð er leikin
Þótt æskilegast sé að hafa lokið allri viðhaldsvinnu á vellinum áður en fyrsti ráshópur kemur að hverri holu, til að tryggja að allir leikmenn leiki völlinn í sama ástandi, er þetta ekki alltaf mögulegt. Ef viðhaldsvinna, svo sem sláttur á flötum, brautum eða karga, eða aðhlynning glompa, fer fram á meðan á keppni stendur yfir gilda úrslit keppninnar.Þótt nefndin ætti að leitast við að merkja öll svæði sem þarfnast merkingar sem grund í aðgerð áður en keppnin hefst uppgötvast slík svæði stundum ekki fyrr en eftir að leikur er hafinn. Sömuleiðis getur veður, umferð, keppendur eða áhorfendur valdið því að frekari skemmdir verða á vellinum. Þá getur nefndin ákveðið að merkja slík svæði sem grund í aðgerð. Ákvörðun um að merkja svæði sem grund í aðgerð ætti að taka án tillits til þess hvort einhver leikmaður hafi þegar leikið frá því svæði.
(2)
Holustaðsetningar og teigar
Í höggleikskeppnum ættu allir leikmenn að leika völlinn með teigmerkin og holurnar á sama stað. Nefndin ætti að forðast að færa teigmerki eða holur eftir að ráshópar hafa leikið holuna, þótt þær aðstæður geti orðið að slíkt sé óhjákvæmilegt eða einhver utanaðkomandi færi þau fyrir slysni.a. Teigur verður ónothæfur eftir að umferð hefstEf teigur fyllist af tímabundnu vatni eða verður ónothæfur af öðrum ástæðum eftir að umferð hefst getur nefndin frestað leik eða fært teiginn, sé það gerlegt án þess að það skapi einhverjum leikmanni umtalsverðan hagnað eða valdi honum umtalsverðum skaða.b. Teigmerki eða hola færðEf teigmerki eða holan eru færð af vallarstarfsmanni eða ef teigmerki eru færð af leikmanni eða einhverjum öðrum ætti nefndin að ákvarða hvort einhver leikmaður hafi borið umtalsverðan skaða af því eða hlotið umtalsverðan hagnað. Sé sú raunin ætti almennt að ógilda umferðina. Hafi vellinum ekki verið breytt umtalsvert og enginn leikmaður borið umtalsverðan skaða af eða hagnast umtalsvert getur nefndin kosið að láta umferðina gilda.c.Hola færð vegna erfiðrar staðsetningarEf í ljós kemur á meðan höggleikskeppni er leikin að hola er þannig staðsett að bolti getur ekki stöðvast nærri holunni vegna mikils halla og nokkrir leikmenn hafa þurft óeðlilega mörg pútt til að ljúka holunni hefur nefndin nokkra möguleika.Nefndin ætti að íhuga alla þætti málsins, þar á meðal hversu erfið holustaðsetningin er, hversu margir leikmenn hafa lokið holunni og hvar holan er í umferðinni. Nefndin ætti síðan að taka þá ákvörðun sem hún telur sanngjarnasta fyrir alla leikmennina. Til dæmis:
Láta leik halda áfram með óbreyttri holustaðsetningu, á þeirri forsendu að sömu aðstæður gildi fyrir alla leikmenn í keppninni.
Halda holustaðsetningunni óbreyttri en reyna að bæta ástandið, svo sem með því að vökva flötina á milli ráshópa.
Úrskurða umferðina ógilda og láta alla leikmann hefja umferðina að nýju, eftir að holan hefur verið færð.
Fresta leik, færa holuna og láta þá leikmenn sem léku holuna leika holuna að nýju eftir að þeir hafa lokið umferðinni. Skor á holunni hjá þessum leikmönnum væri skorið sem þeir fá eftir að holan var færð.
Láta alla leikmenn sleppa skori á viðkomandi holu og leika viðbótarholu (hvort sem er á keppnisvellinum eða annars staðar) til að ákvarða skor á holunni.
Tvo síðustu kostina ætti aðeins að velja í undantekningartilvikum því þeir breyta umferðinni fyrir suma eða alla leikmenn.Í holukeppni má nefndin færa holur á milli leikja.d. Að færa holu þegar bolti er þegar staðsettur á flötinni, nærri holunniEf bolti er á flötinni þegar hola hefur skemmst ætti nefndin að reyna að lagfæra holuna þannig að hún uppfylli skilgreininguna á „holu“. Ef það er ógerlegt mega leikmennirnir ljúka holunni, þótt holan sé skemmd. Nefndin getur síðan tekið ákvörðun um hvort nauðsynlegt sé að færa holuna áður en næsti hópur spilar hana, til dæmis þegar líklegt er að ástand hennar versni þegar leik er fram haldið. Ef nauðsynlegt er að færa holuna, ætti að færa hana á nálægan og svipaðan stað sem gerir svipaðar kröfur til leikmanna eins og fyrri staðsetning, og helst færa hana sem styst frá upphaflega staðnum og mögulegt er.Óæskilegt er að færa holuna fyrr en allir leikmenn í ráshópnum hafa lokið holunni. Þó má nefndin færa holuna á nálægan og sambærilegan stað ef ekki er hægt að gera við holuna og ef slíkt er nauðsynlegt til að tryggja eðlilegan leik. Ef þetta er gert áður en allir leikmennirnir í ráshópnum hafa lokið holunni ætti nefndin að láta alla leikmenn sem eiga bolta á flötinni færa bolta sinn á stað sem er sambærilegur við þann sem boltinn var áður. Ef bolti er utan flatarinnar ætti nefndin að láta leika þeim bolta þar sem hann liggur.
C
Að veita leikmönnum aðstoð vegna reglnanna
Nefndin getur tilnefnt dómara til aðstoðar við stjórnun keppni. Dómari er starfsmaður sem nefndin tilnefnir til að úrskurða um staðreyndir og framfylgja reglunum.
(1)
Skyldur og völd dómara og nefndarmanna
Eins og greint er frá í skilgreiningu á "dómara". Í holukeppni fara skyldur og völd dómara eftir því hlutverki sem hann sinnir, en í höggleik er dómari ábyrgur fyrir að bregðast við öllum reglubrotum sem hann sér eða er sagt frá.Hvort sem dómara er ætlað að fylgja einum ráshópi eða ekki, þá geta þeir ekki úrskurðað um reglubrot sem mótherja var kunnugt um þegar atvikið átti sér stað en krafa var ekki sett fram tímanlega. Sjá skýringar nefndin/1 varðandi takmarkanir hlutverka sem setja má á suma dómara eða suma nefndarmenn.
(2)
Dómari heimilar leikmanni að brjóta reglu
Ef dómari heimilar leikmanni ranglega að brjóta golfreglu, þá skal leikmanninum ekki refsað. Sjá þó reglu 20.2d og hluta 6C(9) eða 6C(10) varðandi aðstæður þar sem hægt er að leiðrétta mistökin.
(3)
Dómari aðvarar leikmann sem er að fara að brjóta reglu
Þótt dómara sé ekki skylt að aðvara leikmann sem er við það að fara að brjóta reglu er eindregið mælt með því að dómari geri það þegar mögulegt er í höggleik og í holukeppni þar sem hann fyrlgir ráshópnum alla umferðina, til að forða leikmanni frá víti. Dómari sem fer að þessum tilmælum með því að veita leikmanni óumbeðnar upplýsingar um reglurnar til að forða leikmanninum frá víti ætti að gera það jafnt við alla leikmenn.Þó gildir að í holukeppni þar sem dómari fylgir ekki einum leik alla umferðina hefur hann ekki leyfi til að skipta sér af. Dómarinn ætti ekki að aðvara leikmanninn nema hann sé spurður og ef leikmaðurinn brýtur regluna ætti dómarinn ekki að beita víti nema mótherjinn óski eftir úrskurði.
(4)
Ágreiningur um ákvörðun dómara
Ef leikmaður er ósammála ákvörðun dómara í holukeppni eða höggleik á leikmaðurinn að öll jöfnu ekki rétt á að fá álit annarra, hvort sem er annars dómara eða nefndarinnar (sjá reglu 20.2a). Þó getur dómari í þessari stöðu samþykkt að leita álits annarra.Nefndin getur sett reglu um að leikmönnum sé alltaf heimilt að fá álit annarra ef þeir eru ósammála ákvörðun dómara.
(5)
Ábyrgð leikmanna á að gefa dómara réttar upplýsingar
Dómari mun oft reiða sig á aðstoð leikmanna við að ákvarða staðreyndir áður en úrskurður er veittur. Í slíkum tilfellum þarf leikmaðurinn að gera sitt besta til að gefa réttar upplýsingar til dómarans svo dómarinn geti úrskurðað.Ef síðar kemur í ljós, eftir að nefndinni berast viðbótar upplýsingar (til dæmis við skoðun myndbands), að úrskurðurinn var rangur, mun ávörðun nefndarinnar byggjast á því hvort leikmaðurinn gerði sitt besta við að veita dómaranum réttar upplýsingar.Ef leikmaðurinn gerði ekki sitt besta (svo sem vísvitandi veitt dómara villandi upplýsingar eða haldið til baka upplýsingum) og því hafi dómari leiðbeint leikmanni að leika frá röngum stað, ætti nefndin að leiðrétta úrskurðinn þannig að leikmaðurinn teljist brotlegur við reglu 14.7 á umræddri holu. Það sama á við ef dómari refsaði ekki leikmanni þar sem refsing átti við (svo sem þegar leikmaður bætir aðstæður sem hafa áhrif á höggið). Nefndi ætti einnig að íhuga hvort veita ætti leikmanninum frávísunarvíti samkvæmt reglu 1.2a fyrir alvarlegar misgjörðir.Hins vegar, ef leikmaðurinn gerði sitt besta til að veita réttar upplýsingar og dómari byggði úrskurð sinn að hluta eða að öllu leiti á umsögn leikmannsins, ætti ekki að refsa leikmanninum eftir á fyrir að leika frá röngum stað. En, leikmaðurinn gæti samt fengið víti eftir á ef aðgerðir leikmannsins, áður en hann ræddi við dómarann, eru refsiverðar.Til dæmis, leikmaðurinn sér kyrrstæðan bolta sinn hreyfast í karga áður en högg er slegið og telur sig ekki vera valdann að hreyfingu boltans. Þeir ræða síðan við dómara og segjast ekki halda að þeir hafi snert grasið nálægt boltanum áður en hann hreyfðist. Byggt á þessum upplýsingum úrskurðar dómari að leik skuli haldið áfram með boltanum eins og hann liggur, án vítis. Síðar í umferðinni kemur í ljós á myndbandsupptöku, að leikmaðurinn snerti grasið mjög nálægt boltanum, sem varð þess valdandi að boltinn hreyfðist. Með því að gera það hefði leikmaðurinn á að fá eitt högg í víti og leggja boltann aftur á upphaflegan stað fyrir höggið. Í þessu tilfelli ætti nefndin að enskoða úrskurðinn og bæta einu vítahöggi við skor leikmannsins á holunni, fyrir að vera valdur að hreyfingu boltans. En, þar sem leikmaðurinn gerði sitt besta til að aðstoða dómara við úrskurðinn, ætii ekki að refsa leikmanninum fyrir að leika af röngum stað.Sambærilegt dæmi væri þegar leikmaður bætir aðstæður sem hafa áhrif á höggið meðan hann undirbýr höggið (svo sem að ganga um svuntu flatar og óafvitandi stíga á og ýta niður lítilli sandhrúgu í leiklínu sinni). Dómari, sem er staddur nærri, sér atburðinn ekki vel, en telur mögulegt að leikmaðurinn hafi bætt leguna. Aðspurður um atburðinn telur leikmaðurinn sig hafi stigið yfir leiklínuna. Byggt á þessum upplýsingum úrskurðar dómari að leik skuli haldið áfram án vítis. Síðar kemur í ljós að leikmaðurinn steig á leiklínu sína og með því ýtti hann niður sandi og bætti leiklínuna. Jafnvel þótt leikmaðurinn hafi gert sitt besta til að gefa dómara réttar upplýsingar um atburðinn, þá hafði atburðurinn átt sér stað áður en samtalið fór fram, svo nefndin ætti að leiðrétta úrskurðinn eftir á þannig að leikmaðurinn hlýtur almenna vítið á holunni.
(6)
Að ákvarða um staðreyndir máls
Að ákvarða um staðreyndir máls er eitt af því erfiðasta sem dómari eða nefndin þurfa að kljást við.
Í öllum tilvikum þegar ákvarða þarf um staðreyndir máls verður að ákvarða um vafa í ljósi allra kringumstæðna og upplýsinga sem fyrir liggja. Ef nefndinni er ókleift að ákvarða staðreyndirnar á fullnægjandi hátt að eigin mati ætti hún að leysa úr málinu á skynsamlegan og sanngjarnan hátt og í samræmi við hvernig sambærileg mál eru meðhöndluð samkvæmt reglunum.
Vitnisburður leikmanna sem hlut eiga að máli er mikilvægur og þarf að meta. Ekki er hægt að setja nein ákveðin viðmið um hvernig meta eigi framburð leikmanna eða hvaða vægi eigi að gefa slíkum framburði. Hvert tilvik er sérstakt og rétt viðbrögð fara eftir aðstæðum hverju sinni. Ákvörðun um þau þarf að leggja í hendur dómara eða nefndarinnar. Þegar sú staða kemur upp í tengslum við golfreglurnar að orð eins leikmanns standa gegn orði annars og líkur hallast að hvorugum ætti leikmaðurinn sem sló höggið eða sem viðkomandi skor tilheyrir að njóta vafans.
Taka ætti tillit til og meta ætti framburð þeirra sem ekki eru þátttakendur í keppninni, þar á meðal áhorfenda. Einnig er eðlilegt að nota sjónvarpsupptökur og þvíumlíkt til aðstoðar við að leysa úr vafa, jafnvel þótt beita ætti viðmiðinu um „ber augu“ þegar slík gögn eru notuð (sjá reglu 20.2c).
Þegar leikmanni er ætlað að ákveða stað, línu, svæði eða staðsetningu samkvæmt reglunum ætti nefndin að ákvarða hvort leikmaður hafi beitt skynsamlegu mati. Telji nefndin svo hafa verið ætti hún að taka ákvörðun leikmannsins gilda og samþykkja slíka ákvörðun, jafnvel þótt í ljós komi eftir að höggið er slegið að ákvörðunin var röng (sjá reglu 1.3b(2)).
Það er mikilvægt að ákvarða um staðreyndir eins fljótt og hægt er, þess vegna gæti ávörðun dómara takmarkast við fyrirliggja upplýsingar þegar úrskurður er veittur. Alla slíka úrskurði má endurskoða eftir frekari skoðun dómara eða nefndarinnar, ef frekari sönnunargögn koma fram eftir upphaflega úrskurðinn.
Ef dómari úrskurðar er leikmanninum heimilt að halda áfram á grunni þess úrskurðar, hvort sem um er að ræða túlkun golfreglnanna eða mat á staðreyndum mála. Ef úrskurður reynist rangur, kann nefndin að hafa vald til að leiðrétta úrskurðinn (sjá reglu 20.2d og hluta 6C(9) eða 6C(10)). Hins vegar eru takmörk fyrir því hvenær dómari eða nefndin geta leiðrétt mistök, bæði í holukeppni og höggleik, samanber leiðbeiningar í reglu 20.2d.
(7)
Ekki hægt að ákvarða rétta stöðu leiks
Ef tveir leikmenn ljúka leik í holukeppni en eru ósammála um úrslitin ættu þeir að vísa málinu til nefndarinnar.Nefndin ætti að safna saman öllum tiltækum upplýsingum og reyna að ákvarða rétta stöðu leiksins. Ef nefndin getur ekki ákvarðað rétta stöðu leiksins, ætti hún að leysa málið á sem sanngjarnasta máta, sem gæti þýtt að endurtaka leikinn ef það er mögulegt.
(8)
Úrskurðir þegar leikmaður fer að samkvæmt reglu sem ekki á við
Ef leikmaður gerir eitthvað samkvæmt reglu sem á ekki við um aðstæður hans og slær síðan högg verður nefndin að ákvarða hvaða reglu eigi að beita til að hægt sé að úrskurða um athafnir leikmannsins.Til dæmis:
Leikmaður tók lausn frá vallarmarkahlut samkvæmt reglu 16.1b. Farið hefur verið eftir reglu sem ekki átti við. Þar sem regla 19.1 (ósláanlegur bolti) krefst þess að leikmaðurinn hafi ákveðið að fara að samkvæmt reglunni má nefndin ekki beita reglu 19 á athafnir leikmannsins. Þar sem engin regla leyfði leikmanninum að lyfta bolta sínum undir þessum kringumstæðum ætti nefndin að ákvarða að regla 9.4 eigi við og engar undantekninganna forða leikmanninum frá víti.
Leikmaður ákvað að bolti hans væri ósláanlegur innan vítasvæðis, lét boltann falla samkvæmt lausnaraðferð b eða c í reglu 19.2 og lék boltanum síðan innan vítasvæðisins. Þar sem regla 17.1 er eina reglan sem leyfir leikmanninum að lyfta bolta sínum til að fá lausn innan vítasvæði ætti nefndin að ákvarða að regla 17 eigi við og úrskurða samkvæmt því. Leikmaðurinn telst því hafa leikið frá röngum stað (sjá reglu 14.7) og að auki fær hann eitt högg í víti samkvæmt reglu 17.1.
Bolti leikmanns lá í tímabundnu vatni sem hann hélt fyrir misskilning að væri vítasvæði. Leikmaðurinn lét bolta falla og lék honum samkvæmt reglu 17.1d(2). Þar sem regla 16.1b var eina reglan sem heimilaði leikmanninum að lyfta bolta sínum og taka lausn undir þessum kringumstæðum ætti nefndin að ákvarða að regla 16.1b eigi við og úrskurða samkvæmt því. Að því gefnu að leikmaðurinn hafi ekki látið bolta falla og leikið honum af svæði sem á við um reglu 16.1b telst leikmaðurinn því hafa leikið af röngum stað (sjá reglu 14.7).
Leikmaður vissi ekki staðsetningu upphaflegs bolta síns en taldi, án þess að það væri vitað eða nánast öruggt, að boltinn væri í grund í aðgerð. Leikmaðurinn lét annan bolta falla og lék honum samkvæmt reglu 16.1e og 16.1b. Þar sem leikmaðurinn vissi ekki staðsetningu upphaflega boltans var regla 18.1 eina reglan undir þessum kringumstæðum sem leikmaðurinn hefði getað fylgt. Því ætti nefndin að ákvarða að regla 18.1 sé viðeigandi regla og úrskurða samkvæmt því. Leikmaðurinn telst því hafa sett bolta í leik með fjarlægðarvíti og að hafa leikið af röngum stað (sjá reglu 14.7). Að auki fær hann fjarlægðarvíti samkvæmt reglu 18.1.
(9)
Rangir úrskurðir í holukeppni
Samkvæmt reglu 20.2a hafa leikmenn ekki rétt á að áfrýja úrskurði dómara. Hins vegar, ef síðar kemur í ljós að úrskurður dómara eða nefndarinnar var rangur verður úrskurðurinn leiðréttur ef kostur er samkvæmt reglunum (sjá reglu 20.2d). Hér á eftir er útskýrt hvenær leiðrétta ætti rangan úrskurð í holukeppni.a. Leiðrétting á röngum úrskurði dómara á meðan leikur í holukeppni stendur yfir
Dómari ætti ekki að leiðrétta rangan úrskurð eftir að annar hvor leikmannanna hefur slegið næsta högg á holu. En ef leikmaðurinn hefði átt að fá frávísun, en fékk ekki, má leiðrétta úrskurðinn hvenær sem er fram að næsta leik leikmannsins, eða áður en úrslit eru endanleg (en að eru engar takmarkanir á frávísun leikmanna samkvæmt reglu 1.2 eða 1.3b(1).
Ef ekki eru slegin fleiri högg á holu eftir að úrskurðurinn var veittur ætti dómari ekki að leiðrétta rangan úrskurð eftir að annar hvor leikmannanna hefur slegið högg af næsta teig.
Ef hvorugt af ofangreindu á við, ætti að leiðrétta rangan úrskurð dómara.
Í tilvikum þar sem hægt er að leiðrétta rangan úrskurð, ef rangur úrskurður leiðir til þess að einn eða fleiri leikmenn lyfta bolta sínum er dómarinn ábyrgur fyrir að leiðbeina leikmönnunum um að leggja boltana aftur og ljúka holunni, samkvæmt leiðréttum úrskurði.
Viðmiðin hér að framan eiga einnig við ef dómara láist að víta leikmann fyrir brot á reglu, vegna misskilnings um úrslit holu.
Til dæmis láist dómara að tilkynna leikmanni holutap vegna brots á leikhraðareglum því dómarinn hélt að leikmaðurinn hafi þegar verið búinn að tapa holunni. Á næstu holu uppgötvar dómarinn að leikmaðurinn hafði ekki tapað holunni. Ef leikmaðurinn eða mótherji hans höfðu slegið högg af teig þessarar næstu holu getur dómarinn ekki lengur leiðrétt mistökin.
b. Rangur úrskurður leiðréttur á lokaholu áður en úrslit eru endanlegEf dómari veitir rangan úrskurð á lokaholu leiks ætti að leiðrétta mistökin allt þar til úrslit leiksins eru endanleg, eða ef leikurinn er framlengdur, áður en annar hvor leikmannanna slær högg af næsta teig.c. Rangur úrskurður dómara í holukeppni veldur því að leikmaður slær högg af röngum staðEf leikmaður í holukeppni fer eftir úrskurði dómara sem verður til þess að likmaðurinn leikur af röngum stað og nefndinni verða síðan mistökin ljós gildir eftirfarandi:
Ef ekki er um alvarlegt brot að ræða og leikmaðurinn hefur ekki borið umtalsverðan skaða af því að leika af röngum stað er of seint að leiðrétta úrskurðinn eftir að leikmaðurinn hefur slegið högg frá röngum stað. Höggin sem slegin voru eftir ranga úrskurðinn gilda, án víta fyrir að leika af röngum stað.
Ef um alvarlegt brot er að ræða eða leikmaðurinn ber umtalsverðan skaða af því að leika af röngum stað:
Nefndin ætti að leiðrétta mistökin ef mótherjinn hefur ekki slegið næsta högg sitt á holunni.
Ef mótherjinn hefur ekki slegið högg á holunni eftir að úrskurðurinn var veittur ætti nefndin að leiðrétta úrskurðinn ef hvorugur leikmaðurinn hefur slegið högg af næsta teig eða, ef um síðustu holu leiksins er að ræða, áður en úrslit leiksins eru endanleg.
Annars er of seint að leiðrétta mistökin og höggin sem slegin voru eftir ranga úrskurðinn gilda, án vítis.
(10)
Rangir úrskurðir í höggleik
Leikmaður hefur ekki rétt á að áfrýja úrskurði dómara (sjá reglu 20.2a). Hins vegar, ef síðar kemur í ljós að úrskurður dómara eða nefndarinnar var rangur ætti að leiðrétta úrskurðinn ef reglurnar leyfa (sjá reglu 20.2d). Í þessum hluta er útskýrt hvenær leiðrétta ætti ranga úrskurði í höggleik.a. Rangur úrskurður dómara í höggleik leiðrétturÞegar mögulegt er ætti dómari að leiðrétta rangan úrskurð í höggleik sem felst í rangri beitingu vítis eða að víti hafi ekki verið beitt, að því gefnu að keppninni sé ekki lokið (sjá reglu 20.2e).b. Leikmanni í höggleik ranglega sagt að afturkalla höggEf dómari í höggleik segir leikmanni ranglega að afturkalla högg og slá að nýju, vítalaust. Þegar leikmaðurinn hefur endurtekið höggið, þá gildir úrskurðurinn (þar með talið afturköllunin) og skor leikmannsins með seinna högginu er skor hans á holunni.c.Leikmaður í höggleik slær högg af röngum stað vegna rangs úrskurðar. Ferli þegar mistökin uppgötvastEf leikmaður í höggleik fer eftir úrskurði dómara sem verður til þess að likmaðurinn leikur af röngum stað og nefndinni verða síðan mistökin ljós gildir eftirfarandi:
Ef um alvarlegt brot er að ræða eða leikmaðurinn ber umtalsverðan skaða af því að leika af röngum stað:
Ef leikmaðurinn hefur ekki slegið högg til að hefja leik á annarri holu eða, ef um síðustu holu umferðarinnar er að ræða, áður en skorkortinu er skilað, ætti nefndin að leiðrétta mistökin. Nefndin ætti að láta leikmanninn afturkalla höggið sem leikið var af röngum stað og öll högg eftir það og halda síðan áfram á réttan hátt. Leikmaðurinn fær ekki víti fyrir að leika af röngum stað.
Annars er of seint að leiðrétta mistökin og höggin sem slegin voru eftir ranga úrskurðinn gilda, án vítis.
d. Dómari veitir rangar upplýsingar. Leikmaður byggir á upplýsingunum við leik sinnEf dómari veitir leikmanni rangar upplýsingar um reglurnar á leikmaðurinn rétt á að byggja á þeim upplýsingum í áframhaldandi leik sínum.Þar af leiðir að nefndin kann að þurfa að meta bæði hve lengi leikmaðurinn átti rétt á að byggja á slíkum röngum upplýsingum og eðlilegt skor leikmannsins þegar leikmaðurinn hefur bakað sér víti samkvæmt reglunum vegna þess að leikmaðurinn byggði á röngu upplýsingunum.Undir þessum kringumstæðum ætti nefndin að leysa málið á þann hátt sem henni þykir sanngjarnastu, í ljósi allra staðreynda og með það að leiðarljósi að enginn leikmannanna hljóti óhæfilegan hagnað eða tap af atvikinu. Ef slíkar rangar upplýsingar hafa umtalsverð áhrif á úrslit keppninnar kann nefndin að þurfa að ógilda umferðina. Eftirfarandi viðmið eiga við:
Almennar leiðbeiningar um reglurnar
Ef meðlimur nefndarinnar eða dómari veita rangar upplýsingar af því tagi sem teljast má almennar leiðbeiningar um reglurnar ætti leikmaðurinn ekki að sleppa við víti.Til dæmis spyr leikmaður dómara, til að nota síðar, hvort honum sé heimilt að fjarlægja sand umhverfis boltann á almenna svæðinu. Dómarinn svarar ranglega að honum sé það heimilt. Þar sem fyrirspurnin var ekki um sérstakt tilvik eða atburð, þá fríar leikmaður sig ekki frá refsingu ef hann svo brýtur umrædda reglu síðar í umferðinni.
Sértækir úrskurðir
Þegar dómari veitir rangan úrskurð er leikkmaðurinn undanþeginn víti. Nefndin ætti að framlengja þessa undanþágu til loka umferðarinnar í þeim tilfellum að leikmaður fer rangt að upp á eigin spýtur en undir nákvæmlega sömu kringumstæðum og dómarinn úrskurðaði ranglega fyrr í umferðinni. Hins vegar fellur undanþágan niður ef leikmanninum verður ljóst í umferðinni hver er rétt aðferð eða einhver gerir fyrirvara um aðferðir hans.Til dæmis biður leikmaður dómara um aðstoð við að taka lausn úr rauðu vítasvæði og dómarinn segir leikmanninum ranglega að hann verði að láta bolta falla aftur því hann hafi staðið innan vítasvæðisins. Ef leikmaðurinn lætur bolta falla aftur af þessari ástæðu þegar hann tekur lausn úr rauðu vítasvæði síðar í umferðinni, eða næstu umferð í sömu keppni, ætti nefndin ekki að víta leikmanninn fyrir að leika af röngum stað.
Leiðbeiningar um staðarreglur eða keppnisskilmála
Þegar nefndarmaður eða dómari veita rangar upplýsingar um hvort tiltekin staðarregla eða keppnisskilmáli sé í gildi ætti leikmaðurinn að sleppa við víti fyrir athafnir byggðar á þeim upplýsingum. Slík undanþága gildir það sem eftir er umferðarinnar, nema upplýsingarnar séu leiðréttar fyrr og þá ætti undanþágan að falla strax niður.Til dæmis, ef leikmanni er sagt af dómara að fjarlægðarmælar sem mæla reiknaða högglengd séu leyfðir, þótt staðarregla sem bannar notkun þeirra sé í gildi, fær leikmaðurinn ekki víti fyrir slíka mælingu það sem eftir er keppninnar. Hins vegar ef nefndinni verður ljóst að rangur úrskurður var veittur ætti að láta leikmanninn vita eins fljótt og hægt er.
Úrskurðir um útbúnað
Ef nefndarmaður eða dómari úrskurða að óleyfileg kylfa sé leyfileg sleppur leikmaðurinn við víti fyrir að nota kylfuna. Slík undanþága gildir það sem eftir er keppninnar, nema úrskurðurinn sé leiðréttur fyrr og þá ætti undanþágan að falla niður við lok umferðarinnar þar sem úrskurðurinn var leiðréttur.e. Leikmaður lyftir bolta án leyfis vegna misskilnings um leiðbeiningar dómaraEf leikmaður lyftir bolta sínum þegar hann má það ekki vegna eðlilegs misskilnings á fyrirmælum dómara er það vítalaust og leggja verður boltann aftur, nema leikmaður fari að samkvæmt annarri reglu.Til dæmis stöðvast bolti leikmanns upp við hreyfanlega hindrun og hann biður um lausn. Dómari leiðbeinir leikmanninum réttilega um að fjarlægja megi hindrunina samkvæmt reglu 15.2 og að merkja ætti staðsetningu bolta ef hann kynni að hreyfast þegar hindrunin er fjarlægð. Leikmaðurinn merkir staðsetningu boltans og lyftir honum áður en dómarinn getur stöðvað hann.Venjulega fær leikmaðurinn eitt vítahögg samkvæmt reglu 9.4 fyrir að lyfta bolta sínum þegar það má ekki, en, að því gefnu að dómarinn samþykki að leikmaðurinn hafi misskilið leiðbeiningarnar, er boltinn lagður aftur vítalaust.f. Dómari segir leikmanni ranglega að halda áfram leik með varaboltaLeikmaður hafði ástæðu til að leika varabolta frá teignum og finnur upphaflega boltann innan vítasvæðis. Leikmanninum er síðan ranglega sagt af dómara að hann verði að halda leik áfram með varaboltanum og ljúka holunni með honum. Þó að varaboltinn hafi verið rangur bolti sem leikmaðurinn átti ekki að leika samkvæmt reglu 18.3c, þá hlýtur leikmaðurinn ekki víti fyrir að leika varaboltanumEf nefndinni verður síðan ljós þessi rangi úrskurður ætti hún að úrskurða að skor leikmannsins á holunni sé upphafshöggið með upphaflega boltanum auk allra högga sem leikmaðurinn sló til að ljúka holunni með varaboltanum eftir ranga úrskurðinn, þar sem annað höggið að varaboltanum verður annað högg leikmannsins á holunni. Hins vegar, ef það hefði verið augljóslega óraunsætt að leika upphaflega boltanum frá vítasvæðinu verður leikmaðurinn einnig að bæta við einu vítahöggi samkvæmt reglu 17.1 við skorið á holunni.g. Nefndin úrskurðar ranglega þegar leikmaður hefur leikið tveimur boltum samkvæmt reglu 20.1c(3). Hvenær leiðrétta má úrskurðinnLeikmaður í höggleik leikur tveimur boltum samkvæmt reglu 20.1c(3), tilkynnir málið til nefndarinnar og nefndin ákveður skorið samkvæmt röngum bolta. Slík mistök eru rangur úrskurður en ekki stjórnunarleg mistök. Því gildir regla 20.2d og niðurstaðan ræðst af því hvenær nefndinni urðu mistökin ljós:
Ef nefndinni verða mistökin ljós áður en keppninni lýkur ætti hún að leiðrétta úrskurðinn með því að breyta skorinu á holunni samkvæmt rétta boltanum.
Ef nefndinni verða mistökin ljós eftir að keppninni er lokið verður skorið með ranga boltanum að gilda sem skor leikmannsins á holunni. Samkvæmt reglu 20.2d er slíkur úrskurður endanlegur þegar keppninni er lokið.
h. Frávísunarvíti ranglega beitt gegn sigurvegara. Mistökin koma í ljós eftir umspil tveggja annarra leikmanna um fyrsta sætiðEf rangur úrskurður veldur því að eiginlegur sigurvegari keppni fær frávísun og tveir aðrir leikmenn leika umspil um fyrsta sætið fer besta úrlausnin eftir því hvenær nefndinni verða mistökin ljós. Ef nefndinni verða mistökin ljós áður en úrslit keppninnar verða endanleg ætti nefndin að leiðrétta ranga úrskurðinn með því að fella frávísunarvítið niður og lýsa leikmanninn sigurvegara. Ef nefndinni verða mistökin ljós eftir að úrslit keppninnar eru orðin endanleg verða þau úrslit að gilda, ásamt frávísuninni.i. Beiting frávísunarvítis í keppni þar sem ekki eru notuð öll skor til að ákvarða sigurvegaraÍ tilvikum svo sem sveitakeppni í höggleik með mörgum umferðum þar sem skor allra leikmanna gilda ekki í heildarskori sveitarinnar getur skor leikmanns ekki gilt í umferðinni ef hann hlýtur frávísun, en getur gilt í öðrum umferðum. Til dæmis ef tvö skor af þremur gilda og leikmaður fær frávísun í fyrstu umferð af fjórum nær frávísunin aðeins til fyrstu umferðarinnar og skor leikmannsins í öðrum umferðum getur gilt fyrir sveitina.Þetta á við um allar keppnir þar sem ekki eru notuð öll skor til að ákvarða sigurvegara (til dæmis einstaklingskeppni þar sem þrjú bestu skor leikmannsins af fjórum gilda).Ef leikmaður fær frávísun fyrir brot á reglu 1.3b eða fyrir brot á hegðunarreglum nefndarinnar er það á valdi nefndarinnar að ákveða hvort frávísunin nái einungis til umferðarinnar eða til allrar keppninnar.
(11)
Að sameina holukeppni og höggleik
Vegna þess umtalsverða munar sem er á sumum reglum er mælt gegn því að sameina holukeppni og höggleik. En ef leikmenn óska eftir að sameina leikformin, eða óska eftir úrskurði eftir að hafa þegar gert það upp á eigin spýtur, ætti nefndin að leitast við að aðstoða leikmenn í þessum tilfellum og styðjast þá við eftirfarandi:a. Þegar leikmenn óska eftir að sameina holukeppni og höggleikEf nefndin velur að leyfa leikmönnum að leika holukeppni samhliða keppni í höggleik er mælt með að leikmönnunum sé bent á að höggleiksreglur gildi alla umferðina. Til dæmis að engar gjafir séu leyfðar og ef leikmaður leikur í rangri röð hafi mótherjinn ekki kost á að afturkalla höggið.b. Þegar leikmenn óska eftir úrskurði eftir að hafa sameinað holukeppni og höggleikEf óskað er eftir úrskurði nefndarinnar eftir að leikmenn hafa sameinað holukeppni og höggleik ætti að beita reglunum eins og þær myndu eiga við í hvoru leikformi fyrir sig. Til dæmis ef einn leikmaður lauk ekki holu af einhverri ástæðu hlýtur hann frávísun úr höggleikskeppninni fyrir brot á reglu 3.3c. Varðandi Stableford, hámarksskor og par/skolla, sjá reglur 21.1c, 21.2c og 21.3c eins og við á.
D
Að halda uppi leikhraða
Ef leikhraðareglur hafa verið settar er mikilvægt að nefndin skilji og framfylgi reglunum til að tryggja að leikmenn fylgi þeim og að leikurinn fari fram á skipulegan hátt.Varðandi nánari upplýsingar og dæmi um leikhraðareglur, sjá fyrirmynd staðarreglna, hluta 8K.
E
Frestanir og leikur hafinn að nýju
(1)
Tafarlaus og venjuleg frestun leiks
Frestanir sem nefndin getur fyrirskipað eru tvenns konar, með ólíkum kröfum til leikmanna um hvenær þeir verða að stöðva leik (sjá reglu 5.7b).
Tafarlaus frestun (svo sem vegna yfirvofandi hættu). Ef nefndin lýsir yfir tafarlausri frestun leiks verða allir leikmenn að stöðva leik þegar í stað og mega ekki slá fleiri högg fyrr en nefndin hefur leik að nýju
Venjuleg frestun (svo sem vegna rökkurs eða óleikhæfs vallar). Ef nefndin frestar leik af venjulegum ástæðum ráðast næstu skref leikmanna af því hvort ráshópur þeirra er milli tveggja hola eða að leika holu.
Nefndin ætti að nota aðra merkjagjöf til að tilkynna um tafarlausa frestun en notuð er fyrir venjulega frestun. Upplýsingum um merkjagjöfina ætti að koma á framfæri til leikmanna í staðarreglum.Sjá fyrirmynd staðarreglu J-1 - Aðferðir við frestun leiks og við að hefja leik að nýjuÞegar leik er frestað þarf nefndin að meta hvort leikmennirnir verði áfram á sínum stað á vellinum eða hvort þeir eru fluttir í hús.Hvort sem frestunin er tafarlaus eða venjuleg ætti nefndin að hefja leik að nýju um leið og það er hægt. Leikmenn munu hefja leik að nýju þaðan sem þeir stöðvuðu leik (sjá reglu 5.7c).
(2)
Að ákveða hvenær eigi að fresta leik og hefja leik að nýju
Að ákveða hvenær eigi að fresta leik og að hefja leik að nýju geta verið erfiðar ákvarðanir fyrir nefndina. Nefndin ætti að hafa eftirfarandi til hliðsjónar:a. EldingarNefndin ætti að beita öllum tiltækum meðölum til að ákvarða hvort hætta sé af eldingum og bregðast við á þann hátt sem hún telur viðeigandi. Leikmenn mega einnig stöðva leik að eigin frumkvæði telji þeir að hætta sé af eldingum (sjá reglu 5.7a).Þegar nefndin telur að ekki sé lengur hætta af eldingum og fyrirskipar leikmönnum að hefja leik að nýju verða leikmennirnir að hlýða því. Sjá skýringar 5.7c/1 varðandi leiðbeiningar um hvað eigi að gera ef leikmaður neitar að hefja leik að nýju því hann telur að enn sé hætta af eldingum.b. SkyggniEf lendingarsvæði eru leikmönnum ekki lengur sýnileg, svo sem vegna þoku eða rökkurs er mælt með að leik sé frestað. Sömuleiðis ætti að fresta leik ef leikmenn geta ekki lesið leiklínuna á flötum vegna slæms skyggnis.c. Tímabundið vatnEf holan er öll umflotin tímabundnu vatni og ekki er hægt að fjarlægja það ætti í höggleik að ákveða að völlurinn sé óleikhæfur og nefndin ætti að fresta leik samkvæmt reglu 5.7.Í holukeppni, ef ekki er hægt að fjarlægja vatnið getur nefndin frestað leik eða fært holuna.d. VindurEf nokkrir boltar hreyfast vegna vinds getur það leitt til þess að leik sé frestað, en að öllu jöfnu ætti nefndin ekki að fresta leik þótt einn eða tveir boltar hafi hreyfst vegna vinds á einni flöt. Á flötinni gilda sérstakar reglur sem forða leikmönnum undan vítum og koma í veg fyrir að þeir hagnist á að boltinn fjúki nær holunni eða tapi á því að boltinn fjúki fjær holunni (sjá reglur 9.3 og 13.1).Nefndin ætti því aðeins að íhuga frestun leiks vegna vinds ef komið hafa upp nokkur tilfelli þar sem boltar hreyfast og leikmenn eiga í erfiðleikum með að leggja boltann aftur á staðinn þaðan sem hann fauk, eða a.m.k. tiltölulega nálægt þeim stað ef boltinn tollir ekki á upphaflegum stað.
(3)
Leikur hafinn að nýju
Þegar hefja á leik að nýju eftir frestun munu leikmenn hefja leik að nýju frá þeim stað þar sem þeir hættu leik (sjá reglu 5.7d).Nefndin ætti að vera viðbúin að hugleiða eftirfarandi:
Ef leikmenn voru fluttir af vellinum, hvort gefa eigi þeim tíma til að hita upp áður en leikur hefst að nýju.
Ef æfingasvæði voru lokuð á meðan á frestuninni stóð, hvenær opna ætti þau svo leikmenn fái nægan tíma til að undirbúa sig að nýju fyrir leik.
Hvernig koma eigi leikmönnunum á sinn stað á vellinum.
Hvernig tryggja eigi að allir leikmennirnir séu komnir á sinn stað þegar leikur hefst að nýju. Þetta gæti falist í því að fulltrúar nefndarinnar séu úti á velli og fylgist með hvenær allir leikmenn hafa skilað sér á sinn stað.
(4)
Hvort aflýsa eigi umferð
a. HolukeppniÍ holukeppni eru báðir leikmennirnir að leika við sömu skilyrði, án þess að annar hafi forskot yfir hinn. Af þessum ástæðum ætti ekki að aflýsa leik í holukeppni eftir að hann hefst.Ef leikmennirnir komast að samkomulagi um að stöðva leik, eins og heimilt er samkvæmt reglu 5.7a, eða nefndin telur að aðstæður kalli á að leik sé frestað ætti að hefja leik að nýju þaðan sem hann var stöðvaður.Í sveitakeppnum, ef sumum leikjum var lokið en ekki er hægt að ljúka öðrum á áætluðum degi vegna myrkurs eða veðurs, ættu keppnisskilmálar að útskýra hvernig fara eigi með leikina sem var lokið og sem ekki tókst að ljúka (sjá hluta 5A(4)). Til dæmis:
Úrslit leikja sem tókst að ljúka gilda og halda á öðrum leikjum áfram síðar eða leika þá að nýju.
Leika á alla leiki að nýju og sveitir mega breyta liðsskipan sinni.
A llir leikir sem ekki tókst að ljúka teljast hafa endað með jafntefli.
b. HöggleikurEngar skýrar leiðbeiningar er hægt að veita um hvenær nefndir ættu að aflýsa umferð í höggleik. Rétt viðbrögð fara eftir aðstæðum hverju sinni og verða að vera samkvæmt ákvörðun nefndarinnar.Aðeins ætti að aflýsa umferð ef það væri mjög ósanngjarnt að gera það ekki. Til dæmis, það væri sanngjarnt að aflýsa umferð ef nokkrir leikmenn hefja umferð í mjög slæmu veðri, aðstæður versna síðan enn frekar þannig að ekki er hægt að halda leik áfram þann dag en þegar halda á leik áfram næsta dag eru líkur á að veður verði mjög gott.Þegar umferð er aflýst falla öll skor og öll víti niður. Í því felast, að öllu jöfnu, frávísunarvíti. Þó ætti ekki að fella niður frávísunarvíti vegna alvarlegrar óviðeigandi hegðunar ( regla 1.2) eða vegna brota á hegðunarreglum.
(5)
Leikmenn neita að hefja leik eða hætta leik vegna veðurs
Ef slæmt veður verður til þess að leikmaður neitar að hefja leik á þeim tíma sem nefndin hefur ákveðið eða hættir leik, og nefndin aflýsir síðar þeirri umferð, fær leikmaðurinn ekki víti þar sem öll víti falla niður þegar umferð er aflýst.
(6)
Að fjarlægja tímabundið vatn eða lausung af flötum
Ef tímabundið vatn, sandur, lauf eða önnur lausung safnast upp á flöt á meðan umferð er leikin getur nefndin gert það sem þarf til að lagfæra ástandið, til dæmis með því að nota sköfur eða með því bursta eða blása flötina. Nefndin þarf ekki þarf að fresta leik á meðan þetta er gert.Í slíkum tilvikum getur nefndin, þegar nauðsyn ber til, fengið aðstoð leikmanna til að fjarlægja lausungina eða sandinn. Hins vegar er leikmaður brotlegur við reglu 8.1 ef hann fjarlægir tímabundið vatn úr leiklínu sinni án leyfis nefndarinnar.Nefndin getur ákveðið að setja reglu til að skýra hvað eðlilegt væri að nefndarmenn, fulltrúar nefndarinnar (til dæmis vallarstarfsmenn) eða leikmenn megi gera til að fjarlægja tímabundið vatn á flötinni.Sjá fyrirmynd staðarreglu J-2: Fyrirmynd staðarreglu sem leyfir að vatn sé fjarlægt af flötum með sköfum.
(7)
Leikur hafinn án vitneskju um að völlur er lokaður
Ef leikmenn í holukeppni hefja leik án þess að vita að völlurinn er lokaður og nefndin verður þessa áskynja síðar ætti leikurinn allur að fara fram að nýju þar sem leikur á lokuðum velli telst ógildur.
F
Skor
(1)
Holukeppni
Í holukeppni er það almennt ábyrgð leikmannsins að tilkynna úrslit leiks á tiltekinn stað sem nefndin hefur ákveðið. Ef dómara hefur verið úthlutað á leikinn, þá má setja þessa ábyrgð á dómarann í staðinn fyrir leikmennina.Ef leikmaður óskar eftir úrskurði á meðan leikurinn er í gangi og álitamálið hefur ekki verið útkljáð ætti nefndin að ákvarða hvort óskin uppfylli skilyrði reglu 20.1b(2) og úrskurða. Þetta getur leitt til þess að leikmennirnir þurfi að fara aftur út á völl og halda leiknum áfram.Eftir að úrslit hafa verið tilkynnt teljast þau endanleg og ekki er hægt að samþykkja óskir um úrskurð nema þær uppfylli skilyrði reglu 20.1b(3).
(2)
Höggleikur
Í höggleik ætti að gefa leikmönnum kost á að afgreiða álitaefni sem greiða þarf úr með nefndinni (sjá reglur 14.7b og 20.1c(4)), fara yfir skorkort þeirra og láta leiðrétta hugsanleg mistök. Ef það eru mistök á skorkortinu, getur leikmaður beðið ritarann eða nefndina um að leiðrétta skorkortið (sjá reglu 3.3b(2)) þar til því hefur verið skilað.Eftir að skorkorti hefur verið skilað, ætti nefndin að yfirfara kortið og tryggja að það sé merkt leikmanninum, undirritað og að rétt skor sé á öllum holum. Nefndin ætti að leggja saman skort leikmannsins, og í forgjafarkeppni, reikna forgjafarhöggin og nota þau til að finna nettó skor leikmannsins.Í öðrum formum höggleiks, svo sem Stableford eða par/skolla, eða í fjórleikskeppnum, ætti nefndin að ákvarða lokaniðurstöðu leikmannsins eða liðsins. Til dæmis, í Stableford keppnum, ber nefndin ábyrgð á að ákvarða fjölda punkta sem leikmaðurinn hlýtur á hverri holu og samtals í umferðinni.
G
Niðurskurður. Riðlar. Endurröðun
(1)
Niðurskurður og nýir ráshópar
Í keppnum sem standa yfir í fleiri en eina umferð kunna keppnisskilmálar að kveða á um að:
Leikmönnum verði endurraðað í ráshópa í seinni umferðum, samkvæmt skori þeirra fram að því.
Keppendum verði fækkað fyrir síðustu umferð eða umferðir (oft kallað „niðurskurður“).
Í báðum tilvikum ætti nefndin að raða í nýja ráshópa og birta þá. Algengast er að leikmenn með hæstu skor hefji leik fyrstir og leikmenn með lægstu skor hefji leik síðastir, þótt nefndin geti vikið frá því fyrirkomulagi.Nefndin getur ákveðið hvernig eigi að raða leikmönnum sem ljúka leik á sama heildarskori. Til dæmis getur nefndin ákveðið að fyrsti leikmaðurinn sem skilar tilteknu skori fái síðari rástíma en þeir sem ljúka umferð síðar á sama skori.Ef ræst er af tveimur teigum í síðari umferðum (til dæmis helmingur keppenda byrjar á fyrstu holu og hinn helmingurinn á tíundu holu), getur nefndin ákveðið að raða ráshópum þannig að keppendur með hæstu skor séu ræstir síðastir á öðrum teignum (til dæmis á 10. teig) og leikmennirnir með lægsta skorið séu ræstir síðastir á hinum teignum (til dæmis á 1. teig). Þetta leiðir til þess að leikmenn í miðri skortöflunni væru ræstir fyrstir á báðum teigum.Skýringar á hvernig beiting víta samkvæmt undanþágu við reglu 3.3b(3) ætti að hafa áhrif á niðurskurð eða útdrátt í holukeppni má finna á RandA.org.
(2)
Leik hætt og frávísanir í holukeppni
Ef leikmaður í holukeppni hættir í keppninni áður en næsti leikur hans hefst og nefndin hefur ekki ákvarðað í keppnisskilmálum hvernig slíkt skuli meðhöndlað hefur nefndin eftirfarandi möguleika:
Úrskurðað næsta mótherja leikmannsins sigurvegara, eða
ef leikmaðurinn hættir í keppninni fyrir fyrsta leik sinn:
Ef tími vinnst til, ákvarða nýja keppnisröð.
Skipta leikmanninum út með varamanni.
Ef leikmennirnir unnu sér rétt til þátttöku í höggleiksundankeppni skipta leikmanninum út með leikmanninum sem nú er síðasti leikmaður með rétt til að leika í holukeppninni.
Ef leikmaðurinn hættir í keppninni eða hlítur frávísun eftir fyrsta eða síðari leik sinn, getur nefndin:
Lýst næsta mótherja leikmannsins sem sigurvegara, eða
Látið alla leikmenn sem féllu úr keppninni eftir tap gegn leikmanninum leika umspil um sæti hans.
Ef báðir leikmenn í úrslitum holukeppni hljóta frávísun getur nefndin ákveðið að ljúka keppninni án sigurvegara. Einnig getur nefndin valið að láta þá sem töpuðu fyrir leikmönnunum leika um sigur í keppninni.Ef leikmaður í holukeppni hlýtur frávísun ætti leikmaðurinn að fá öll þau verðlaun sem hann hefur unnið fyrr í keppninni, til dæmis fyrir að vinna undankeppni í höggleik.
(3)
Leik hætt og frávísanir í höggleik
Ef leikmaður hættir eða fær frávísun fyrir fyrstu umferð í keppni (til dæmis með því að mæta of seint á teig) getur nefndin skipt leikmanninum út með öðrum leikmanni sem ekki er á þátttakendalista (oft kallaður varamaður eða keppandi á biðlista), ef hann er tiltækur. Eftir að leikmaður hefur hafið fyrstu umferð sína ætti ekki að skipta honum út með varamanni.
(4)
Undankeppni fyrir holukeppni
Þegar undankeppni í höggleik er leikin til að ákvarða röðun í riðla í holukeppni getur nefndin valið að útkljá jafntefli í tilteknum sætum með hendingu, með samanburði skorkorta eða með umspili. Þetta ætti að tilgreina í keppnisskilmálum.
(5)
Misbeiting forgjafar hefur áhrif á röðun í holukeppni
Í höggleik sem undankeppni holukeppni, ef nefndin misbeitir forgjöf leikmanns á skorkorti sem leiðir til rangrar röðunar í holukeppninni ætti nefndin að afgreiða málið á eins sanngjarnan hátt og hægt er. Nefndin ætti að íhuga að breyta röðuninni og ógilda leiki sem breytingin hefur áhrif á.Ef villan uppgötvast eftir að önnur umferð holukeppninnar er hafin er of seint að leiðrétta röðunina.
Í golfreglunum er nefndin skilgreind sem sá einstaklingur eða hópur sem er í forsvari fyrir keppni eða völlinn. Nefndin er ómissandi til að leikur fari eðlilega fram. Nefndirnar bera ábyrgð á daglegum leik á vellinum og framkvæmd keppna, sem ætti alltaf að fara fram samkvæmt golfreglunum. Þessum hluta opinberu leiðbeininganna er ætlað að veita leiðbeiningar til nefndanna um hvernig þær geti best sinnt þessu hlutverki.Þótt mörg verkefna nefndarinnar snúist um að halda skipulagðar keppnir er mikilvægur hluti ábyrgðar nefndarinnar að sjá um völlinn í almennum leik.
Að merkja völlinn og halda þeim merkingum við er viðvarandi verkefni sem nefndin ber ábyrgð á.Vel merktur völlur auðveldar leikmönnum að leika eftir reglunum og minnkar líkurnar á misskilningi og óvissu hjá leikmönnum. Til dæmis kann leikmaður að vera óviss um hvernig hann eigi að halda áfram ef tjörn (vítasvæði) er ómerkt.
Staðarregla er frávik frá golfreglu eða viðbótarregla sem nefndin setur vegna almenns leiks eða tiltekinnar keppni. Nefndin ber ábyrgð á að ákveða hvort setja eigi staðarreglur og að tryggja að þær séu í samræmi við grundvallaratriðin í hluta 8. Nefndin verður að tryggja að allar staðarreglur séu aðgengilegar leikmönnum, hvort sem er á skorkorti, sérstöku blaði, tilkynningatöflu eða á vefsíðu vallarins.Staðarreglur sem setja má fyrir almennan leik flokkast þannig:
Að skilgreina vallarmörk og önnur svæði vallarins (hlutar 8A-8D).
Að skilgreina sérstakar eða breyttar lausnaraðferðir (hluti 8E).
Að skilgreina óeðlilegar vallaraðstæður og hluta vallar (hluti 8F).
Tæmandi lista yfir fyrirmyndir staðarreglna má finna fremst í hluta 8.Sjá hluta 5C varðandi aðrar gerðir staðarreglna sem eiga frekar við keppnir en almennan leik.
Misjafnt er eftir völlum og keppnum úr hversu miklum aðföngum nefndir hafa að spila og því getur tiltekin nefnd e.t.v. ekki útfært allar tillögur sem hér koma fram. Í slíkum tilvikum verður nefndin að forgangsraða áherslum sínum fyrir hverja keppni.Undirbúningur áður en keppni hefst er óumdeilanlega mjög mikilvægur svo að keppnin gangi vel fyrir sig. Skyldur nefndarinnar við undirbúning felast m.a. í:
Staðarregla er frávik frá golfreglu eða viðbótarregla sem nefndin setur vegna almenns leiks eða tiltekinnar keppni. Nefndin ber ábyrgð á að ákveða hvort setja eigi staðarreglur og að tryggja að þær séu í samræmi við grundvallaratriðin í hluta 8(1). Staðarreglur sem stangast á við þessar leiðbeiningar eru ekki heimilar og umferðir leiknar með slíkar staðarreglur í notkun teljast ekki hafa verið leiknar samkvæmt golfreglunum.Ef nefndin setur slíkar staðarreglur sem eru í ósamræmi við tilgang fyrirmynda staðarreglna, ætti að bera undir forgjarafnefnd hvort leikmenn megi skrá skor umferðar til forgjafar.(1)Leiðbeiningar við setningu staðarreglnaÁður en staðarreglur eru settar ætti nefndin að skoða eftirfarandi leiðbeiningar:a. Staðarreglur hafa sömu stöðu og golfreglurnar fyrir viðkomandi keppni eða völl.b. Þótt nefndin hafi umtalsverðar heimildir samkvæmt golfreglunum til að aðlaga staðarreglur aðstæðum á tilteknum velli eða í tiltekinni keppni ættu allar staðarreglur sem nefndin setur að vera í samræmi við þá stefnu sem sett er í hluta 8.c. Hægt er að nota fyrirmyndirnar í heild sinni en einnig er hægt að nýta þær sem dæmi um hvernig skrifa eigi tilteknar gerðir staðarreglna. Ef nefnd breytir orðalagi fyrirmyndar að staðarreglu til að falla að sértækum aðstæðum á vellinum eða í keppninni ætti nefndin að tryggja að slíkar breytingar séu í samræmi við tilgang staðarreglunnar. Dæmi um breytingar á staðarreglu sem uppfyllir þessi skilyrði eru:
d. Ef annað er ekki tekið fram ætti víti fyrir brot á staðarreglu að vera almenna vítið.e. Nefndin má ekki nota staðarreglu til að ógilda eða breyta golfreglu, af þeirri einu ástæðu að nefndin telur að reglan ætti að vera öðruvísi en hún er. Eftirfarandi eru dæmi um staðarregur sem eru ekki heimilar:
Að leyfa notkun ósamþykktra kylfa.
Að lengja leitartímann úr þremur mínútum í fimm mínútur.
Að heimila leikmanni að hafa fleiri en einn kylfubera í senn.
f. Samkvæmt reglu 1.3c(3) hefur nefndin ekki leyfi til að beita vítum á annan hátt en kveðið er á um í golfreglunum. Því væri óviðeigandi ef nefndin setti óheimila staðarreglu sem felldi niður víti eða breytti víti. Eftirfarandi eru dæmi um staðarregur sem eru ekki heimilar:
Að fella niður víti fyrir að leika frá röngum teig ef leikmaður leiðréttir mistökin innan einnar mínúta frá því högg var slegið.
Minnka refsinguna fyrir að slá högg með ósamþykktri kylfu úr frávísun í almenna vítið.
Veiti eins höggs víti fyrir að tilkynna ekki öðrum leikmanni áður en bolta er lyft til að bera kennsl á hann.
g. Ef staðarregla er samin á grunni fyrirmyndar staðarreglu í þessum hluta getur nefndin leitað aðstoðar R&A um túlkun staðarreglunnar. En ef nefndin semur sínar eigin staðarregur, kemur það í hlut nefndarinnar að túlka viðkomandi staðarreglu.h.. Ef staðarregla er sett vegna tímabundinna aðstæðna ætti að fella hana úr gildi um leið og aðstæðurnar breytast þannig að staðarreglunnar sé ekki lengur þörf.i. Fyrirmyndir staðarreglna í hluta 8 spanna þær aðstæður eða vandamál sem eru það algengar að það réttlætir gerð sérstakrar fyrirmyndar. Stundum getur staðarregla átt rétt á sér þó engin fyrirmynd sé til staðar. Þegar slíkt á við ætti nefndin að semja staðarregluna í eins skýru og einföldu formi og hægt er. Þó er mikilvægast að staðarreglan falli vel að yfirlýstum tilgangi golfreglnanna og fyrirmyndum staðarreglnanna.Til dæmis, að leyfa vítalausa lausn úr kylfuförum á snöggslegnu svæði er ekki í samræmi við grundvallarregluna um að spila völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum þar sem hann liggur, sem sett er fram í reglu 1.Ef nefndin telur að staðarregla, sem ekki er að finna í þessum leiðbeiningum, sé nauðsynleg vegna staðbundinna aðstæðna sem fyrirbyggja sanngjarnan leik, ætti nefndin að ráðfæra sig við R&A.(2) Upplýsingar um staðarreglurNefnin ætti að tryggja að allar staðarreglur séu apgengilegar leikmönnum hvort sem það er á skorkortum, með tilkynningum til leikmanna eða með stafrænum hætti.Þar sem styttri útgáfa staðarreglu er gefin út, t.d. aftan á skorkorti, ætti nefndin að tryggja að ítarlegri útgáfa textans sé tiltæk, t.d. á tilkynningatöflu eða á vefsíðu.
Algengustu formum holukeppni, höggleiks og liða- og sveitakeppna er lýst í reglum 1-25. Í þessum hluta er fjallað um nokkur önnur afbrigði golfleiks. Ítarlegri lýsingu á þeim frávikum sem eru nauðsynleg á reglum 1-25 vegna þessara leikforma má finna á vefsíðunni RandA.org.Öll tilfelli sem ekki er fjallað um í golfreglunum eða öðrum breytingum á leikforminu sem í hlut á, ættu að ákvarðast af nefndinni:
Með tilliti til allra kringumstæðna, og
Á þann hátt sem er eðlilegt, sanngjarnt og í samræmi við hvernig svipaðar aðstæður eru meðhöndlaðar samkvæmt reglunum.